,

OPIÐ Á 3637 kHz OG 145.650 MHz Í KVÖLD

Í kvöld, 26. mars, kl. 20, var kallað CQ TF á 3637 kHz. Þessir mættu: TF3JB, TF3OM, TF3VS og TF8SM. Þótt ekki hafi mætt fleiri á tíðnina, þá voru t.d. KiwiSDR viðtækin virk og sagðist TF3GZ hafa heyrt vel í öllum í gegnum þau upp í Borgarfjörð. Einnig var kallað CQ TF á endurvarpanum á 145.650 MHz. Þessir mættu: TF3GZ, TF3JB og TF8YY.

Hugmyndin er að hittast á 80 metrum (og VHF/UHF) á fimmtudagskvöldum kl. 20, a.m.k. þar til hægt verður að opna félagsaðstöðuna í Skeljanesi á ný.

Í kvöld var í gangi RSGB keppni á SSB á 80 metrunum, auk þess sem DX skilyrði voru góð, þannig að það var mikið QRM…en það hjálpaði að færa fjarskiptin 1 kHz niður frá 3637 kHz. Hugmyndin er annars, að vera einnig QRV á 80 metrum á laugardags- og sunnudagsmorgnum frá kl. 11.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

2 × 5 =