Vísun á upplýsingar og reglur ARRL RTTY Roundup keppninnar

Markmiðið með keppninni er að hafa samabnd við sem flesta amatöra um allan heim á einhverjum stafrænum hætti, Baudot RTTY, ASCII, AMTOR, PSK31, PSK63, og Packet—samtímasamskipti eingöngu á 80, 40, 20, 15, og 10 metra böndunum. Samband má hafa einu sinni á hverju bandi við hverja stöð óháð mótunarhætti.

Logga verður sambönd á netinu meðan keppnin stendur yfir á contest-log-submission.arrl.org.

Keppnisstjórn óskar eftir frásögnum og myndum inn á Soapbox síðu keppninnar.

Á þessu ári er bætt við nýjum keppnisflokki sem kallast  þungmálmaflokkur, Heavy Metal!  Flokkurinn er fyrir þá sem vilja nota  gömlu vélarnar sínar á Baudot RTTY, ASCII.

Frekari upplýsingar á http://rttycontesting.com/files/2018-RTTY-Roundup-Electromechanical-Overlay-1.2.pdf.

Sérstakur veggskjöldur er í boði fyrir vélbúna keppendur í boði Dave Tumey, W5DT.

Endilega sendið myndir! í hágæða upplausn!  í stærðum 500 kb til 3 Mb.

 

Ég, TF3WZ, fór á hina margumtöluðu Kringlukrá síðasta Laugardag, 30 desember, og hitti þar nokkra góðkunningja úr amatörheiminum. Það voru ýmis mál rædd og spáð í lofnet. Skemmtilegar umræður um amatörradíó kryddað með pólutík. TF3ARI kom með segullúppuloftnet með sér og veltu menn þessu fyrir sér fram og til baka. Truflanir voru einnig til umræðu og þá sérstklega hið alræmda VDSL og frágangur á húsalögnum því tengt.

TF3ARI, TF3MH og TF3AWS.

TF1INN og TF3-033

 

TF3MH og TF3AWS

Yagi loftnet ÍRA Skeljanesi í vetrarsólinni.

Gleðilegt ár allir radíóáhugamenn og megi árið 2018 verða ykkur öllum farsælt.

Í dag á þessum fyrsta degi ársins 2018 beinum við orðum okkar til allra radíóáhugamanna. Sumir eru félagar í félagi íslenskra radíóamatöra, ÍRA, aðrir eru í öðrum félögum, skátum, björgunarsveitum, jeppaklúbbum, ferðafélögum og sumir ekki í neinum félögum en iðka sitt áhugamál á þann hátt sem þeir sjálfir kjósa.

Markmið ÍRA er að vinna að hagsmunamálum radíóamatöra eins og segir í lögum félagsins: Að efla amatörradíó og hvetja til tæknilegrar sjálfsþjálfunar, tæknilegra og vísindalegra rannsókna og uppgötvana á sviði radíófjarskipta.

Eitt aðal verkefni félagsins hefur verið að búa til nýja radíóamatöra og ekki hægt að segja annað en að nokkuð vel hafi tekist til gegnum árin en betur má ef duga skal því okkar verkefni er að gera öllum sem vilja verða radíóamatörar kleyft að ná þeim ágangri á hæfilegum tíma og með hæfilegri ástundun. Engan má skilja eftir útundan.

Við tökum að okkur þetta verkefni og fáum í staðinn réttindi og aðgang að tíðnisviðum sem gera okkur kleyft að stunda áhugamálið drifin áfram af krafti tilraunavinnu, þekkingarleitar og jafnvel forvitni.

Gleymum aldrei að hver og einn stundar áhugamálið eins og honum finnst sjálfum best, við látum engan segja okkur hvernig við eigum að stunda áhugamálið en þiggjum með þökkum öll ráð og leiðbeiningar og við gleðjumst með öllum sem ná þeim árangri sem keppt er að.

Strax núna í byrjun ársins ætlum við að halda námskeið og markmiðið er að próf verði haldið 2. febrúar. Námskeiðið verður að mestu með hefðbundu sniði sem reynst hefur vel og hugmyndin er að bæta við kennslu sem er líkleg til þess að ýta undir að fleiri komi fljótt í loftið.

Umsókn um þátttöku í námskeiðinu má senda beint á ira@ira.is eða fylla út umsókn á heimasíðu félagsins hér. Námskeiðið hefst 8. janúar.

ÍRA rekur QSL-stofu sem TF3MH, Matti, stýrir af miklum skörungsskap. Núna á fimmtudagskvöld 4. janúar, á fyrsta opnu kvöldi ársins í Skeljanesi, verður Matti til staðar eins og alltaf á fimmtudagskvöldum, Matti er alltaf fyrstur á staðinn. Við minnum á að lokadagur skila vegna ársins 2017 er núna á fimmtudagskvöldð, 4. janúar.

Eitt af mikilvægum verkefnum félagsins eru samskipti við stjórnvöld. Póst- og fjarskiptastofnun, PFS, er fulltrúi stjórnvalda gagnvart okkur radíóamatörum og veitir okkur leyfi til fjarskipta á tíðnum radíóamatöra að settum skilyrðum sem fram koma í reglugerð um starfssemi radíóamatöra. Reglugerðin er á heimasíðu PFS. Samkvæmt reglugerðinni leitar PFS umsagnar félagsins við öllum leyfisveitingum til radíóamatöra. Þessi umsagnarréttur er okkur mjög mikilvægur en um leið vandmeðfarinn. Við í núverandi stjórn höfum tekið þá stefnu að styðja við allar óskir radíóamatöra svo fremi sem þær brjóta ekki í bága við lög, samskiptasiðfræði eða þær samþykktir sem við erum aðilar að í alþjóðlegu samstarfi radíóamatöra.

Á aðalfundi ársins 2017 var samþykkt að stjórnin legði fram ósk um breytingu á reglugerð sem var gert. Eftir því sem best er vitað var þessi reglugerðarbreyting undirrituð nú fyrir áramót.

Póst- og fjarskiptastofnun hefur veitt jákvæða umsögn um breytingartillöguna og telur hana í samræmi við framkvæmd á Norðurlöndunum.

Eftir breytinguna orðast 8. greinin svo:

“Póst- og fjarskiptastofnun úthlutar leyfishöfum kallmerki sem nota skal í öllum viðskiptum. Íslensk kallmerki hefjast á bókstöfunum TF en á eftir fylgir tölustafur og síðan einn til þrír bókstafir. Póst- og fjarskiptastofnun getur úthlutað sérstöku kallmerki vegna reksturs sameiginlegrar stöðvar jafnvel þó að þeir sem að slíkum rekstri standa hafi sitt eigið kallmerki.

Lærlingar hjá leyfishafa skulu nota kallmerki hans að viðbættu skástriki og bókstafnum Q og til viðbótar tölustaf sem gefur til kynna röð lærlingsins hjá viðkomandi leyfishafa.

Leyfishafar sem nota far- eða burðarstöðvar skulu bæta aftan við kallmerki sitt skástriki og bókstafnum M eða P eftir því hvort um far- eða burðarstöð er að ræða.

Radíóáhugamenn með erlend réttindi sem starfrækja búnað sinn hér á landi í samræmi við 2. mgr. 9. gr. skulu skeyta bókstöfunum TF ásamt skástriki framan við kallmerki sem þeim hefur verið úthlutað í heimalandi sínu. Aðrir radíóáhugamenn með erlend réttindi sem fá tímabundið leyfi hér á landi skulu skeyta skástriki og bókstöfunum TF aftan við kallmerki sem þeim hefur verið úthlutað í heimalandi sínu.

Leyfishafar skulu auðkenna sendingar með kallmerki sínu hvort sem um Morse eða tal er að ræða. Kallmerkið skal gefa upp sem fyrst eftir byrjun sendingar og alltaf í lok hennar.”

Breyting á þessarri grein hefur eftirfarandi í för með sér. N-leyfis hafar þurfa ekki að hafa bókstafinn N sem þriðja staf í kallmerki sínu, frekar en þeir vilja. Einnig geta amatörar óskað eftir hvaða tölustaf sem er í kallmerki sitt, tölustafurinn er ekki lengur bundinn staðsetningu leyfishafa.

Fh. stjórnar ÍRA

73 de TF3JA

 

Mynd. JHB

Nýlega voru prentuð QSL kort fyrir félagsstöðina.

Heiðurinn af hönnun og framkvæmd málsins eiga TF3MH QSL stjóri ÍRA ásamt TF3AO umboðsmanni prentara (http://www.ux5uoqsl.com/)

Ljósmyndurunum  TF3JON og Hallgrími P. Helgasyni er þakkað þeirra framlag.

Matti notar kortin þannig að hann prentar beint á bakhliðina í stað þess að nota límmíða eða slíkt.

Minnt er á að lokadagur skila vegna hreinsunar QSL stjóra ÍRA er á opnunarkvöldi fimmtudaginn 4. janúar 2018.

 

 

 

 

Nánar um QSL kort almennt hér:

http://www.ira.is/qsl-kort/

 

TF3ARI, Ari, ætlar að koma með standbylgjumæli sem getur mælt SWR á tíðnum upp að 6 GHz.
Ef þú átt loftnet á farstöð, gormanet eða hvaða loftnet sem er og hefur áhuga á mælingu, taktu það með.
Ari verður með töng til að klippa gormanetin og fleiri verkfæri eru til í Skeljanesi ef á þarf að halda.
SWR mælirinn hans Ara er með SMA og BNC-tengi, kall og kellingu. Breytir frá BNC í N-tengi er til í Skeljanesi.

Jólakaffi og jólakaka í boði ÍRA og jafnvel jólaglögg ef áhugi er á slíkum veitingum?