,

11. Stjórnarfundur ÍRA 2016

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Sérstakur fundur með prófnefnd ÍRA

Skeljanesi, 20. október 2016.

Fundur hófst kl. 20:00 og var slitið kl. 22:00.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3EO, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3WZN, varamaður TF8KY og varamaður TF3NE.

Mættir: TF3JA, TF3DC, TF3EK, TF3WZN og TF3NE.

Mættir frá prófnefnd: TF3DX formaður, TF3VS, TF3KB, TF3KX og TF3EK. (TF3EK með tvo hatta hér). Einnig var mættur á fundinn TF3GW sérfræðingur okkar í reglugerðarmálum innan lands og utan og umsjónarmaður með reglugerðarhluta amatörprófa.

Fundarritari: TF3DC

Dagskrá

1. Tilgangur fundar með prófnefnd

Formaður TF3JA setti fund og þakkaði prófnefnd fyrir að gefa sér tíma til að hitta stjórn. Tilefnið væri að skiptast á upplýsingum og fara fyrir þetta mikilvæga hagsmunamál og verkefni sem eru námskeið og próf fyrir verðandi radíóamatöra. Og svo önnur mál eins og reglugerðarmál og umsagnir um leyfisveitingar þar sem Prófnefndin hefur verið stjórn ÍRA til ráðgjafar.

Lagði Jón Þóroddur fram dagskrá fundarins sem send hafði verið stjórnarmönnum og prófnefndarmönnum ásamt greinargerðum og upplýsingum eftir því sem við á.

2. Upprifjunarnámskeið og próf að því loknu

Stjórn ÍRA hefur samþykkt að halda viku upprifjunarnámskeið dagana 12. til 18. nóvember og stefna að prófi þann 19. nóvember. Námskeiðið verður opið fyrir alla og verður kynnt og auglýst innan skamms.

3. Skýrsla prófnefndar um starfið á árinu.

Umræður um námskeið og próf almennt. Rætt um forsendur og drifkraft þeirra sem stefna á að hækka leyfisréttindi úr N-leyfi í G-leyfi. Ræddu fundarmenn svona almennt um þetta og í sögulegu samhengi. Á þessari stundu er vitað um fimm sem stefna á að fara í prófið þar af eru þrír þeirra leyfishafar nú þegar.

  • Í máli TF3DX og prófnefndarmanna koma fram að það eru ekki reikningsdæmin sem komu illa út sbr. síðasta próf eða skýra að prófmenn nái ekki markmiðum sínum.
  • Villi fór yfir „Reynismálið“ sem eitt af verkefnum prófnefndar þ.e. Íslendingur með próf og leyfisbréf í DK sótti um leyfi á Íslandi. Og vísaði til greinargerðar Prófnefndar í þessu sambandi sem send hefði verið stjórn. (fsk. 1)
  • Villi rifjaði upp verklag og framvindu máls við síðustu reglugerðarbreytingu sem tók tvö ár og vísaði til upplýsingablaðs Prófnefndarinnar frá 4. okt. 2016 (fsk. 2) með samantekt og vísunum á tengla – með öllum upplýsingum og skýrslugerð – og þar sem ferill málsins er rakinn. Reglugerðin var svo gefin út nr. 298, 5. apríl 2002. Prófnefndin ráðleggur stjórn ÍRA að undirbúa fyrirhugaða reglugerðarbreytingu vandlega og tryggja sammæli um tillögur félagsins áður en þær verða lagðar fyrir P&F.
4. Umsagnir ÍRA um notkun á kallmerkjum.

Tillaga að tölvupósti til að senda á alla félaga ÍRA fylgir.

Málið varðar svokölluð CEPT-leyfi og greinarmun sem gerður er á persónulegu kallmerki og klúbbstöðvarkallmerki. En framkvæmdin mun vera misjöfn, jafnvel þó miðað sé við hin Norðurlöndin. TF3VS í Prófnefnd og fyrrum tengiliður ÍRA við P&F vakti strax athygli á að eðli máls samkvæmt væri það ekki hlutverk ÍRA að gefa umsögn um slík leyfi.

5. Kynning á ósk stjórnar um breytingu á reglugerð sem ætlunin er að leggja fyrir félagsfund.
  • Nýr leyfisflokkur, svipuð heimild og N-leyfi en með 10% af aflheimild. Prófkröfur miðist við fjögurra klst. námskeið.
  • Fella niður tilvísun í landshluta við notkun á kallmerkjum. TF3XX geti notað það kallmerki hvar sem hann fer um landið. Ályktun félagsfundar frá 2008 um kallmerki fylgt eftir.

Rætt um nýjan „entry level“ leyfisflokk. Á því sviði var ÍRA frumkvöðull á sínum tíma fyrir rúmum 40 árum með Nýliðaleyfinu. Síðar urðu breytingar hjá okkur sem í stórum dráttum fylgdu þróuninni annars staðar í Evrópu. Rætt um námsefnisskrá og menn nokkuð sammála um að ekkert þar mætti fella niður.

Varðandi kallsvæðamálið væri ljóst að einfaldara væri fyrir leyfishafa að virkja stöðina sína hvar sem þeir væru staddir á landinu og að af meiru væri að taka við kallmerkjaúthlutun til nýrra leyfishafa en er miðað við núverandi framkvæmd. Þetta þýddi ekki að verið væri að fella niður kallsvæðaskiptinguna gagnvart keppnum eða Útileikunum.

6. Önnur mál.

Engin önnur mál komu fram.

 

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

9 − five =