,

JOTA JOTI er um helgina, tilvalið að skreppa austur í Sólheima.

jotajoti2016-logo-design-300px

Krækja á upplýsingar um JOTA-JOTI.

Radíóskátar verða austur í Sólheimum um helgina og aðalfjörið hefst þar klukkan tvö eftir hádegi í dag. Allir radíóamatörar eru velkomnir og meira en það, tilvalið að skreppa á staðinn í góða veðrinu og hjálpa til við að kynna áhugamálið, lyfta hljóðnema eða taka í lykil og fá sér kaffi, segir Vala. Þau Vala, TF3VD og Birgir Thomsen, TF1BT sjá um virknina Í Sólheimum.

Skátafélagið Klakkur á Akureyri tekur þátt í JOTA JOTI um helgina í skátaheimilinu Hyrnu á Akueyri. Hópur skáta gisti þar í nótt og er þegar kominn á fullt á internetinu og stöð er komin í gang á 20 metrunum, 14.290 kHz uppkallstíðni JOTA. Þau eru tilbúin að hafa sambönd á innanlandstíðnum til dæmis 3570 CW eða 3690 SSB segir Þórður, TF5PX umsjónarmaður amatörstöðvarinnar á staðnum.

k5lbj