Frétt barst frá SM5DJZ í gær um IOTA-keppnina sem verður um næstu helgi.
IOTA keppnin eða Eyjar í loftinu keppnin er tilvalin fyrir ykkur sem vantar einhver lönd eða svæði í loggana. Margir taka þátt án þess að sækjast eftir verðlaunasæti en hafa meiri áhuga á að ná sjaldgæfari kallmerkjum.
Gott væri ef þau ykkar sem vita eitthvað meira um IOTA-keppnina bættuð við fréttina eða settuð inn umsögn – comment – leiðbeiningar til okkar sem ekki hafa tekið þátt áður.
Á heimasíðu ÍRA er meðal annars að finna frétt um þátttöku TF7X í keppninni á árinu 2010 en þá kom hingað hópur þýzkra radíóamatöra og setti upp stöð með kallmerkinu TF7X í Vestmanneyjum.
TF7X í IOTA 2010
Á heimasíðu ÍRA frá því í fyrra er frétt um IOTA 2012 en þar koma fram ýmsar góðar upplýsingar.
IOTA 2012
IOTA

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five × 5 =