,

NÁMSKEIÐ Í SÉRFLOKKI

Hraðnámskeið var í boði á vetrardagskrá ÍRA sunnudaginn 1. mars þegar Yngvi Harðarson, TF3Y, mætti í Skeljanes með upprifjunarnámskeið á Win-Test keppnisforritinu.

Yngvi, sem hefur mikla reynslu af notkun Win-Test, fór vel yfir uppsetningu, notkun og viðhald forritsins. Hann sýndi uppsetninguna (skref fyrir skref), uppfærslu gagna, tengingarmöguleika og stillingar (fyrir mismunandi keppnir), auk þess sem nytsamar ábendingar um notkun fylgdu.

Hann fór vel yfir getu og möguleika forritsins, bæði í „Run“ og „S&P“ ham. Og fjallaði um mismunandi eiginleika í CW, SSB og RTTY keppnum, þ.á.m. stillingu tengiviðmóts, wtDX Telnet (hliðarforritisins) og uppsetningu á „Voice keyer“, RIGblaster og MicroHam búnaði. Þá kynnti hann nytsemi og möguleika mismunandi glugga á skjánum, út frá eigin reynslu.

Loks sýndi hann samhæfingu stöðvar og forrits með því að tengja eigin stöð á staðnum, þ.e. Elecraft KX-2. Glærur verða settar inn á heimasíðu, en þar til má smella á hlekkinn:  http://bit.ly/2PD61mZ

Alls mættu 12 félagar og 1 gestur í Skeljanes þennan veðurmilda og ágæta vetrarmorgun í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA þakkar Yngva fyrir vandað, nytsamt og vel undirbúið námskeið.

Skeljanesi 1. mars. Yngvi Harðarson TF3Y flutti upprifjunarnámskeið um Win-Test forritið.
Ein af mörgum fróðlegum glærum sem Yngvi sýndi um Win-Test forritið.
Við ræðupúltið í Skeljanesi. Yngvi tók með sér eigin stöð, Elecraft KX2 og sýndi á skemmtilegan hátt samhæfingu forrits og stöðvar.
KX2 stöðin frá Elecraft er vel búin QRP stöð fyrir 80-10 metra böndin. (Ljósmyndir: TF3JB).

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four × five =