,

NÁMSKEIÐIÐ “FYRSTU SKREFIN” Á FIMMTUDAG

Á morgun, fimmtudag 11. maí verður námskeiðið: Fyrstu skrefin í boði í Skeljanesi kl. 17:00-19:00. Óskar Sverrisson, TF3DC leiðbeinir.

“Fyrstu skrefin” eru hugsuð jafnt fyrir nýja sem eldri leyfishafa sem óska eftir tilsögn/leiðbeiningum um hvernig best er að standa að því að fara í loftið. Í boði eru einkatímar með reyndum leyfishafa sem kynnir grundvallaratriði og hefðir.

Markmiðið er að leyfishafi öðlist öryggi í fjarskiptum. Rætt er um áhugamálið og spurningum svarað og að því búnu farið í loftið í fjarskiptaherbergi félagsins. Námskeiðið er einnig hugsað fyrir þá sem t.d. vilja komast í loftið á FT8, RTTY o.fl. en vantar e.t.v. leiðbeiningar. Tímasetning og yfirferð er samkvæmt samráði – en ef þörf er á að menn hittist aftur, er það í boði.

Skráning hjá Óskari Sverrissyni, TF3DC í síma 862-3151 eða með tölvupósti; oskarsv hjá internet.is

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

ten − four =