,

IOTA keppnin 2012 nálgast

Islands On The Air eða IOTA keppnin 2012 verður haldin um þarnæstu helgi, þ.e. 28.-29. júlí n.k. Keppnin hefst kl. 12 á hádegi á laugardeginum og lýkur á sama tíma á sunnudag. Markmiðið er að ná samböndum við eins margar aðrar stöðvar radíóamatöra um heiminn eins og frekast er unnt. Sambönd við leyfishafa á eyjum sem hafa IOTA-númer gefa margfaldara.

Þátttakendur hér á landi gefa upp QSO númer sem hefst á 001 + IOTA númer; t.d. EU-71 ef leyfishafi er staddur í Vestmanna eyjum, EU-168 ef leyfishafi er staddur á einhverri annarri eyju við Ísland og EU-021 ef menn eru staddir á fastalandinu (þ.m.t. í Reykjavík).

Keppnin fer fram 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Í einmenningsriðli, er val um að keppa á morsi, tali eða blöndu hvoru tveggja (e. mixed mode). Þá geta menn valið um keppnisriðil eftir aflflokkum, þ.e. 5W, 100W eða 1000W. Loks má velja um að keppa með eða án aðstoðar (t.d. án auka viðtækis o.s.frv.). Skila þarf keppnisdagbókum fyir 19. ágúst n.k. til RSGB.

Sjá keppnisreglur á þessari vefslóð: http://www.rsgbcc.org/hf/rules/2012/riota.shtml

Sjá upplýsingar um stöðvar sem tilkynnt hafa um þátttöku (ekki skylda): http://www.ng3k.com/misc/iota2012.html

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 + 9 =