,

JOHN ON4UN ER LÁTINN

Íslandsvinurinn John Devoldere, ON4UN hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað. Claude, ON4CK, formaður landsfélags radíóamatöra í Belgíu (UBA) tilkynnti um lát hans í dag, þriðjudaginn 10. nóvember. John var á 80. aldursári.

Margir íslenskir leyfishafar þekktu John og höfðu sambönd við hann í gegnum áratugina en John var mikill CW maður, auk þess að vera virkur á SSB. Hann átti langan feril innan UBA og var þar í trúnaðarstörfum frá árinu 1963 uns hann var skipaður heiðursformaður UBA árið 2009. John var mikilhæfur í skrifum um málefni radíóamatöra og skrifaði m.a. bækur um loftnet og útbreiðslu radíóbylgna. Hann heimsótti Ísland síðast árið 2011.

Um leið og við minnumst Johns með þökkum og virðingu færum við fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur.

Fyrir hönd stjórnar ÍRA,

Jónas Bjarnason, TF3JB
formaður

John Devoldere, ON4UN, gerði góðan stans á landinu þann 4. ágúst 2011 á leið vestur um haf. Þetta var einkaheimsókn til Vilhjálms Þórs Kjartanssonar, TF3DX og konu hans, Guðrúnar Hannesdóttur, TF3GD. Jónas Bjarnason, TF3JB og Kristján Benediktsson, TF3KB, áttu þess kost að hitta John á heimili þeirra hjóna. Við það tækifæri var honum formlega afhent eintak af ritinu Siðfræði og samskiptasiðir radíóamatöra sem er þýðing Vilhjálms Í. Sigurjónssonar, TF3VS, á riti þeirra John Devoldere, ON4UN og Mark Demeuleneere, ON4WW, Ethics and Operating Procedures for the Radio Amateur. Fram kom, að íslenska þýðingin, sem ÍRA gaf út þann 13. ágúst 2009 var 2. tungumálið sem ritið var þýtt á yfir heiminn.

Við sama tækifæri afhenti John ÍRA að gjöf bókina ON4UN‘s Low-Band DXing. Um er að ræða 5. útgáfu bókarinnar. Á myndinni að ofan tekur Jónas Bjarnason TF3JB formaður ÍRA við gjöfinni. John áritaði bókina með eftirfarandi texta: „To all Í.R.A. members. Enjoy the book and good luck on the low bands. Iceland, 4. August 2011, John Devoldere, ON4UN“. Ljósmynd: Jón Svavarsson TF3JON.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 × 3 =