,

OPIÐ HÚS OG GÓÐAR GJAFIR

Opið hús var í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 20. febrúar.

Að venju lágu nýjustu tímaritin frammi og margt rætt yfir kaffinu, m.a. um loftnet og sérhæfð viðtökunet (þ.á.m. Beverage On the Ground, BOG), jarðleiðni,  mismunandi kóaxkapla og margt fleira. Þá kom í ljós að félagar eru í kauphugleiðingum og veltu menn m.a. fyrir sér Icom IC-7610, Kenwood TS-990S og Yaesu FTdx101D.

Einnig skoðuðu menn dót sem Hans Konrad Kristjánsson, TF3FG, færði í hús með kveðju frá Bjarna Magnússyni, TF3BM, sbr. myndir.

Alls mættu 24 félagar í Skeljanes þetta ágæta febrúarkvöld.

Nýjustu tímaritin eru alltaf vinsæl. Frá vinstri (næst myndavél): Heimir Konráðsson TF1EIN, Jón Björnsson TF3PW, Björgvin Víglundsson TF3BOI, Baldvin Þórarinsson TF3-033 og Wilhelm Sigurðsson TF3AWS.
Hressilegar umræður í fjarskiptaherbergi TF3iRA. Frá vinstri: Georg Kulp TF3GZ, Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Ari Þór Jóhannesson TF1A, Sigurður Óskar Óskarsson TF2WIN, Þórður Adolfsson TF3DT (standandi) og Benedikt Sveinsson TF3T.
Síðar um kvöldið voru menn alvörugefnir enda rætt um kaup á nýjum stöðvum við stóra fundarborðið, einkum Icom IC-7610, Kenwood TS-990S og Yaesu FTdx101D. Frá vinstri: Þórður Adolfsson TF3DT, Mathías Hagvaag TF3MH, Sæmundur Þorsteinsson TF3UA og Hans Konrad Kristjánsson TF3FG.
Nýtt dót kom í hús fimmtudaginn 20. febrúar, m.a. þetta viðtæki sem er fyrir 2-30 MHz.
Hluti af dóti sem kom í hús 20. febrúar, m.a. hljóðnemar, síur og spennar.
Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB skoðar dót í kassa. (Ljósmyndir. TF3JB).
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

one × three =