,

Jón Ágúst, TF3ZA, verður með fimmtudagserindið

Jón Ágúst Erlingsson, TF3ZA.

Jón Ágúst Erlingsson, TF3ZA, var einn af átta leyfishöfum sem fóru í DX-leiðangur til Jan Mayen sumarið 2011 og starf-
ræktu kallmerkið JX5O. Aðrir leyfishafar (auk Jóns) voru: Stan SQ8X; Vicky SV2KBS/LA7VPA; Bernhard HB9ASZ;
Leszek NI1L; Björn SM0MDG; Tom SQ9C; og Pete SQ9DIE. Þrátt fyrir tiltölulega óhagstæð skilyrði hafði hópurinn alls
17.844 QSO.

Hópurinn sigldi með skútu frá Dalvík og kom til Jan Mayen að morgni 6. júlí. Nokkru fyrr var haldið heim til Íslands á ný
en áætlað var (vegna slæms veðurútlits) og var síðasta sambandið frá JX50 haft þann 14. júlí kl. 14:10. Skútan kom svo
í höfn á Ísafirði tveimur dögum síðar. Hópurinn upplifði ekki einvörðungu slæm skilyrði í stuttbylgjusviðinu (6, 10 og 12
metra böndin voru t.d. einfaldlega lokuð…) heldur lentu þeir einnig í leiðindar veðri (kulda og hvassviðri) með tilheyrandi
erfiðleikum þar sem tjöld hópsins fuku ofan af þeim í þrígang.

Jón Ágúst mun sýna myndir úr leiðangrinum og lýsa því hvernig það er að sigla um borð í skútu til Jan Mayen og þurfa
að taka allt með sér, en hópurinn þurfti að taka með sér allan búnað, þ.m.t. ljósavélar og eldsneyti (en enga þjónustu af
neinu tagi er að fá á eyjunni). Þá mun hann lýsa upplifuninni hvernig það er að starfrækja stöð frá JX landi og lýsa kös-
unum (e. pile-ups) á lægri böndunum. Einnig mun hann lýsa náttúrunni á eyjunni. Þess má geta, að Jón Ágúst er sonur
Erlings Guðnasonar, TF3EE.

Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að fjölmenna. Veglegar kaffiveitingar verða í boði félagsins.

Alls fara átta leyfishafar til Jan Mayen; hér eru fimm þeirra. Jón Ágúst, TF3ZA, er fjórði frá vinstri. Ljósm.: TF3ARI.

Fróðleikur um Jan Mayen. Eyjan er í um 600 km fjarlægð norðaustur af Íslandi, um 500 km frá austurströnd Grænlands
og um 1000 km í vestur frá Noregi. Hún er 55 km á lengd og alls um 370 ferkílómetrar að stærð. Jan Mayen er eldfjalla-
eyja og jöklar þekja um þriðjung hennar. Meðalhitinn í júlí er 5°C og víst ekki óalgengt að hitastigið sé við frostmark um
nætur.

Norski herinn og norska veðurstofan halda úti bækistöðvum á eyjunni og þar búa að staðaldri um 20 manns, en yfir
sumartímann fjölgar, bæði af vísindamönnum sem stunda rannsóknir og tjaldferðalöngum (líkt og DX-leiðangursmönnum).
Nánast engin aðstaða er þó fyrir ferðamenn þannig að ferðamenn þurfa að láta berast fyrir í tjöldum. Norski herinn annast
flug til Jan Mayen frá Bodö í Noregi og er flogið með vistir og búnað ca. á 6 vikna fresti.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 × 1 =