,

MÁLAÐ YFIR VEGGJAKROT

Rúm vika er síðan men urðu varir við að á ný var búið að mála fleiri en eitt „listaverk“ á langa bárujárnsvegginn á lóðinni við Skeljanes. Félagsmaður okkar, Baldvin Þórarinsson, TF3-Ø33 var óhress með þennan verknað enda síðast í byrjun júní s.l. sem hann málaði yfir samskonar „listverknað“.

Rigningardagar undanfarið hafa hamlað málningarvinnu utanhúss, en í dag, 24. ágúst mættu menn í Skeljanes og var rennt yfir bárujárnsveginn með málningarkústi. Aðkoman að húsinu er nú allt önnur, sbr. meðfylgjandi ljósmyndir. Þakkir til Flügger lita sem útvegaði málninguna.

Þakkir til Baldvins, TF3-Ø33 fyrir dugnað og góða aðstoð.

Stjórn ÍRA.

Svona var aðkoman áður en Baldvin hófst handa.
Baldi var ánægður með málninguna og sagðist bjartsýnn á að nú fengið þetta að vera í friði.
Verkefninu lokið. Allt önnur aðkoma að húsinu. Ljósmyndir: TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

two × 1 =