,

OPINN LAUGARDAGUR KOMINN TIL AÐ VERA

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, mætti í Skeljanes laugardaginn 19. október og kynnti búnað, tækni og tól til fjarskipta um OSCAR 100 gervitunglið, auk þess sem hann aðstoðaði félagsmenn við að fara í loftið frá félagsstöðinni TF3IRA í gegnum tunglið.

Í boði var svokallaður „opinn laugardagur“ sem þýðir að félagsaðstaðan var opin yfir allan daginn frá kl. 10-16 til að gefa sem flestum tækifæri til að nýta viðburðinn. Þetta fyrirkomulag heppnaðist vel og var mikil ánægja með það.

Skemmtilegt er að skýra frá því að á meðal gesta var Stefán Arndal, TF3SA, sem fór í loftið og varð þar með fyrstur leyfishafa til að hafa samband um OSCAR 100 á morsi frá Íslandi. Það var við DL4ZAB, OM Bernd í Kassel í Þýskalandi. Flestir (sem fóru í loftið) prófuðu þó hljóðnemann og voru menn sammála um, að þessi upplifun væri mjög sérstök; sterk merki, engar truflanir og góður DX.

Alls mættu 19 félagsmenn og 4 gestir í Skeljanes þennan ágæta og veðurmilda laugardag.

Stjórn ÍRA þakkar Ara fyrir áhugaverðan og vel heppnaðan viðburð.

Skeljanesi 19. október. Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A útskýrir sérstöðu gervihnattabúnaðarins fyrir Stefáni Arndal TF3SA.
Stefán Arndal TF3SA tekur fysta sambandið frá Íslandi á morsi í gegnum Es’Hail-2/P4A / Oscar 100 gervitunglið. QSO við DL4ZAB; þá var klukkan 13:55. Jón Björnsson TF3PW fylgist með.
Ari er QRV um OSCAR 100 heimanað frá sér í Reykjavík. Á ferðalögum notar hann hins vegar þennan búnað sem hann útskýrði fyrir viðstöddum sem spurðu margra spurninga. Hann hefur m.a. þegar notað búnaðinn til að hafa sambönd um tunglið frá Norðurlandi og Suðurlandi.
Óskar Sverrisson TF3DC fylgdi í fótspor Stefáns TF3SA og hafði sambönd um OSCAR 100 á morsi.
Wilhelm Sigurðsson TF3AWS prófaði búnaðinn og hafði sambönd á SSB um gervitunglið.
Erling Guðnason TF3EE hafði sambönd á SSB um OSCAR 100.
Jónas Bjarnason TF3JB prófaði stöðina einnig á SSB og fyrsta sambandið var til Suður-Afríku. Ljósmynd: Stefán Arndal TF3SA. Aðrar myndir: Jónas Bjarnason TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

sixteen − 4 =