Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Kolbeinsmýri 14, 15. janúar 2013.

Fundur hófst kl. 16:00 og var slitið kl. 21:30.

Stjórn: ?

Mættir: TF3JB, TF3BJ, TF3UA og TF3EE

Fundarritari: TF3UA

Dagskrá

1. Dagskrá samþykkt samhljóða
2. Fundargerð seinasta fundar samþykkt samhljóða
3. Innkomin/útsend erindi

a) Jákvæð umsögn hefur verið send PFS um úthlutun kallmerkisins TF3OZ til Óskars
Þórðarsonar .

b) Myndrit af reglum um „Radíó-leyfi áhugamanna“ frá 7. febrúar 1947 hefur borist frá PFS.
Stjórn ÍRA þakkar PFS þá sendingu enda gagnlegt að hafa aðgang að reglunum eins og
þær hafa verið í fortíðinni.

c) Erindi hefur verið sent til PFS með ítrekun um úthlutun á 630 metrum ásamt uppfærðri
samantekt um úthlutanir í sviðinu.

d) Frá PFS hafa borist spurningar um óskir félagsins um tegundir útgeislunar á 630 metra
bandinu.

4. Yfirferð verkefna

Farið yfir töfluna sem birt er við enda fundargerðar og hún uppfærð.

5. Yfirferð verkefna í ljósi starfsáætlunar 2012/2013

Farið yfir starfsáætlun stjórnar og starfsemin skoðuð í ljósi hennar. Menn töldu að vel hafi
tekist til við að halda starfsáætlun.

6. Tillaga að viðveruáætlun stjórnarmanna í Skeljanesi 24. janúar til 2.

maí n.k.
Samþykkt.

7. Sérstakur fimmtudagsfundur þann 24. janúar n.k.

VHF-fundur 24.1. TF3AM setur fund og TF3BJ verður fundarstjóri. TF3GL ætlar að afhenda
verðlaunin fyrir VHF leikana 2012. Jafnframt verður rætt um VHF og UHF málefni.

8. Námskeið til amatörprófs

18 þátttakendur eru staðfestir. Enn er vonast til að fá húsnæði í HR.

9. 630 metra bandið

630 m bandið. Ekki er vitað hver bandbreiddin er sem leyfð verður.
10. Félagsstöðin
Umræður urðu um félagsstöðina. Ástand hennar er að mestu leyti í góðu horfi en bæta þyrfti
tölvuna sem notuð er til skráningar sambanda ásamt fleiru.

11. CQ TF

Vænst er þess að blaðið komi út eftir næstu helgi.

12. Önnur mál

Álit orðanefndar rafmagnsverkfræðinga frá 10. janúar um notkun orðsins „radíó“ hefur borist
til eyrna stjórnarmanna. Álitið er á þá lund að orðanefndin er nú samþykk notkun orðsins í
íslensku. Stjórn ÍRA fagnar þessu, enda kemur orðið fyrir í nafni félagsins og má líta svo á að
félagið hafi ávallt óskað þessara málaloka.
Ljósmyndir af stjórn ÍRA 2012-2013 hafa nú verið afhentar formanni og kann stjórn Jóni
Svavarssyni, TF3LMN bestu þakkir fyrir. Jón hefur verið ötull við að mæta með myndavélina á
viðburði félagsins og þar með unnið gott og mikilvægt starf.

13. Fundarslit

Fundi var slitið um kl. 21:30.
Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA

Óunnin verkefni sem ákveðin voru á fundinum og fyrri fundum:

Verkefni Dags. Ábyrgð Verkefnislok
Ljúka við eignaskrá TF3G, TF3EE,TF3SG
Fundargerðir í Google Docs 30.5.2012 TF3UA
Finna umsjónarmann námskeiðs 6.11.2012 TF3JB 15.1.2013
Hringja í félaga sem ekki hafa netfang 27.12.2012 JB, AM,UA, BJ 15.1.2013
Finna keppnisstjóra ÍRA 27.12.2012 Allir
Vinna að námsefnismálum 27.12.2012 JB, UA, BJ
Finna nýjan ritstjóra CQTF 27.12.2012 Allir

Fundargerð aðalfundar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Radisson Blu Hótel Sögu, 19. maí 2012.

Fundur hófst kl. 13:05 og var slitið kl. 16:58.

Mættir voru 24.

Eftirfarandi mættu: <ekki listað í fundargerð>

Aðalfundur Í.R.A. 2012 var haldinn þann 19. maí að Radisson Blu hótel Sögu í Reykjavík. Fundur var settur kl 13:05. Formaður, TF2JB, bauð félagsmenn velkomna og minntist í upphafi tveggja félaga sem létust á starfsárinu. Það eru
Sveinn Guðmundsson, TF3T, sem lést þann 7. september 2011, handhafi leyfisbréfs nr. 24, á 82. aldursári og Ólafur Helgi Friðjónsson, sem lést þann 10. febrúar 2012, handhafi leyfisbréfs nr. 97. Fundarmenn vottuðu þeim virðingu sína með því að rísa úr sætum. Sérstökum kveðjum var komið komið á framfæri við fundinn frá þeim TF6JZ og TF5B sem ekki áttu heimangengt. Fundarmenn voru liðlega 24 talsins eða um 12% af félagsmönnum. Gengið var til dagskrár
samkvæmt ákvæði í 18. grein félagslaga, í 12 tölusettum liðum.

Fundarritari: TF3AM.

Dagskrá

1. Kjör fundarstjóra.

Fundarstjóri var kjörinn TF3VS.

2. Kjör fundarritara

Fundarritari var kjörinn TF3AM.

3. Könnun umboða.

Engin umboð komu fram.

4. Athugasemdir við fundargerð síðasta aðalfundar.

Engar athugasemdir bárust við fundargerð síðasta aðalfundar fyrir tilskilinn frest þann 21. október né heldur frá viðstöddum fundarmönnum.

5. Skýrsla formanns um starsemi félagsins.

Fráfarandi formaður, Jónas Bjarnason, TF2JB, kynnti framlagða skýrslu stjórnar sem er mikið rit, alls 142 blaðsíður. Til samanburðar var skýrslan 103 blaðsíður fyrir síðastliðið starfsár. Að mati stjórnar standa þessi atriði upp úr:

a. 65 ára afmælishátíð Í.R.A. sem haldin var 14. ágúst 2011; alls mættu liðlega 60 manns í félagsaðstöðuna og þáðu kaffiveitingar. Þeim TF3UA, TF3G og TF3SG var sérstaklega þakkað fyrir störf þeirra að vel heppnuðum undirbúningi viðburðarins.

b. Aukið húsnæði félagsins í Skeljanesi fyrir kortastofu og smíðaaðstöðu, sem er hornherbergi á 2. hæð þar sem fjarskiptaherbergi félagsins var áður til húsa fram að haustdögum 2008.

c. Vetrarstarfið sem gekk mjög vel; alls um 30 viðburðir sem voru auglýstir og haldnir og allt að 40 félagar sóttu hvern, sem er afar ánægjulegt. Vetrardagskrá félagsins var í umsjón TF3BJ.

d. Undirbúningur og skipan sérstakrar „EMC-nefndar“ undir forystu TF3UA. Aðrir í nefndinni eru TF3G og TF3Y.

e. Nýtt band, 472-479 kHz, sem samþykkt var á WRC-12 ráðstefnunni í febrúar 2012. Félagið var í samstarfi við Póstog fjarskiptastofnun í nær eitt ár fyrir ráðstefnuna til undirbúnings verkefnisins. Samstarf gekk mjög vel og var skilningur góður og studdi íslenska sendinefndin frumvarpið um nýja bandið á ráðstefnunni, sem er hið sama í öllum þremur svæðum heimsins, þ.e. IARU svæðum 1, 2 og 3.

f. Að lokum, þakkaði formaður samskiptin við Póst- og fjarskiptastofnun sem hafa verið afar góð. Hann nefndi m.a. nýjan kapítula sem hófst þann 16. ágúst (2011) þegar haldinn var samráðsfundur fulltrúa stofnunarinnar og Í.R.A., en þar kom m.a. fram nauðsyn á stofnun EMC nefndar innan félagsins. Önnur mikilvæg niðurstaða var, að nú verða slíkir samráðsfundir haldnir reglulega.

Ársskýrslan er að öðru leyti hefðbundin í uppsetningu, í 11 köflum, þar sem 7. kaflinn um TF VHF leikana 2012 kemur inn nýr. Í „Viðauka A“ eru birtar fundargerðir stjórnar, í „Viðauka-B“ önnur gögn, þ.m.t. starfsáætlun stjórnar, í „Viðauka-C“ eru birtar ljósmyndir úr 65 ára afmæli félagsins og í „Viðauka-D“ er birt yfirlit um gögn Í.R.A. sem eru í vörslu Borgarskjalasafns Reykjavíkur.

6. Skýrslur annarra embættismanna.

Eftirtaldir embættismenn tóku til máls: TF3KX, TF3DX, TF3JA, TF3CY, TF3SG og TF3KB.

TF3KX, ritstjóri CQ TF: CQ TF er gefið út fjórum sinnum á ári með reglulegum hætti. Hann þakkar gott samstarf við höfunda. TF8GX segir: Ég þakka ritstjóra fyrir mjög gott starf.

TF3DX, formaður prófnefndar: Vísar í síðu 123 í skýrslu formanns, þarna sést svart á hvítu að prófin eru ekki endilega flöskuháls, þar sem aðeins 47% þeirra sem ná prófi sem sækja um úthlutun kallmerkja miðað við próf vorið 2011, 2 meðan þeir sem tóku próf í vor eru búnir að sækja um leyfi.

TF3JA, neyðarfjarskiptastjóri ÍRA: Hann nefndi að VHF kerfi Almannavarna sem var á 146 MHz stendur ónotað. Kerfið mun samanstanda af 8 endurvörpum, sem fulltrúar almannavarnadeildar RLR hafa sagt að Í.R.A. standi til boða. Ef til vill þarf að færa þá til í tíðni og setja tónstýringu en e.t.v. megi sækja um aukið tíðnisvið í metrabylgjusviðinu hér, sambærilegu því sem er í Bandaríkjunum.

TF3KX spyr: Stendur bæði rafmagn og aðstaða til boða. TF3JA: Já. Klappað fyrir TF3JA.

TF3CY, stöðvarstjóri TF3IRA: Nýr stöðvarstjóri mun trúlega hefja störf innan skamms og vinnu verður haldið áfram við að bæta aðstöðuna (Innskot ritara: Benedikt lét formlega af störfum sem stöðvarstjóri þann 17. febrúar).

TF3SG, QSL stjóri: Alls voru send tæp 28 kg í fyrra, send í 0,5 kg þyngd hverju sinni í pakka. Flest kort eru send til Þýskalands; reynslan er svipað á þessu ári. Hann þakkar fyrir samstarfið.

TF3KB, IARU tengiliður: Hann upplýsti að eftir að hafa nefnt Ísland af og til í nokkur ár sem fundarstað, þá hafi framkvæmdastjórn IARU fyrir Svæði 1 ákveðið að halda ársfund 2013 á Íslandi; fundinn sækja 12-15 manns. Ef til vill er kostur á að fá hingað IARU fundinn fyrir Svæði 1 árið 2016. Að loknu erindi TF3KB, var orðið laust um skýrslu stjórnar og embættismanna.

TF3HP segir: Ég þakka skýrslurnar. Ég vil nefna að mér þykir slakara að rótórinn fyrir HF greiðuna er ekki í lagi og það sé hægt að snúa greiðunni „endalaust“. Svo þykir mér slakara að VHF stöðin sem keypt var sé enn í kassanum og að ekki sé hægt að hafa samband við Í.R.A. á fimmtudagskvöldum. Ef til vill vantar VHF loftnet en það er reyndar mitt hlutverk. Svo ég vil nefna að ég er boðinn og búinn til að koma að loftnetsvinnu.

TF3CY svarar: Þetta er allt hárrétt hjá TF3HP. Nú hafa verið tveir stöðvarstjórar síðan embættið var stofnað. Ég tel jafnvel að embættið sé „Þrándur í götu“ þess að eitthvað sé gert. Nú er beðið eftir kalli stöðvarstjóra, en áður gengu menn bara í málið. Varðandi rótór, þá hefði verið best að kaupa nýjan en til þess voru ekki efni, og því voru keyptir í hann varahlutir en málinu er ekki lokið. Stöðin á að vera með loftnet á öllum böndum og best væri að ekki þyrfti að fá lánuð loftnet þegar taka á þátt í alþjóðlegum keppnum. TF2WIN segir: Takk fyrir skýrslu. Ef hægt er að fá heilt VHF kerfi frá Almannavörnum þá þarf endilega að þiggja það; slíkt boð kemur ekki aftur. Svo þykir mér verra að heyra ekki af því þegar menn fást við loftnet og missa af því.

TF3SG segir: Ég hringdi í TF4M varðandi loftnetsefni uppi á Rjúpnahæð og spurði hvort Í.R.A. fengi að notfæra sér eitthvað af því, sem hann sagði velkomið.
TF3JA segir: Ég þakka TF2JB sérstaklega fyrir starfið í félaginu sem verður tæplega toppað í bráð. Svo vil ég nefna að ÍRA stöðin er í reynd frábær þótt eitthvað megi betur fara. Ég spyr, hvað með að menn skrifi sig á verkefnalista ef þeir vilja leggja einhverju verkefni lið?

TF2JB segir: Vil benda á umfjöllun um rótor- og loftnetamál TF3IRA í skýrslu stjórnar á bls. 25.

TF3KB segir: Ársskýrslan er frábærlega vel unnin; ég þakka TF2JB fyrir frábært starf.

7. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar.

TF3HP segir: Flott skýrsla. Vil bara nefna, rétt til að vera ekki sammála að mér þykja þrifin léleg og dýr. Og kostnaður um 70 þúsund krónur, miðað við að aldrei er farið út með rusl! Getum við ekki séð um þetta öryggiskerfi hússins sjálf og sparað peninga? Mér finnst þrifin ekki vera 72 þúsund króna virði. TF3HP áfram: Kaffi- og fundarkostnaður er talsverður, þar af er rekstur 42 þúsund krónur. Hvaða rekstur?

TF3G svarar: M.a. kostnaður vegna breytinga á húsnæðisaðstöðu félagsis, þ.m.t. flutningur á milli herbergja.

TF2JB segir: M.a. keyptur bókaskápur frá IKEA, málning og hilluefni. Það heyrist á fundarmönnum að þeim þykir TF3HP vera „pexsamur“ þótt kexið mætti vera annað.

TF3CY segir: Ég er sammála TF3HP um margt. Aurarnir fara í kaffi og blaðaútgáfu en svo eru ekki efni á magnara eða loftneti. Ég vildi sjá aðrar áherslur. En svo má hafa í huga að „við“ erum félagið. Eru ekki einhverjir félagsmenn sem geta annast húsnæðið? Og þá verða meiri peningar í búnað…

TF3KB segir: Það er alltaf erfitt að forgangsraða takmörkuðu fé, og blaðið er mjög mikilvægt fyrir starfið og utanaðkomandi – og fundastarfið hefur verið sérlega gott.

TF3SG segir: Það hefði mátt hækka félagsgjöldin á síðasta ári.

TF3EE segir: Ég er sammála um hækkun félagsgjalda.

TF3UA segir: Áður en þrifin voru pöntuð þá átti til að vera vond lykt í félagsaðstöðunni, en eftir að þrif komust í lag þá hvarf lyktin. Og erum við ekki kaffidrekkandi CQ TF lesendur? Og e.t.v. verður klúbbstöðin ekki miðdepill starfsins. Mér þykir áherslan ágæt. 3

TF3HP segir: Blaðið er gott en það er dýrt að greiða 316 þúsund krónur í þennan lið sem er helmingur árstekna. Og ég nefni hlutabréfin fyrir loftnet sem selt var um árið, þetta voru líklega um 900 þúsund krónur sem brunnu svo í bankahruninu. Ég þakka TF3G fyrir ársreikninga og sérlega TF2JB fyrir ársskýrsluna sem er sérstaklega glæsileg.

TF3KX segir: Varðandi uppgjörið þá er slæmt að vera með tap en þannig er það. Síðasti aðalfundur felldi tillögu um hækkun gjalds. Varðandi CQ TF þá er það rétt að 40% af tekjum fara í blaðið, en þetta er eitthvað sem félagið þarf að ákveða. Varðandi kaffisamsætin, þá þykir mér þeim peningum vel varið, þetta heldur félaginu saman á fundum um áhugaverð málefni. Hvað félagsstöðina varðar, þá er umsjón hennar sjálfboðavinna en félagsaðstaðan er í aðalatriðum í góðu lagi. Spyrja má hvort félagsstöðin sé vel nýtt, t.d. í þjálfun nýrra leyfishafa?
Ekki voru fleiri á mælendaskrá. Reikningarnir voru bornir upp og samþykktir einróma.

8. Lagabreytingar.

Fyrir fundinum lágu eftirtalin frumvörp til lagabreytinga: Við 5. gr. (stjórnarfrumvarp); við 8. gr. (stjórnarfrumvarp); við 23. gr. (frá TF3BJ); um nýja 24. gr. (stjórnarfrumvarp) og við ýmsar greinar (frá TF3JA).
Samkvæmt ákvæði í 26. gr. laga félagsins þurftu tillögur að lagabreytingum að berast stjórn félagsins fyrir 15. apríl s.l. Með tillögum að breytingum skyldu fylgja skriflegar greinargerðir þar sem gerð var grein fyrir ástæðum tillagnanna og væntanlegum áhrifum þeirra. Öll frumvörpin uppfylltu þessar kröfur nema frumvarp TF3JA. Í ljósi þess, lagði fundarstjóri undir hann hvort hann myndi draga frumvarp sitt til baka.

TF3JA tók til máls. Hann nefnir að hann sé sérstaklega óánægður með tímasetningu aðalfundar sem hentar [honum] illa. E.t.v. væri betra að miða starfsárið við almanaksárið. Og orðið „SKAL“ þurfi ekki að koma fyrir í þessum lögum. Og félagið ætti að heita ÍRA en ekki Í.R.A., og CQTF ætti að heita svo en ekki CQTF. Að svo mæltu sagðist hann draga frumvarp sitt til lagabreytinga til baka. Við svo búið var tekið til við umfjöllun um önnur frumvörp.
Um 5. grein. Efnisinnihald frumvarps: Að þeir sem sækja um inngöngu í félagið eftir 30. nóvember greiði hálft árgjald í stað 31. júlí.

Niðurstaða: Samþykkt samhljóða að breyta dagsetningu úr 31. júlí í 30. nóvember. Um 8. grein. Efnisinnihald frumvarps: Við setningu í greininni þess efnis að stjórn sé heimilt að bjóða nýjum félögum 1. árið án félagsgjalds, þá án kjörgengis og kosningaréttar, bætist við fyrir framan „Undir sérstökum kringumstæðum“. Í annan stað komi inn ný setning í greinina: „Stjórn getur veitt afslátt af félagsgjöldum félaga sem búa við erfiðar fjárhagslegar aðstæður“.
Niðurstaða: Stjórn dró til baka tillögu sína um að bæta inn „Undir sérstökum kringumstæðum…“ o.s.frv. Tillaga TF3DX um að taka út, í framhaldi, setninguna „Stjórn er heimilt að bjóða nýjum félögum 1. árið án félagsgjalds, þá án kjörgengis og kosninga-réttar“. Frumvarp stjórnar um að bæta inn setningunni „Stjórn getur veitt afslátt af félagsgjöldum félaga sem búa við erfiðar fjárhagslegar aðstæður“ samþykkt einróma.

TF3KX segir: Þýðir það að þeir sem sækja námskeið greiða lægra gjald?

TF3BJ skýrir: Helmingsafsláttur af félagsgjaldi og námskeiðsgjaldi fyrir nemendur, þannig hefur félagsgjaldið í reynd verið frítt fyrsta árið fyrir nemendur.

TF3HP segir: Fagnar heimild um afslátt til þeirra sem eiga erfitt.

TF3UA segir: Án kjörgengis og kosningarréttar, þetta er ekki gott, vill strika þetta út.

TF3JA segir: Sammála TF3UA.

TF3DX segir: „Undir sérstökum kringumstæð- um“. Illa skilgreint þykir mér; getur breyst milli stjórna.

TF3BJ segir: Stjórnin vildi hafa þetta opið. Það hefur verið áhugi á afslættinum, og stjórnin vill hafa val um að takmarka afslátt.

TF2JB segir: Það er talsvert umstang að fást við innsetningu nýrra félagsmanna, nánast orðin hefð að menn telja að 1. árið sé frítt.

TF3DX segir: Má ekki taka út heimild til að veita 1. árið frítt?

TF3JA spyr: Vill ekki TF3UA draga tillöguna til baka?

Atkvæðagreiðsla um 8. grein: Samþykkt að fella út úr greininni setninguna: „Stjórn er heimilt að bjóða nýjum félögum 1. árið án félagsgjalds, þá án kjörgengis og kosningarréttar“. Tillagan um að skjóta á undan inn orðunum „Undir sérstökum kringumstæðum“ var einnig felld. Hins vegar samþykkt innskotssetningin: „Stjórn getur veitt afslátt af félagsgjöldum félaga sem búa við erfiðar fjárhagslegar aðstæður“. Þessi breyting var samþykkt einróma.
Um 23. grein. Efnisinnihald frumvarps. Bætt verði inn eftirfarandi setningu í greinina: „Nefndin skal halda námskeið svo oft sem þurfa þykir“.
Niðurstaða: Tillagan felld með 13 atkvæðum á móti 4. Aðrir sátu hjá.

TF3BJ skýrir: Það stendur ekkert í lögum félagsins um námskeið, og því er þessi grein til að tengja námskeið við prófnefnd.

TF3DX segir: Tillagan var ekki borin undir prófnefnd og kemur á óvart, og lýst ekki vel á þetta. Mér þykir ekki heppilegt að prófnefndarmenn kenni mikið á námskeiðum enda sé þá betra að fá aðra til að semja prófið, þetta er gert til að halda trausti Póst- og fjarskiptastofnunar. Það má ekki vera hægt að benda á að sömu menn haldi námskeið og ráði því hverjir nái prófi.

TF2JB segir: Tekur undir allt sem TF3DX segir.

TF3HP segir: Í áratug meðan ég var formaður var gengið milli manna og þeir beðnir um að halda námskeið, en núverandi prófnefnd hefur staðið sig vel og það er ekki þörf á þessum breytingum.

TF3JA segir: Ég sá í mörg ár um þessi próf sem starfsmaður P&s, og ég styð

TF3BJ í þessu máli. Það þarf að vera námsskrá og kennari kennir og býr til próf; prófdómari kemur frá PFS.

TF3KB segir: Legg til að þessi tillaga verði betur hugsuð.

TF3KX segir: Sammála TF3DX.

TF2WIN segir: Ég skil tillögu TF3BJ.

TF3KJ segir: Má ekki breyta orðalagi, taka „SKAL“ burt og mýkja orðalag.

TF3KX segir: Námskeið er veruleg vinna og eins að búa til próf og svör, og að finna húsnæði, fjölfalda fyrir námskeið, best að hafa sérstakan hóp í þessu.
Atkvæðagreiðsla um 23. grein: Samþykkir 4, á móti 11. Aðrir sátu hjá. Tillagan felld.

Um [nýja] 24. grein. Efnisinnihald frumvarps: Fjallar um stofnun og skipan svokallaðrar „EMCnefndar“ Í.R.A.

Niðurstaða: Frumvarpið samþykkt samhljóða með þeirri viðbót að setja inn í sviga þýðingu skammstöfunarinnar EMC, þ.e. „Electromagnetic compatibility“.

TF3UA segir: Ég er með breytingu á orðalagi: „….er skipt út einum manni á ári hið mesta“ í stað „SKAL…“.

TF3HP segir: Þarf að skipta um menn í nefndinni, ef þeir vilja sitja áfram?

TF3DX segir: Orðalagið má misskilja. En þess utan er venja að nota orðið „SKAL“ í lögum margra góðra félaga, t.d. í lögum lögfræðingafélagsins. E.t.v. er betra að minnka umfang laganna. En þar sem salurinn hefur bent mér á það þá sé ég að orðalagið er reyndar ágætlega skýrt.

TF3KX segir: Er með vangaveltur; hvað er þetta „EMC“? Það þarf að skýra í greininni fyrir hvað EMC stendur.

TF3UA segir: Það er ekki þörf á að skýra hugtakið betur, vel þekkt hugtak.

TF3KB segir: Má ekki nota íslenska orðið „vaksamhæfni“?

TF3KX segir: Nei, þetta er ekki nægjanlega skýrt.

TF2WIN segir: Þetta er ekki góð tillaga, þá þarf að hafa allar nefndir í lögum félagsins, t.d. „Vitahelgarnefnd…“.

TF3CY segir: Nefndir eru mismikilvægar í félaginu, með þessari grein er verið að tryggja að þessi nefnd sé starfandi.

TF3DX segir: Ég styð TF3CY. Auk þess er þessi nefnd til að tryggja samskipti við yfirvöld.

TF2JB segir: Greinar af þessu tagi eru m.a. í lögum tveggja stærstu amatörafélaga í Evrópu.

TF3Y segir: Nefnd sem stofnuð er í lögum félagsins er miklu sterkari gagnvart stjórnvöldum en ella, sem gæti verið styrkur fyrir félagsmenn, og það er best tryggt að nefndin sé virk með því að setja um hana formlega reglu.

TF3Y dregur til baka tillögu um „SKAL“. TF3KX dregur til baka tillögu um skýringar um EMC.

Breyting frá TF3KX: Bætt innan sviga skýringu á merkingu skammstöfunarinnar „EMC“.

Samþykkt samhljóða. Atkvæðagreiðsla um nýja grein 24. Samþykkt samhljóða.
TF3HP biður um orðið: Er með óundirbúna lagabreytingu, með samþykki aðalfundar, um fastskipaða nefnd félagsins. Stjórn SKAL setja námskeiðsnefnd á laggirnar í samræmi við tillögu TF3BJ.

TF3CY segir: Námskeiðsmál hafa verið í ágætum farvegi og því væri rétt að útfæra þessar hugmyndir nánar í næstu stjórn.

TF3UA segir: Stofnun skólanefndar er e.t.v. ekki góð hugmynd nú; þetta þarf að hugsa og ræða í þeim hóp sem helst hefur starfað að þessum málum.

Þá var komið að hinni sívinsæla dagskrárlið, kaffihlé.

Eftir kaffihlé.

Fundarstjóri: Nú er dregið úr seðlum með nöfnum fundarmanna um nýja Baofeng UV-3R Mk.II 2-5W VHF/UHF FM-handtalstöð.

Niðurstaða: TG3G var dreginn. Hann segir: „Ég á svona stöð og afhendi hana til dráttar öðru sinni“. Dregið öðru sinni: TF3JA var dreginn, hann tók við henni með brosi á vör og hélt smá þakkartölu (reyndar mest um „tónskvelsa“).

9. Stjórnarkjör.

Úr stjórn: TF3G og TF3UA (sátu sitt síðara ár). Eftir sitja: TF3CY og TF3BJ (sitt síðara ár). TF3G gefur ekki kost á sér áfram.

Kosning formanns til eins árs: TF2JB gefur kost á sér, kjörinn með lófataki. Tveir stjórnarmenn til tveggja ára: TF3UA og TF3AM, kjörnir með lófataki. Tveir varamenn til eins árs: TF3EE og TF2WIN, kjörnir með lófataki.

10. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara.

Nú eru TF3DC og TF3HK og TF3VS til vara. Allir endurkjörnir með lófataki.

11. Ákvörðun árgjalds.

TF3G, gjaldkeri, gerir tillögu um 6 þúsund krónur í nafni fráfarandi stjórnar.

TF3JA segir: Þykir tillaga um árgjald há, betra að fá framlög þeirra sem eiga aura til að styrkja tækjakaup. Og spara allt sem hægt er.

TF3CY segir: Það er óhjákvæmilegt að hafa meiri tekjur.

TF2JB segir: Bendir á að félagsgjald var 5 þúsund krónur árið 2008 en var lækkað í 4 þúsund krónur fyrir 2009 og hefur verið óbreytt síðan.

TF3SG segir: Ef hægt er að innheimta félagsgjöld án útsendingu greiðsluseðla þá sparast seðilgjöld. Atkvæðagreiðsla: Árgjald 6 þúsund krónur samþykkt samhljóða.

TF3JA bað um orðið og vill það skráð í fundargerð að hann sé mótfallinn tillögunni.

12. Önnur mál.

TF3KB segir: Þannig er með námskeiðshald og nefndir, að það þýðir lítt að vísa máli á nefnd ef hún hefur ekki áhuga á því því; þetta stendur og fellur með þeim sem þar starfa hverju sinni. Ég vil nefna „lærlingsleiðina“ sem leið til að fjölga amatörum; ef hver gæti fengið einhvern einn til að vinna með. Hvað með að endurvekja þessa hugmynd og hafa úthugsað útspil þegar næst er tekið á þessum málum? Vil nefna að TF var fyrst amatörfélaga með nýliðaleyfið á sínum tíma sem aðrar þjóðir tóku síðan upp.

TF3HP segir: Styð tillögu TF3KB um að lyfta „Elmer“-starfinu á hærri stall.

TF3KJ segir: Hvað með gamla nýliðaprófið, og morsið þar með, má ekki taka það aftur upp?

TF3UA upplýsir: Tillaga um minningarsjóð um látna félagsmenn; þegar félagsmenn hafa fallið frá þá hefur oft verið sendur krans, sem er virðingarvert, en það fylgir talsverður kostnaður. E.t.v. mætti heldur nota slíka fjármuni til að eignast búnað til útláns eða útleigu (til nýrra félaga) svo og tæki sem hafa verið í eigu félaga sem fallið hafa frá.

TF3KX segir: Verðugt verkefni og sammála.
Framtakinu fagnað með lófataki.

TF3UA upplýsir: Um EMC nefndina. Í nefndina var valinn hópur sem gæti verið amatörum til aðstoðar og yfirvöldum, ef svo ber undir. Vísar í fréttir í vikunni um úrskurð Póst- og fjarskiptastofnunar í deilu um útsendingar amatöra og hættu á heilsutjóni; í úrskurðinum var slíkri hættu hafnað.
Næst var úrskurður Póst- og fjarskiptastofnunar nr. 112/12 yfirfarinn. Hann var birtur 16. maí á heimasíðu PFS undir fyrirsögninni: „Fjarskiptabúnaður radíóáhugamanns ekki talinn valda skaðlegri geislun“. Fundurinn samþykkti að fagna faglegri aðkomu stofnunarinnar að málinu og skilmerkilegri framsetningu í greinargerð.

TF3KX spyr: Varðandi EMC nefndina, hvað með áhrif af tækjum annarra?

TF3UA segir: Hugmynd með EMC nefndinni er að aðstoða amatöra eins og hægt er.

TF3KB segir: EMC er erfitt þegar truflanir hverfa þegar slökkt er á tækjunum. En, þúsundir tækja trufla mikið. Hvernig á að bregðast við slíkum málum? – Að, ekki sé talað um innflutning slíkra tækja.

TF3UA svarar: Félagar í öðrum löndum hafa sent út viðvaranir vegna sumra gerða LED pera sem trufla mikið, en aðrar trufla alls ekki.

TF3KJ segir: Man eftir hitastilli á vegg sem truflaði hjá mér.

TF3KX spyr: Ætti félagið að eiga eða hafa aðgang að búnaði sem nota má til að leita uppi truflanir.

TF3DX segir: Sá sparperur í stórmarkaði sem ekki voru CE merktar. Mætti skapa vettvang til tilkynninga?

TF3JA spyr: Hvað þarf tækið að vera næmt?

TF3CY segir: SDR viðtæki væri fínt. Fleira var ekki gert.

13. Önnur skjöl

Ársskýrsla formanns: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2018/03/20120519-arsskyrsla_ira-tf3jb.pdf

Ársreikningur: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/Ársreikningur-ÍRA-2011-2012.pdf

Fundargerð aðalfundar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Radisson Blu Hótel Sögu, 21. maí 2011.

Fundur hófst kl. 13:05 og var slitið kl. 15:20.

Mættir voru 24.

Eftirfarandi mættu: <ekki listað í fundargerð>

Formaður félagsins, Jónas Bjarnason TF2JB, setti fundinn 13:05 og minntist látinna félaga á árinu. Þeir voru: Matthías Björnsson, TF3MF, sem lést 8. desember 2010. Hann var leyfishafi nr. 139 og á 89. aldursári. Haukur Nikulásson, TF3HN, lést 9. maí 2011. Hann var leyfishafi nr. 129 og var á 56. Aldursári. Fundarmenn vottuðu þeim virðingu sína með því að rísa úr sætum. Alls sóttu 24 félagsmenn fundinn úr kallsvæðum TF1, TF2, TF3, TF5 og TF8 samkvæmt skráningu í viðverubók (sem er sami fjöldi og á fyrra ári).

Alls sóttu 24 félagsmenn fundinn úr kallsvæðum TF1, TF2, TF3, TF5 og TF8 samkvæmt skráningu í viðverubók (sem er sami fjöldi og á fyrra ári).

Fundarritari: Erling Guðnason, TF3EE.

Dagskrá

1. Kjör fundarstjóra.

Formaður gerði það að tillögu sinni að Kristinn Andersen, TF3KX, yrði kjörinn fundarstjóri. Aðrar tilnefningar bárust ekki og var tillagan samþykkt samhljóða.

2. Kosinn fundarritari

Fundarstjóri tók við stjórn fundarins og lýsti eftir tilnefningum í embætti fundarritara. Fram kom tillaga um Erling Guðnason, TF3EE. Aðrar tilnefningar bárust ekki og var tillagan samþykkt samhljóða.

3. Könnuð umboð

Eitt umboð kom fram frá Reidari J. Óskarssyni, TF8RON, til Sigurðar Smára Hreinssonar, TF8SM. Umboðið var kannað og úrskurðað löglegt. Fleiri umboð komu ekki fram.

4. Athugasemdir við fundargerð síðasta aðalfundar

Engar athugasemdir bárust við fundargerð síðasta aðalfundar né heldur frá viðstöddum fundarmönnum og var hún samþykkt samhljóða.

5. Formaður gefur skýrslu um starfsemi félagsins

Formaður flutti skýrslu um starfsemi félagsins og kynnti framlagða skýrslu um starfsemi liðins árs. Hann fór yfir helstu þætti í félagsstarfinu og nefndi sérstaklega vinnu við VHF/UHF loftnet í félagsaðstöðunni og nefndi m.a. góð störf fyrri stjórna og færði Sveini Braga Sveinssyni, TF3SNN, sérstakar þakkir fyrir gott vinnuframlag. Sigurði Harðarsyni, TF3WS, voru einnig færðar þakkir fyrir gott vinnuframlag í þágu félagsins við endurvarpa í Reykjavík og í Bláfjöllum. Formaður þakkaði einnig framlag þeirra Jóns Þórodds Jónssonar, TF3JA; Guðmundar Sigurðssonar, TF3GS; og Þórs Þórissonar, TF3GW; fyrir góð störf að endurvarpamálum. Hann þakkaði Erling Guðnasyni, TF3EE, góð störf og metnaðarfull við undirbúning vetraráætlunar félagsins og Kjartani H. Bjarnasyni, TF3BJ, skólastjóra yfirstandandi námskeiðs félagsins til amatörleyfis fyrir fagleg og góð störf á þeim vettvangi. Formaður nefndi sérstaklega og þakkaði gott samstarf við Póst og fjarskiptastofnun (PFS) og nefndi til sögunnar framlengdar heimildir til íslenskra leyfishafa á 500 kHz, 5 MHz og á 70 MHz, en íslenskir radíóamatörar fengu, á starfsárinu, 150 kHz heimild á 5 MHz í stað átta fastra rása áður. Ísland er þar með komið í hóp leiðandi þjóðríkja innan IARU Svæðis 1 hvað varðar leyfisveitingar í þessum tíðnisviðum. Á starfsárinu fékkst ennfremur, í fyrsta skipti, full aflheimild (1kW) í 1850-2000 kHz sviðinu í tilgreindum alþjóðlegum keppnum, sem er mikilvægt fyrir þá sem stunda keppnir á 160 metra bandinu. Formaður gat jafnframt um nýtt námsefni sem væri til skoðunar hjá prófnefnd félagsins, að hluta til í samvinnu við Póst og fjarskiptastofnun og nefndi að lokum, að fulltrúi stofnunarinnar yrði viðstaddur próf til amatörleyfis sem haldið verður 28. maí n.k. Fundarmenn lýstu ánægju með gott samstarf við Póst og fjarskiptastofnun með þéttu lófataki.

6. Aðrir embættismenn gáfu skýrslu um starfsemi sinna embætta

Guðmundur Sveinsson, TF3SG, QSL stjóri félagsins, gerði grein fyrir nýrri aðstöðu QSL stjóra sem komið hefur verið upp í kjallara í Skeljanesinu og nefndi m.a. kortaskáp og aðra aðstöðu til flokkunar korta. Alls voru 28 kg af kortum send út á síðasta ári sem gera um 8400 kort, en um 2000 kort bíða þess að verða send út um þessar mundir. Flest kortanna fóru til Þýskalands, um 5000. Til landa fyrrum Sovétríkjanna, um 2500 kort og um 2300 kort til Bandaríkjanna. Um 1800 kort fóru til Úkraínu, en færri til annarra landa. Athygli var vakin á því hversu fá kort færu til Kanada, sem þó skiptist á 9 kallsvæði. Þangað fóru aðeins um 250 kort á árinu. Brynjólfur Jónsson, TF5B, viðurkenningastjóri félagsins tók næstur til máls. Bæklingur um viðurkenningarskjöl Í.R.A. lá frammi með fundargögnum til kynningar, en alls voru 18 skjöl afgreidd á starfsárinu. Hann nefndi, að frá apríl 1989 hafi verið gefin út 849 viðurkenningarskjöl hjá félaginu. Brynjólfur tilkynnti að lokum, að íslenskum leyfis-höfum, sem væru félagsmenn í Í.R.A., bjóðist að geta sótt um viðurkenningarskjöl Í.R.A. sér að kostnaðarlausu, á tímabilinu 1/6 – 30/9 næstkomandi. Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA, lagði fram samantekt um störf neyðarfjarskiptastjóra á fundinum. Hann tilkynnti sérstaklega um æfingu sem fram fer í september næstkomandi. Erling Guðnason, TF3EE, varaformaður félagsins gat þess, að margir félagsmenn hefðu komið að vetrardagskrá (2010-2011) að þessu sinni og þakkaði fyrir-lesurum sérstaklega fyrir fróðleg og vönduð erindi. Kristinn Andersen, TF3KX, ritstjóri CQ TF þakkaði góð viðbrögð við útkomnum tölublöðum CQ TF og lýsti ánægju með útgáfuna. Stöðvar-stjóri TF3IRA, Benedikt Sveinsson, TF3CY, tók næstur til máls og sagði verkefni liggja fyrir, við að koma tækjabúnaði í gott horf fyrir keppnir haustsins. Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, formaður prófnefndar, minntist á prófnefndarmál og benti á samantekt í skýrslu formanns.

7. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagins til samþykktar

Gísli G. Ófeigsson, TF3G, gjaldkeri Í.R.A. lagði fram ársreikning félagsins og skýrði. Í umræðum kom fram sérstök ánægja með uppsetningu og frágang ársreikningsins frá þeim Brynjólfi Jónssyni, TF5B og Kristni Andersen, TF3KX. Kristinn Andersen, TF3KX, benti á að tekjur félagsins væri minni þetta árið en árið áður og sagðist hugleiða hvort bæri að hækka gjöld fyrir námskeið til amatörleyfis. Í svari gjaldkera kom fram, að námskeiðsgjöld vegna núverandi námskeiðs hafi að nokkru leyti komið inn á síðasta ári, þar sem menn væru ekki rukkaðir um námskeiðsgjöld öðru sinni. Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS, spurði um liðinn „aðrar tekjur“. Í svari gjaldkera koma fram að þetta væru að stærstum hluta tekjur af flóamarkaði sem haldinn var í október 2010. Vilhjálmur lagði til að skoða mætti að lækka útgáfukostnað með tilliti til tekjuhalla síðasta árs og vildi sjá aukið aðhald í útgáfumálum. Kristinn Andersen, TF3KX, benti á að enn væru þó nokkrir félagsmenn sem óskuðu eftir prentuðum eintökum CQ TF. Ákveðið var að taka þessa umræðu síðar. Að loknum umræðum voru reikningar bornir upp og samþykktir samhljóða.

8. Lagabreytingar

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA, ritari félagsins lagði fram tillögu til lagabreytinga í nafni stjórnar. Um var að ræða 16. grein. Að loknum nokkrum umærðum, var tillagan samþykkt samhljóða með áorðinni tillögu Vilhjálms Þórs Kjartanssonar, TF3DX, um breytingu.

Fyrir breytingu hljóðaði 16. grein þannig:

„Aðalfund skal halda seinnihluta maímánaðar ár hvert. Aðalfundur er löglegur ef til hans er boðað bréflega eða með auglýsingu í CQ TF. Fundarboð skal póstleggja eigi síðar en þrem vikum fyrir fundardag“.

Eftir breytingu hljóðar 16. grein þannig:

„Aðalfund skal halda seinnihluta maímánaðar ár hvert. Aðalfundur er löglegur ef til hans er boðað með tölvupósti og auglýsingu á heimasíðu félagsins. Jafnframt skal senda þeim félagsmönnum skriflegt fundarboð sem ekki hafa skráð netfang hjá félaginu eða hafa sent stjórn félagsins skriflega ósk þess efnis. Fundarboð skal birta eða póstleggja eigi síðar en þrem vikum fyrir fundardag“.

9. Stjórnarkjör

Jónas Bjarnason, TF2JB, var endurkjörinn formaður. Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ og Benedikt Sveinsson, TF3CY, voru kjörnir stjórnarmenn til næstu tveggja ára. Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA, og Gísli G. Ófeigsson, TF3G, sitja áfram í stjórn (sitt síðara ár). Erling Guðnason, TF3EE og Guðmundur Sveinsson, TF3SG voru kjörnir varamenn. Jón Ingvar Óskarsson, TF1JI, varamaður gaf ekki kost á sér til endurkjörs.

10. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara

Kjör hlutu: Óskar Sveirrisson, TF3DC og Haukur Konráðsson, TF3HK, aðalmenn og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS, til vara.

11. Ákvörðun árgjalds

Tillaga Brynjólfs Jónssonar, TF5B, um hækkun árgjalds í 4.500 krónur var felld með 10 atkvæðum gegn 8, en 3 sátu hjá. Árgjald var því ákveðið óbreytt, eða 4000 krónur.

12. Önnur mál

a. Fyrsta mál á dagskrá var umfjöllun um umsókn nýs félaga með tilvísan til ákvæðis í 7. gr. félagslaga. Það var inntökubeiðni Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF3ARI, sem var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

b. Sigurður Óskar Óskarsson, TF2WIN, tók til máls og lýsti ánægju sinni með starfið í félaginu.

c. Guðmundur Sveinsson, TF3SG, lýsti vilja sínum til að viðhalda morskennslu og hvetja til aukins morsáhuga innan félagsins. Vonast er til, að hægt verði að halda stöðupróf í morsi.

d. Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS, minnti á að síðasti aðalfundur hafi vísað verkefni til stjórnar að gera tillögu um endurúthlutun kallmerkja sem nefnd sem skipuð var til verksins á aðalfundi 2009 skilaði á aðalfundi 2010 án niðurstöðu. Formaður upplýsti að það mál hafi ekki verið tekið á dagskrá hjá fráfarandi stjórn.

e. Framtíðarmál. Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA, ræddi eldri fundargerðir stjórnar félagsins og fundargerðarbækur frá fyrri tíð. Hann spurði hvort eitthvað hafi verið gert til þess að nálgast þær og varðveita. Nokkrar umræður spunnust um þau mál og sýndist sitt hverjum. Menn urðu sammála um að gera það sem hægt væri til að þær yrðu aðgengilegar. Benedikt Sveinsson, TF3CY, benti á að heimasíða félagsins væri ákjósanlegt verkfæri til að halda utan um þessa hluti alla og boðaði vilja til úrbóta í þeim efnum.

f. Brynjólfur Jónsson, TF5B, lýsti yfir áhuga á að spjallsvæði félagsins á heimasíðunni yrði endurvakið.

g. Jónas Bjarnason, TF2JB, formaður, þakkaði góðan fund og þakkaði Guðmundi Sveinssyni, TF3SG, sérstaklega fyrir sinn þátt í uppsetningu á reikningum félagsins.

h. Kristinn Andersen, TF3KX, tjáði sig um að ástæða sé til að skoða útgáfumál CQ T sérstaklega og talaði um að t.d. mætti hugsa sér að prenta CQTF í tengslum við ársskýrslu og gefa út á svipuðu formi og núverandi ársskýrslu félagsins. Jónas Bjarnason, TF2JB, sagðist þeirrar skoðunar að hugsanlega væri það góð lausn að halda sérstakan félagsfund um útgáfumál CQ TF.

Fleira var ekki tekið til umfjöllunar á aðalfundi Í.R.A. 2011 og þökkuðu fundarmenn Kristni Andersen,
TF3KX, góða fundarstjórn með lófaklappi. Fundarstjóri sleit fundi kl. 15:20.

13. Fylgiskjöl

Ársskýrsla: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2011/05/21052011-Ársskýrsla-ÍRA-2010-2011.pdf

Ársreikningur: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2011/05/21052011-Ársreikningur-ÍRA-2010-2011.pdf

14. Til skýringar

Skýrsla um starfsár félagsins nær yfir starfstímabil stjórnar á milli aðalfunda, frá júní-maí. Ársreikningur nær yfir fjárhagsár félagsins, sem er frá apríl-mars. Árgjaldaár félagsins fylgir stjórnarárinu, frá júní til maí. Ákvæði um ársskýrslu er í 18. gr. laga félagsins, en þar segir: „Formaður gefur skýrslu um starfsemi félagsins”. Ákvæði um ársreikninga er einnig að finna í sömu grein, en þar segir: „Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar”. 19. greinin er þó aðalgrein laganna um reikningana, en þar segir: „Fjárhagsár félagsins skal vera frá 1. apríl til 31. mars ár hvert. Skoðunarmenn reikninga skulu hafa rannsakað bókhald félagsins og kannað eignir áður en gjaldkeri leggur fram reikninga. Að rannsókn lokinni undirrita þeir reikningana og láta þess getið að þeir undirrriti sem skoðunarmenn reikninga. Komist þeir að raun um að bókhaldið sé ekki rétt, skulu þeir láta þess getið og rita stutta greinargerð til skýringar.

Félagslögum ÍRA var breytt á aðalfundi félagsins þann 21. maí 2011. Nýjustu útgáfu laga félagsins hverju sinni má sækja með því að fara undir veftré og leit og smella á félagið og velja Lög og reglugerðir.

15. Fylgiskjöl

Skýrsla formanns: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2018/03/20110521-arsskyrsla_ira-tf3jb.pdf

Fundargerð aðalfundar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Radisson Blu Hótel Sögu Reykjavíkur, 22. maí 2015.

Fundur hófst kl. 13:00 og var slitið kl. 15:40.

Mættir voru 24 eða liðlega 12% af félagsmanna, sjá nánar gestabók fundarins.

Fundarritari: TF3AM með aðstoð TF3SG.

Gengið var til dagskrár skv. fyrirliggjandi dagskrá með 14 tölusettum liðum sem fóru þannig fram:

Dagskrá

1. Fundarsetning

Fundarsetning kl 1305

2. Fundarstjóri kosinn.

Fundarstjóri var kosinn Kristinn Andersen, TF3KX. Brynjólfur Jónsson, TF5B, tók síðan við fundarstjórn er Kristinn þurfti að víkja af fundi.

3. Fundarritari

Fundarritari; Andrés TF3AM tók að sér fundarritun.

4. Umboð

Engin athugasemd var gerð við umboð.

5. Fundargerð síðasta aðalfundar

Engin athugasemd var við fundargerð síðasta aðalfundar

6. Skýrsla formans

Fráfarandi formaður, Jónas Bjarnason TF2JB, flutti skýrslu stjórnar, alls 68 bls. að stærð með viðaukum.  Félagar eru nú 204 sem er met.  Að mati stjórnar standa þessi atriði upp úr:

 1. a) Vilhjálmur TF3VS tók að sér að þýða á íslensku ritið sem kallað er Siðfræði og Samskiptasiðir radíóamatöra, alls um 70 bls í A4 broti, og ÍRA gaf út. TF3VS fékk þakklæti fundarmanna.
 2. b) Námskeið til amatörprófs var haldið sl haust, Hrafnkell TF3HR var skólastjóri, námskeiðið var vel skipulagt og tókst afar vel, þátttakendur voru 24, nokkrir félagsmanna önnuðust kennslu auk Hrafnkels, próf voru haldin 23. janúar og 10. apríl (fyrir björgunarsveitarfólk sem fór til björgunarstarfa til Haiti og missti því af prófinu í janúar). Í fyrra prófinu náðu 19 af 21 til N eða G leyfis og í síðara prófinu náðu 7 af 9 til N eða G leyfis.
 3. c) Félagsaðstaðan var tekin í gegn, sérstaklega radíóherbergið á efri hæðinni, þar var Sveinn Bragi TF3SNN í fararbroddi en vinnan tók 2 mánuði, aðstaðan er nú sérlega glæsilegt og virkar vel.
 4. d) Kristni TF3KX var þökkur ritstjórn CQ-TF ritsins sem hefur verið einstaklega læsilegt.
 5. e) Formaðurinn vildi koma á framfæri að hann hefði verið viðstaddur framkvæmd amatörprófsins sem haldið var 23. janúar, og að öll framkvæmd prófsins hefði verið prófanefnd til mikils sóma sem og félaginu.
 6. f) Brynjólfur TF5B hefur skannað inn öll tölublöð CQ-TF frá 1964 og gefið út, blöðin eru í tölvutæku sniði og hægt að framkvæma leit í þeim.
 7. g) Formaður vildi koma á framfæri þakklæti sínu til félagsmanna fyrir að taka vel í málaleitan formans þegar á þurfti að halda.
 8. h) Tvö ný amatörbönd hafa bætst við, þ.e. 500kHz og 70MHz, auk þess sem heimild er að nota 1850-1900kHz í keppnum.
7. Aðrir embættismenn gáfu skýrslu sína

TF5B, hann annast heiðursskjöl: Útgefin heiðustskjöl (diploma) eru 15 – 20 á ári, og telja nokkur hundruð frá upphafi vega, vinsælast er Worked all Nordic Countries.

TF3JA er neyðarfjarskiptastjóri ÍRA:  Hann tók þátt í tveimur alheimsæfingum, hann hefur trú á að ísl amatörar yrðu fljótir að skipuleggja sig ef á þyrfti að halda.

TF3DX fyrir hönd prófanefndar:  Starfið hafi verið hefðbundið á starfsárinu, ekkert próf haldið 2009 en tvö próf 2010, svo sýndi hann töflu yfir árangur í prófum sl 14 ár, þar kom fram að alls hafa 187 tekið próf á þessum tíma og þar af 166 náð G eða N prófi.

-Fyrirspurn: Hversu margir komust í loftið?

-Svar: Það er þröskuldur að komast í loftið, það væri gott að geta fylgst með nýliðum og aðstoðað þá.

TF3KB sem annast alþjóðasamskipti:  IARU er í 3 deildum, fundur í hverri deild er á 3ja ára fresti og fundir deilda skarast, starf nefndanna mjög mikilvægt í því að tryggja tíðnisviðin gegn öðrum áhugasömum.  Amatörar eru virtir í þessu sambandi og má þar nefna EU og USA, en stjórnsýslunni á Íslandi lætur sér fátt finnast um ísl radíóamatöra.  Starf IARU hefur skilað nýju böndunum á 500kHz og 70Mhz.

-Fyrirspurn: Hvað tekur langan tíma fyrir nýju böndin að festast í sessi, leyfin eru til ársloka 2010?

-Svar: Undirbúningstími hefur verið 10 ár, þegar böndin eru komin inn í alþjóðareglugerð eru þau orðin föst.

-Fyrirspurn TF3VS: Er hætta á að böndin verði tekin af okkur?

-Svar: Hættan var meiri á árum áður þegar fyrirtæki og stofnanir höfðu meiri áhuga á stuttbylgju en nú er.

-Fyrirspurn TF3T: Er ekki mikilvægt að nota þessi nýju bönd?

-Svar: Use them or loose them, það er mikilvægt að ísl amatörar fari í loftið á þessum nýju böndum.

-Fyrirspurn TF3EE:  Er ekki enn meiri ásókn í GHz bönd amatöra?

-Svar: Ekki gott að segja, fyrirtæki greiða umtalsverðar upphæðir fyrir sín réttindi en ITU úthlutar réttindum án kostnaðar til amatörþjónustunnar sem getur verið sjálfsnám og samfélagsþjónusta.

-Upplýsing TF3VS:  Það er stundum öfundast yfir réttindum radíóamatöra en í raun geta þeir lítið gert sem gagn er að.

-Upplýsing TF2LL:  Í S-Afríku spila radíóamatörar tónlist og reka útvarpsstöðvar á 80m.

-Fyrirspurn TF3T:  Hvað má hámarksafl vera?

-Svar: ITU er ekki með ákvæði um hámarksafl.

8. Gjaldkeri TF3EE lagði fram ársreikning félagsins og kynnti þá.

-Umræður urðu um fánasjóð þar sem 90þkr liggja, etv má láta þessa peninga liggja á öðrum reikningi.

-Fyrirspurn:  Í hvaða mynt er gjald til IARU greitt?

-Svar:  Í EUR.

Fyrirspurn TF3JA:  Hvað á félagið í peningum?

-Svar: 897þ á banka og 99þ í verðbréfum.

Ársreikningurinn var lagður fram og samþykktur samhljóða.  Sveinn Guðmundsson TF3T tók sérstaklega fram að hann hefði enga athugasemd við ársreikning að þessu sinni, sem væri í fyrsta sinn síðan hann hóf að sækja aðalfundi íRA.

9. Lagabreyting

Lagabreytingar, sjá fylgiskjöl með fundargögnum.  Rökstuðningur kom frá formanni um að þessi breyting væri nauðsynleg til að lögin væru skv. landslögum.  Samþykkt samhljóða.

10. Stjórnarkjör

– Formaður:  Jónas Bjarnason TF2JB kjörinn til eins árs.

-Tveir gengu úr stjórn; Guðmundur Löve TF3GL og Guðmundur Sveinsson TF3SG.

-Gísli Ófeigsson TF3G og Sæmundur Þorsteinsson TF3UA voru kjörnir til næstu 2ja ára.

-Tveir varamenn, fyrri varamenn Jón Ingvar Óskarsson TF1JI og Kjartan Bjarnason TF3BJ voru kjörnir til næsta árs.

Halldór Christensen TF3GC stóð upp og óskaði nýrri stjórn farsældar

11. Kaffihlé

Yngvi TF3Y stóð fyrir smá leik, þar sem hann spilaði hljóðupptökur úr keppnum, fyrst á tali og síðan á morsi, þetta var bísna erfitt, fundarmenn einbeittu sér margir og skiluðu inn blöðum sínum, sjá niðurstöðu hér aftar.

12. Skoðunarmenn kjörnir

Skoðunarmenn kjörnir, fyrri skoðunarmenn Haukur Konráðsson TF3HK og Óskar Sverrisson TF3DC endurkjörnir, varamaður endurkjörinn TF3VS.

13. Árgjald

Árgjald var ákveðið óbreytt, 4þkr.

14. Önnur mál

-Nefnd um endurúthlutun kallmerkja, sem snýst um hvort eða hvenær megi endurúthluta kallmerkjum.  Í nefndina voru á sínum tíma skipaðir TF3JA, TF5B, TF3HP og TF3KX.  Einungis einn fundur var haldinn.  Kallmerkjanefndin er ekki samhljóða, TF3JA kynnti skoðun meirihlutans þess efnis að engin ástæða væri til að endurúthluta kallmerkjum yfirleitt.  TF5B var með greinargerð þar sem gerð var grein fyrir aðferðarfræðinni við endurúthlutun kallmerkja.  Stefndi í nokkrar umræður um þetta viðkvæma mál.  Að tillögu TF3VS var málinu vísað til stjórnar.

-Formaður TF2JB nefndi að hann hefði gefið út fréttabréf til stjórnarmanna sl ár, alls 49 bréf, sem hann afhenti í möppu.

– TF2WIN tók til máls, lýsti yfir ánægju sinni með starfið í félaginu, með nýja félagsfánann sem stóð á hárri stöng við ræðupúltið, og með félagsblaðið CQ-TF.  Hann nefndi að aska á gossvæðinu um Eyjafjallajökil hefði ekki truflað VHF talsamband, né Tetra, né HF.  Etv væri mest hættan af eldingum, og af öskunni sem smígur í allan búnað.

-TF3Y kynnti niðurstöðu úr kaffihléskeppninni um kallmerkjum frá keppnum, bæði á morsi og tali.  Best stóð sig ástsæll formaður vor, TF2JB en aðrir sem á blað komust voru TF3T, TF3UA og TF3JA.

-TF3SG þakkaði samstarfið með fyrri stjórn og vill koma á framfæri að starfið hafi verið mjög skemmtilegt.  Hann sé þó ekki farinn því hann taki við bíróinu.

-TF3UA um áhrif eldgosa: Félagi nokkur tók upp farsíma sinn á Fimmvörðuhálsi til að taka ljósmynd, vegna rakans í símanum og frostsins, þá fraus síminn að innan og varð ónýtur.

-TF3JA:  Fjarskiptafyrirtæki velta því fyrir sér hvaða áhrif eldfjallaaskan geti haft á fjarskipti.

-TF3T:  Ég er sérlega ánægður með skýrslu formanns sem fylgdi fundargögnum, alls 68 bls í A4 broti, læsileg með fjölda góðra ljósmynda; tóku margir undir þau orð.

-TF3SG:  Nýr ársreikningur er að þessu sinni betur settur fram og skilmerkilegri en áður hefur verið, það er samstarf stjórnar og skoðunnarmanna.

-TF3KB:  Þakkir til formanns og stjórnar fyrir ársskýrsluna og gott og farsælt starf.

-TF2JB:  Formaður þakkar fyrir sig, og þakkar félögum fyrir þáttöku í starfi félagsins, sendir fráfarandi stjórnarmönnum góðar kveðjur og býður nýja stjórnarmenn velkomna.

-Fundarstjóri TF5B:  Þakkar stjórn frábær störf og vill sérstaklega nefna einstaka fróðlega ársskýrslu svo og ágætan ársreikning.

Fleira var ekki gert.

15. Fylgiskjöl

Skýrsla formanns: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2018/03/20100522-arsskyrsla_ira-tf3jb.pdf

Stjórnarfundur ÍRA

Haldinn 2010.05.08 kl 12.00 í Skeljanesi

Mættir: TF2JB, TF3SG, TF3EE, TF3SNN og TF3BJ. TF3GL og TF1JI boðuðu forföll.

1. Fundarsetning og dagskrá

Formaður setti fund kl. 12:05 og lagði fram tillögu að dagskrá sem var samþykkt.

2. Fundargerð síðasta fundar lögð fram til samþykktar

Uppkast að fundargerð fundar nr. 9/2010 (frá 30. mars 2010) var lagt fram og samþykkt.

3. Erindi til afgreiðslu

 1. Lagt fram erindi til umsagnar frá Póst- og fjarskiptastofnun dags. 29. f.m. er varðar umsókn Claudio Corcione um íslenskt kallmerki. Hann hefur kallmerkið KJ4MLX og er handhafi “General” leyfisbréfs frá FCC. Hann hefur jafnframt kallmerkið IC8BNR og er handhafi “A” leyfisbréfs frá ítalska PFS. Claudio hefur ekki framvísað HAREC leyfisbréfi frá Ítalíu. Engu að síður var samþykkt að Í.R.A. mæli með úthlutun PFS á N-leyfisbréfi til hans á grundvelli “General” leyfisbréfs hans með tilvísan í 9. gr. reglugerðarinnar annarsvegar, og hinsvegar, þar sem Ísland er aðili að “EEC Recommendation (05)06”; sbr. viðauka á bls. 6 í útgáfu 2009, þar sem segir: “National novice licences of non-CEPT countries equivalent to the CEPT Novice Licence” er sambærilegt “General” leyfi í Bandaríkjunum.
 2. Erindi Jóns Þórodds Jónssonar, TF3JA, um gerð tilraunar með útsendingar frá félagsstöðinni yfir Internetið. Samþykkt að fresta afgreiðslu erindisins til næsta stjórnarfundar og TF3JA verði boðið að verða gestur fundarins vegna málsins.

4. Aðalfundur ÍRA laugardaginn 22. maí 2010

 1. Skýrsla um starfsemi félagsins. Formaður, TF2JB, kynnti drög að skýrslu um starfsemi félagsins 2009-2010. Drögin skiptast í þrjá hluta. Í fyrsta lagi, umfjöllum um starfsemina á starfsárinu. Í öðru lagi eru birtar fundargerðir stjórnar; og í þriðja lagi, ýmiskonar fylgiskjöl sem tilheyra starfsárinu. Stjórnarmenn komu með ábendingar á fundinum um það sem betur má fara, en voru að öðru leyti ánægðir með drögin. Miðað er við að dreifa skýrslunni á aðalfundi og vista í framhaldi á heimasíðu félagsins.
 2. Ársreikningur. Gjaldkeri, TF3EE, kynnti ársreikning félagsins sem vinnuplagg. Miðað fer við að reikningurinn verður tilbúinn og undirritaður af endurskoðendum n.k. fimmtudag. Varaformaður, TF3SG, var gjaldkera til aðstoðar og er ársreikningurinn afar vel upp settur og greinargóður. Greidd félagsgjöld voru alls 163 samanborið við 123 á fyrra tímabili. Aukning er 33%. Skráðir félagsmenn eru 204 samanborið við 176 á fyrra tímabili. Aukning er 16%.
 3. Önnur atriði. (1) TF3SNN, tekur að sér sem spjaldskrárritari, í samvinnu við gjaldkera, að setja upp og annast sérstaka skrá yfir félaga sem greitt hafa félagsgjald. (2) TF3SG, hefur áhyggjur af að aðalfundarboð hafi ekki borist öllum. Fram kom, að boðað hafi verið til aðalfundar á heimasíðu og á póstlista 2. apríl s.l. í tengslum við ábendingu um að lagabreytingar þyrftu að berast stjórn fyrir 15. apríl. Þá var auglýsing með aðalfundarboði birt í forútgáfu CQ TF 23. apríl á heimasíðu og síðan, í endanlegri útgáfu á sama stað 27. apríl. Í 16. gr. félagslaga segir: “Aðalfundur er löglegur ef til hans er boðað bréflega eða með auglýsingu í CQ TF. Fundarboð skal póstleggja eigi síðar en þrem vikum fyrir fundardag.” Samkvæmt því, hefði þurft að póstleggja CQ TF til þeirra sem óska eftir pretnaðri útgáfu CQ TF (en eru t.d. ekki með tölvu) eigi síðar en 1. maí s.l. Sá dagur og sá næsti eru hins vegar frí- og helgidagar, þannig að blaðið hefði þurft að póstleggjast eigi síðar en 3. maí s.l. Hringt var í ritstjóra af fundinum til að spyrjast fyrir um það, en ekki náðist samband við hann. Ljóst er, að ef CQ TF hefur farið í póst seinna en 3. maí 2010 þarf að leita afbrigða á aðalfundi hvað varðar 16. gr. félagslaga.

5. Samþykkt útgjöld félagssjóðs

 1. Samþykkt, að tillögu TF2JB, að félagssjóður festi kaup á New-Tronics Hustler G6-144B loftneti fyrir TF3RPC. Áætlaður kostnaður er um 35 þúsund krónur.
 2. Samþykkt, að tillögu TF3SNN, að félagssjóður festi kaup á “headphone preamplifier” fyrir Vita- og vitaskipahelgar. Áætlaður kostnaður er um 9 þúsund krónur.

6. Önnur mál

 1. Fram kom undir dagskrárliðnum að tekjur af flóamarkaði námu 3.100 krónum.
 2. Læsing heimasíðunnar var rædd, m.a. hvað varðar aðgang að félagsblaðinu CQ TF.
 3. Fært er til bókar að nú hefur staða QSL-stjóra verið mönnuð af TF3SG.
 4. Þar sem þetta var síðasti stjórnarfundur starfsársins tókust menn í hendur og þökkuðu hver öðrum ánægjulega viðkynningu og góð störf í þágu félagsins.

7. Fundarslit

Fundi slitið kl 13.15.

Fundargerð ritaði TF3SG

Stjórnarfundur ÍRA

Haldinn 2010.03.30 kl 18.00 í Skeljanesi

Mættir: TF2JB, TF3SG, TF3EE, TF3SNN og TF1JI. TF3GL og TF3BJ boðuaðu forföll.

1. Fundarsetning og dagskrá

Formaður setti fund kl. 18:03 og lagði fram tillögu að dagskrá sem var samþykkt.

2. Fundargerð síðasta fundar lögð fram til samþykktar

Uppkast að fundargerð fundar nr. 8/2010 (frá 16. febrúar 2010) var lögð fram og samþykkt.

3. Erindi til afgreiðslu

 1. Erindi TF1JI um heimild til að setja upp 2m/70cm krossband endurvarpa í stað TF3RPB í Bláfjöllum (a.m.k. á meðan TF1RPB er bilaður/ónothæfur) lagt fram. Hugmynd Jóns er að nota tíðnina 145.500 MHz og finna sambærilega tíðni á 70 cm (í samræmi við bandplan). Samþykkt með öllum atkvæðum nema TF3SNN, að ÍRA styðji tilraunina.

4. Aðalfundur ÍRA laugardaginn 22. maí 2010

 1. Formaður vakti athygli á ákvæðum í 16. og 26. gr. félagslaga, annarsvegar hvað varðar að fundarboð skuli póstlagt með a.m.k. þriggja vikna fyrirvara og hinsvegar, að berist stjórn frumvörp til lagabreytinga skuli þau send út saman með fundarboði. Samþykkt að fara þess á leit við ritstjóra CQ TF að þetta efni verði fylgi með í 2. tbl. blaðsins.
 2. TF3EE, gjaldkeri félagsins, kynnti stöðu félagssjóðs. Fram kom m.a., að fjárhagur er góður. Alls hafa um 160 manns hafa greitt félagsgjöld á árinu.
 3. Önnur atriði. Rætt um tilvist nýliðasjóðs. Sveinn, TF3SNN telur að heimild sé til staðar um stofnun þess háttar sjóð. Framlög í sjóðinn hafi m.a. verið fengin með sölu á flóamarkaði.

5. Atriði er varða félagið

 1. Vegna óska félagsmanna um útlán á bókum og diskum í eigu félagsins, var samþykkt heimild þess efnis, að lána megi út handbækur og diska í eigu félagsins. Haldið skal vel utan um útlán og þau skráð í þar til gerða bók. Útlánstími verði að jafnaði ekki lengri en vika í senn.
 2. Rætt um móttöku gjafa til félagsins. Skerpa þarf á skráningu gjafa til félagsins.
 3. Flóamarkaður hefur verið auglýstur sunnudaginn 11. Apríl n.k. Félagið mun selja gamla kompónenta og hluti. Sveinn, TF3SNN og Guðmundur, TF3SG munu hittast í vikunni og taka saman þá hluti og verðsetja.
 4. Staða loftneta. Endurnýja þarf 80 metra spólu og topp á Hustler vertikal. Samþykkt að fresta kaupum á loftnetshlutum fram yfir aðalfund.
 5. Vinnudagur vegna uppsetningar á VHF/UHF loftnetum var ákveðinn sunnudaginn 18. apríl n.k. með fyrirvara um að veður hamli ekki.
 6. Heimasíða Í.R.A. og spjallþræðir félagsins. Sveinn, TF3SNN hefur boðað útlitsbreytingar á síðunni, og mun vinna að breittri uppsetningu hennar í þrjá dálka.

6. Önnur mál

 1. „Calendar” dags. 17. mars 2010 frá IARU Svæði 1 lá frammi á fundinum. Tekið var fyrir „Proposal 246″ sem varðar inngöngu landsfélags radíóamatöra í Svartfjallalandi (MARP). Meðmæli samþykkt og formanni falið að fylla út og senda tilheyrandi eyðublað til IARU.
 2. Stefán Þórhallsson, TF3S, hefur fært félaginu að gjöf mælitæki og bækur. Mælitækjunum hefur verið komið fyrir í smíðaaðstöðui og eru Stefáni færðar innilegar þakkir frá félaginu.
 3. Guðlaugur Ingason, TF3GN, hefur fært félaginu að gjöf innbundið hefti af 15. tbl. Útvarpstíðinda frá septembermánuði 1946. Guðlaugi eru færðar innilegar þakkir fyrir.
 4. Rætt um hvernig standa skuli að móttöku gjafa sem félaginu berast.
 5. Tíðnimál. Rætt um auknar aflheimildir og aukið samfellt tíðnisvið á 5MHz í ljósi erindis félagsins til PFS dags. 13. janúar s.l. Formaður skýrði frá því að hafa nýlega átt óformlegan fund með HRH og kvaðst bjartsýnn á að svar muni berast eftir páska.
 6. Ekki er enn búið að fylla í stöðu QSL Manager. Formaður hefur tekið þau kort sem félaginu hafa borist heim til sín til flokkunar.

7. Dagsetning næsta stjórnarfundar

Stefnt er að því að halda næsta stjórnarfund ca. 2 vikum fyrir aðalfund.

8. Fundarslit

Fundi slitið kl 20.15.

Fundargerð ritaði TF3SG

Stjórnarfundur ÍRA

Haldinn 2010.02.16 kl 18.00 í Skeljanesi

Mættir: TF2JB, TF3SG, TF3EE, TF3SN, TF3BJ, TF3GL. TF1JI hafði boðað forföll.

1. Fundarsetning

Fundur var settur kl 18:15.

2. Fundargerð síðasta fundar (2010.01.08) lögð fram til samþykktar

Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

3. Erindi sem borist hafa til félagsins frá síðasta stjórnarfundi

 1. Erindi PFS dags. 25. janúar 2010 vegna umsagnar um umsókn TF8GX f.h. Radíóklúbbs Reykjaness um úthlutun á kallmerkinu TF7X til notkunar í Vestmannaeyjum í IOTA-keppninni 24.-25. júlí 2010
  Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum en TF3SG á móti. Óskaði hann eftir að fært væri til bókar að þar sem TF4X hafi verið úthlutað varanlega til klúbbstöðvar sé ekki við hæfi að úthluta kallmerki með viðskeytinu X. TF2JB óskaði eftir að fært væri til bókar að tillaga eins-stafs-nefndar á aðalfundi 2009, um að unnt sé að mæla með eins-stafs viðskeyti til tímabundinnar notkunar leiðangra eða til keppnisþátttöku, hafi verið samþykkt þar samhljóða. Einnig hefði hann áður verið í símasambandi við TF4X og TF3Y, sem hvorugur hafði neitt við slíka tímabundna úthlutun að athuga.
 2. Umsókn Í.R.A. um úthlutun kallmerkisins TF3HQ til notkunar í árlegum sumarkeppnum IARU.
  Samþykkt samhljóða að mæla með úthlutuninni til PFS til tímabundinnar notkunar 10.-11. júlí 2010.
 3. Umsókn Í.R.A. um úthlutun kallmerkisins TF3TEN til notkunar fyrir radíóvita í 10 metra bandinu.
  Frestað.
 4. Erindi TF1JI um gerð krossband “repeater” tilraunar í Bláfjöllum.
  Frestað.

4. Ákvörðun um erindi til PFS vegna fyrirhugaðs amatörprófs

Samþykkt að fela formanni að falast eftir heimild til prófhalds til PFS þegar dagsetning liggur fyrir.

Undir þessum lið var einnig greint frá niðurstöðum úr prófinu 23. janúar s.l.

5. PFS-málefni lögð fram til kynningar.

 1. Sent erindi til PFS dags. 2010.01.13 vegna umsóknar um 500 kHz, 5 MHz og 70 MHz böndin.
 2. Sent erindi til PFS dags. 2010.10.2.2010 framhaldserindi sérstaklega vegna umsóknar um 500 kHz.
 3. Mótttekið erindi frá PFS dags. 2010.01.31 heimild fyrir nýju QTH og nýrri QRG fyrir TF3RPA.
 4. Minnisblað um viðræður við PFS 2010.02.03 um aflheimildir á 1850-1900 kHz í alþjóðlegum keppnum.

6. Aðalfundur Í.R.A. 2010

Tillaga um endurskoðun áður ákveðinnar dagsetningar fundarins 29. maí vegna CQWW-keppninnar, og að hann verði í staðinn haldinn 22. maí. Samþykkt.

TF2JB greindi frá því að hann hefði samið um salarleigu 25.000 auk 350 kr. fyrir kaffi. Samþykkt.

7. Fyrirkomulag stjórnarfunda, m.a. hvað varðar dagskrár og fundargerðir

Samþykkt að halda áfram óbreyttu fyrirkomulagi, þar sem fundargerðir stjórnar eru samþykktar á næsta stjórnarfundi á eftir og gerðar opinberar í næsta CQ-TF og á vef félagsins, auk þess að fundargerðin er prentuð út og hengd upp í sjakknum í félagsaðstöðunni.

8. Ýmis atriði sem varða félagið

 1. www.ira.is
  TF3SN lýsti yfir áhuga á að koma að endurbótum á skipulagi vefsíðna félagsins. Ritari TF3GL kvaðst í framhaldi vilja skipa TF3SN ritstjórnarfulltrúa vegna vefsvæða ira.is, og samþykkti TF3SN þá tilhögun. Áfram er stefnt að því að ráða ritstjóra að vefsvæðum félagsins.
 2. Nýliðasjóður
  TF3SN óskaði eftir að athugað yrði með hvort þessi sjóður sé enn til. Gjaldkeri TF3EE mun setja sig í samband við fyrri gjaldkera og athuga með þetta.
 3. Daglegur rekstur TF3IRA
  Stöðvarstjóri TF3SN óskar eftir að komið verði til móts við þörf á að leggja út fyrir rekstrarvörum. TF3GL lagði til að gjaldkeri sæi til þess að TF3SN hafi hverju sinni undir höndum tilhlýðilega fjárhæð úr félagssjóði (10-20 þúsund krónur) til að standa straum að þessu.
 4. Vetrardagskrá og sunnudagsopnanir
  Sunnudagsopnanir verða út marsmánuð.
 5. Staða nefndar um endurúthlutun kallmerkja
  TF2JB greindi frá því að nefndin sé nálægt því að skila niðurstöðu.
 6. Staða morseæfinga
  Að sögn TF2JB er útsending morseæfinga hætt að sinni.
 7. Embættismenn: QSL Manager
  Formaður sagði leit í gangi og hann byggist við að geta mannað stöðuna fljótlega.
 8. Aðkoma Í.R.A. að “Opnum dögum” í Tækniskóla Íslands 25.-27. febrúar n.k.
  Samþykkt að koma þessu á framfæri við félagsmenn.
 9. Kostnaðarhlutdeild í samrekstri húsnæðis
  Lagt var til að Í.R.A. tæki þátt í rekstri þjófavarnarkerfis með 2000 krónum á mánuði. Samþykkt af öllum greiddum atkvæðum nema TF3SN.
 10. Tryggingar
  TF3EE mun skoða hvort uppfæra þurfi vátryggingarfjárhæð tækjabúnaðar félagsins.

9. Látnir félagsmenn

Eggert Steinsen rafmagnsverkefærðingur, TF3AS, andaðist 15. janúar s.l. Eggert var gerður að heiðursfélaga í Í.R.A. 15. janúar árið 2005. Útför hans fór fram 25. janúar s.l. Félagið sendi blóm til minningar um Eggert og minningarkort frá Krabbameinsfélagsfélaginu. Þá hefur undirritaður ritað stutta grein um Eggert heitinn sem mun birtast í 1. tbl. CQ TF 2010.

Guðlaugur Grétar Kristinsson fv. flugumferðarstjóri, TF3MEN, andaðist 29. janúar s.l. Tilkynning mun hafa birst í Morgunblaðinu 9. febrúar s.l. um lát hans og að útförin hafi þegar farið fram. Félagið sendi minningarkort um Guðlaug heitinn frá Krabbameinsfélaginu.

10. Önnur mál

Engin mál voru á dagskrá undir liðnum önnur mál.

11. Ákvörðun um dagtsetningu og tímasetningu næsta stjórnarfundar

Ákvörðun um dagsetningu næsta stjórnarfundar verður tekin þegar nær dregur páskum.

12. Fundarslit

Fundi slitið kl. 19:30.

Fundargerð ritaði TF3GL

Stjórnarfundur ÍRA

Haldinn 2010.01.08 kl 18.00 í Skeljanesi

Mættir: TF2JB, TF3SG, TF3EE, TF3SNN, TF3BJ, TF3GL. TF1JI hafði boðað forföll.

1. Fundarsetning

Fundur var settur kl 18:15.

2. Fundargerð síðasta fundar (nr. 6/2009 frá 26. nóv. s.l.) lögð fram til samþykktar

Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

3. Erindi sem borist hafa til félagsins frá síðasta stjórnarfundi

 1. Lagt var fram bréf þar sem TF3Y f.h. TF4X sækir um heimild til PFS til að nota 1,5 kW í tilteknum keppnum á árinu 2010.
  Samþykkt að mæla með umsókninni.
 2. Lagt var fram bréf þar sem TF3Y f.h. TF4X sækir um heimild til að nota tíðnisviðið allt frá 1810-1900 kHz.
  Samþykkt að mæla með umsókninni.
 3. Lagt fram bréf frá PFS þar sem óskað er eftir áliti stjórnar á ársframlengingu undanþágu frá HAREC-kröfum til handa TF3LW Gonzales.
  Bókað að Í.R.A. sér ekki ástæðu til að andmæla þessari embættisfærslu PFS.
 4. TF3PPN hefur óskað eftir lausn frá störfum sem QSL-stjóri af persónulegum ástæðum.
  Fært til bókar að stjórn Í.R.A. þakkar Jóni Gunnari frábærlega vel unnin störf.

4. Gjaldkeri leggur fram bráðabirgðayfirlit yfir fjárhagsstöðu félagsins

Þegar núverandi stjórn tók við nam sjóðseign um 884 þúsund krónur, en nemur í dag 889 þúsundum. Þá er ótalin verðbréfaeign sem nemur um 225 þúsundum, auk fánasjóðs sem telur 79 þúsund. Alls eru þetta um 1205 þúsund krónur.

5. Ákvörðun um erindi til PFS vegna amatörprófs

Samþykkt var að óska eftir að radíóamatörpróf verði haldið 23. janúar 2010.

6. Ákvörðun um fundardag og fundarstað fyrir aðalfund 2010

Samþykkt var að halda aðalfund 2010 þann 29. maí kl. 13.00 að Hótel Sögu (Radisson SAS). Kostnaður við sal er um 30 þúsund krónur. Reiknað er með að boðið verði upp á kaffi, en vísað til útfærslu hjá varaformanni og gjaldkera.

7. Ákvörðun um framleiðslu á gólffána með merki félagsins

Samþykkt var að ganga frá framleiðslu gólffána í stærðinni 150 cm (hæð) og 100 cm (breidd) með svörtu letri á hvítum grunni, á tréstandi.

8. Upplýsingakerfi Í.R.A.

Ritari TF3GL fór yfir stöðu mála á upplýsingakerfum félagsins, en þau eru:

 1. www.ira.is, m.a. hugsanleg stofnun sérstaks ritstjóraembættis síðunnar
 2. spjall.ira.is og irapostur@yahoogroups.com
 3. Google Docs og Gmail á léni félagsins, ira.is

Útdráttur úr greinargerð ritara fer hér á eftir:

Ritstjóri vefmiðla

Lagt er til að stofnað verði ritstjóraembætti vefmiðla ÍRA, sem í dag eru vefurinn www.ira.is og spjallþráðavélin spjall.ira.is. Ritstjóraembættið er fyrst og fremst efnislegs eðlis (strúktúr og innihald), en ekki starf kerfisstjóra (þar sem TF3HR, TF3CY og fleiri hafa lagt gjörva hönd á plóg). Lögð verði áhersla á að ritstjóri sé afburðamaður í íslensku, hafi góða skipulagsgáfu, sé næmur á aðalatriði, hafi auga fyrir útliti, og hafi helst einnig reynslu af vefmiðlum. Tillaga ritara TF3GL er að rætt verði við TF3VS um að taka að sér starfann.

www.ira.is

Aðalvefur: Þörf er á að skilgreina nýtt veftré, en núverandi vefur er einfaldlega (töluvert) uppfært afrit af gamla vefnum. Einnig er þörf á “allsherjarritstjórnartiltekt”.

Námsefnisvefurinn: Þessi vefur verði aukinn eins og kostur er; væri vert að ræða sérstaklega við skólastjóra amatörskólans um hvernig best væri að standa að því að koma glærukynningum fyrirlestra og úrlausnarefnum dæmatíma þarna fyrir.

Stjórnarvefurinn: Verði áfram undir stjórn ritara (og stjórnar) hverju sinni, enda ekki tilhlýðilegt að ritstjóri vefmiðla hafi aðgang að því svæði. Þarna eiga allar fundargerðir og gögn stjórnar að geymast.

Aðrir vefir: Í dag, eru auk ofangreindra vefja til vefir fyrir CQTF og stöðvarstjóra; báðir í lítilli notkun. Einnig “sandbox”-vefur þar sem hægt er að gera tilraunir að vild. Þetta má liggja óhreyft, en þó væri gaman að gera tilraunir með CQTF-vefinn; t.d. er þar að finna grein á ensku um flugdrekaloftnet eftir TF3GL sem kemur upp ofarlega á Google-leit og er því væntanlega mikið lesin.

spjall.ira.is og irapostur

Ritari bendir á kosti veflægs viðmóts (spjall.ira.is) gagnvart tölvupóstviðmóti (irapostur):

 • Veflægt viðmót er aðgengilegt öllum án innskráningar (þótt einnig sé til lokað svæði sem hægt er að nota ef þarf); þetta eykur á aðdráttarafl amatörhreyfingarinnar.
 • Á spjallþræði er hægt að setja myndir og fyrirsagnir, en ekki aðeins óformateraðan texta.
 • Þar er einnig hægt að setja viðhengi (t.d. á CQTF-svæðið, þar sem blöð eru geymd, og væri hægt að geyma alla gömlu árgangana sem TF5B hefur skannað).
 • Ekki er nauðsynlegt að halda sérstaka netfangaskrá og “administrera” notendum, nema þeim sem sérstaklega óska eftir að skrifa inn á spjallið.
 • Sjálft spjallformið hentar illa fyrir tölvupóstsamskipti (point-to-point), og nær allir hafa horfið frá því formi og tekið upp veflæga spjallþræði.
 • Engin rök eru fyrir að með irapostur sé hægt að komast í samband við alla félagsmenn: Engin trygging er fyrir því að menn hafi haft fyrir því að gefa upp netfang til að fá irapostur-skeyti og í raun ómögulegt að halda utan um það. Við erum betur sett með fréttir á vefsíðunni fyrir opinber communiqué og spjallþræðina fyrir frjáls skoðanaskipti.

Google Apps

Þessi kerfi eru ókeypis frá Google og hafa verið tengd léni félagsins, ira.is.

Google Mail: Hér getur félagið sett upp @ira.is-netföng að eigin vali, s.s. ira@ira.is, qsl@ira.is, stjorn@ira.is etc. Lagt er til að settir verði upp netfangalistar, þannig að embættismenn fái afrit af slíkum pósti.

Google Documents: Hér má geyma ýmis vinnuskjöl sem ekki tilheyra ira.is-vefnum (ritvinnslu-, tölflureiknis- og kynningarskjöl). Einkar hagstætt til utanumhalds á gögnum sem margir þurfa að uppfæra, eða þarf að vera aðgengilegt fleirum en einum aðila. Kemur alfarið í staðinn fyrir Word- og Excelskjöl vistuð á einkatölvum.

Þótt flestar upplýsingar er varða félagsmenn og félagið eigi heima á opnu svæði eða stjórnarsvæði ira.is, er engu að síður lagt til að master-afrit félagatalsins sé áfram geymt hér, þar sem það er í öruggri vistun (líkt og bankaupplýsingar eru geymdar hjá banka). Afrit af félagatalinu er svo reglulega sett inn á vefinn. Hugsanlega eiga fleiri skjöl erindi á Google Docs.

9. Fundarslit

Vegna þess hve dagskrárliðurinn tók langan tíma var fundi slitið kl 22:30 og öðrum málum er fyrir fundinum lágu frestað til næsta stjórnarfundar.

Fundargerð ritaði TF3GL