,

GÓÐAR UMRÆÐUR Í SKELJANESI 6. JÚNÍ

Góð mæting var á opið hús í félagsaðstöðunni fimmtudaginn 6. júní. Mest var rætt um heimaloftnet og bílloftnet á HF; enda sumarið loftnetatími hjá radíóamatörum.

Þrjú loftnet voru til sýnis á staðnum. AM PRO 160 bílloftnet fyrir 160m (kostar £41.46 frá NevadaRadio UK); ½λ tvípóll fyrir 6m (kostar £14.96) og ½λ Halo tvípóll fyrir 6m (kostar £41.63). 50 MHz loftnetin voru keypt frá Moonraker UK. (Halo loftnetið er svokallaður „beygður“ tvípóll, rétthyrndur í lögun og óstefnuvirkur).

TF3JB skýrði m.a. frá, að hann noti 1.8 MHz bílnetið fest við húsþakið með járnið á þakinu sem mótvægi. Það hafi komið ótrúlega vel út, því á tímabilinu 11.11.2018-11.2.2019 hafði hann QSO við alls 54 DXCC einingar á FT8 tegund útgeislunar og fékkst síðasta landið staðfest 31. maí s.l. Menn sýndu 50 MHz loftnetunum einnig áhuga, enda er 6 metra „vertíðin“ að hefjast um þessar mundir.

Mæting var góð í Skeljanes þetta fallega sumarkvöld í Reykjavík, alls 15 félagar og 2 gestir.

Loftnet eru óþrjótandi umræðuefni yfir góðu kaffi. Frá vinstri: Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, Sigurður Óskar Óskarsson TF2WIN og Georg Magnússon TF2LL. Sjá má AM PRO 160 bílloftnetið næst myndavélinni á borðinu. Heildarlengd er 260 sentímetrar, þ.e. undirstilkur er 58cm, spóla 42cm og toppur 160cm. Þar fyrir ofan er 1/2 bylgju tvípóllinn fyrir 6 metrana og Halo tvípóllinn fyrir 6 metrana, pakkaður í plast.
Frá vinstri: Georg Magnússon TF2LL, Kristján Benediksson TF3KB, Sigurður Óskar Óskarsson TF2WIN og Wilhelm Sigurðsson TF3AWS.
Heimaloftnetin rædd við stóra borðið. Fyrir enda borðs: Þórður Adolfsson TF3DT, Einar Kjartansson TF3EK (Þórði á vinstri hönd), síðan Mathías Hagvaag TF3MH, Jón E. Guðmundsson TF8-02Ø, Jón Björnsson TF3PW og Benedikt Sveinsson TF3T. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

5 × one =