,

VÍSBENDINGAR UM OPNUN 3. DESEMBER

.

.

Stjórn ÍRA hefur ákveðið að félagsaðstaðan í Skeljanesi verði lokuð áfram næstu tvo fimmtudaga, þ.e. 19. og 26. nóvember vegna Covid-19 faraldursins.

Góðar vísbendingar eru um að sóttvarnalæknir muni slaka á kröfum vegna farsóttarinnar í nýrri umsögn til heilbrigðisráðherra í lok mánaðarins (eða fyrr). Gangi mál á besta veg, ættum við að geta opnað á ný 3. desember n.k.

Stjórn félagsins mun hittast á fundi síðar í þessum mánuði. Þá verður tekin ákvörðun um að bjóða upp á starfsemi á vegum félagsins yfir netið. Niðurstaða verður kynnt sérstaklega.

Það er von okkar að þessari ákvörðun fylgi ríkur skilningur.

Stjórn ÍRA.

.

.

Stöplaritið sýnir fjölda smita innanlands frá 16.6.-15.11. Þessar upplýsingar vekja vonir um að slakað verði á kröfum í lok mánaðarins (eða fyrr) þegar ráðherra gefur út nýja reglugerð fyrir tímabilið 1.-14. desember n.k. Heimild Covid.is
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

10 − 10 =