,

7. Stjórnarfundur ÍRA 2018

Fundargerð stjórnar ÍRA– Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 20. Mars 2018.

Fundur hófst kl. 20:00 og var slitið kl. 21:00.

Fráfarandi Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3WZ, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3NE, varamaður TF8KY og varamaður TF3EO.

Stjórn: Formaður TF3JB, varaformaður TF3DC, ritari TF2LL, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3NE, varamaður TF3UA og varamaður TF3EQ.

Mættir: TF3JA, TF3DC, TF3EK, TF3WZ, TF8KY, TF3JB og TF2LL

Fundarritari: TF3WZ

Dagskrá

1. Útistandandi mál fráfarandi stjórnar

a) Húsnæðismál hafa verið í svolítilli upplausn varðandi afstöðu borgarinnar varðandi húsnæði Skeljanesi.

b) Geymsluna er verið að reyna að tæma.

c) Yfirferð á loftnetinum. Hugmyndir frá Benna, TF3T, liggja fyrir á ira pósthólfi.

d) Námskeið í gangi. TF3JA hefur látið námskeiðið í hendur TF3PW en býður sig fram til að koma að námskeiðinu.

e) Samningur er við ORG ætffræðiþjónustu er um þrif og rekstur á öryggiskerfi en sér ORG um þessi mál. Greiðir ÍRA 10 þúsund krónur á mánuði fyrir þá þjónustu.

2. Stjórnarskipti

Fráfarandi stjórn þakkar fyrir sig og kveður.

Fundur heldur áfram með nýkosinni stjórn.

3. Vefstjóri

TF3LL óstkar efrtir að TF3WZ héldi áfram sem vefstjóri. Samþykkt samhljóða.

4. Embættum skipt í nýrri stjórn.

TF3JB óskar eftir að TF3DC og TF3EK haldi áfram í þeim embættum sem þeir höfðu í fyrri stjórn. Samþykktu þeir það og gegnir TF3DC embætti varaformanns og TF3EK embætti gjaldkera.

TF3JB óskar eftir að TF3LL taki að sér embætti ritara. TF3LL samþykkir og tekur að sér emæbtti ritara. Meðstjórnandi, TF3NE. TF3JB tekur að sér að fá það staðfest þar sem Jóhannes er fjarverandi. Varamenn: TF3UA og TF2EQ.

5. Samskipti stjórnar

TF3EK kom með þá hugmynd að nota WatchApp.

TF3DC bendir á Facebook grúbbu.

Engin niðurstaða.

TF3JB mælir með að hefðbundinn tölvupóstur verði notaður til að byrja með.

Samþykkt.

6. Fundartími stjórnar

Fundartími stjórnar ræddur. Hentugur tími gæti verið um klukkan 20 í miðri viku.

7. Nýr félagi

Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB, óskar eftir inngöngu í ÍRA. Samþykkt.

8. Gamalt efni

TF2LL bendir á að mikið af efni gæti verið tapað af t.d. gamalli heimasíðu. Einnig sé mikið af myndum sem TF2LL óttast að geti verið tapað. TF3WZ ætlar að senda linka á nýja stjórn að þeim gömlu heimasíðum. TF3JB ætlar að athuga með myndir sem eiga að vera á diskum á vísum stað.

9. Næstu stjórnarfundur

TF3JB mælir með að næsti stjórnarfundur verði eftir Páska.

10. CQ TF

TF3JB bendir á að áhugi sé meðal félagsmanna að gefið sé út CQ TF. Nú þegar eru aðilar búnir að gefa sig fram til að standa að útgáfu blaðs. Blað yrði eingöngu gefið út á digital formati á netinu.

,

6. Stjórnarfundur ÍRA 2018

Stjórnarfundur þriðjudag 13. mars 218 kl. 17

Mættir: TF3JA formaður, TF3EK gjaldkeri, TF8KY varamaður .

Fjarverandi: TF3DC varaformaður, TF3WZ ritari og TF3NE meðstjórnandi.

Dagskrá

 1. Aðalfundur, rætt um gagnrýni sem komið hefur fram á að aðalfundur skuli vera boðaður að kvöldi til í miðri viku. Ákveðið að fresta ekki fundi en viðurkennt að betra væri að hafa fundinn um helgi á miðjum degi vegna þeirra sem búa lengra frá Reykjavík og gætu lent í slæmum veðrum
 2. Formaður kynnir skýrslu formanns um starfssemi félagsins undanfarið ár sem er byggð á innleggi frá Ölvi, Einari, Hrafnkeli og Óskari.
 3. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga og ætlar að senda á alla stjórnarmenn ásamt lista yfir félagsmenn sem hafa greitt félagsgjaldið.
 4. Frá útgáfu nýrrar reglugerðar hefur stjórn mælt með einsbókstafs viðskeytum til Ara Þórs, TF1A og Sveinbjörns Jónssonar, TF8V.
 5. Lyklabox í Skeljanesi. Rætt um að beina því því til næstu stjórnar að ljúka því verkefni og ákveðið að amatörar mættu nota stöð félagsins á eigin kallmerki en þó ekki í keppnum eða á dögum sérstakra tilefna eins og t.d. komandi Marconidegi, 18. apríl. Og sett verði skilyrði að öll sambönd séu fær í loggbók stöðvarinnar, logger32, sem er á fartölvunni við stöðina. Einnig rifjað upp að Pfs hefur heimilað amatörum að leyfa gestum almennt að nota, virkja, starfrækja sína stöð á kallmerki stöðvarinnar í kynningarskyni. Og ástæða til að hvetja sem flesta að gera slíkt til að útbreiða áhugamálið sem víðast.
 6. Ákveðið að leggja til óbreytt félagsgjald á komandi aðalfundi.
 7. Rætt um að bjóða núverandi stjórn áfram til starfa að mestu óbreytta. Formaður kannar hug stjórnarmanna.

Fundaritun, TF3JA

,

5. Stjórnarfundur ÍRA 2018

Fundargerð stjórnar ÍRA– Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 14. Febrúar 2018.

Fundur hófst kl. 17:20 og var slitið kl. 18:50.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3WZ, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3NE, varamaður TF8KY og varamaður TF3EO.

Mættir: TF3JA, TF3DC, TF3EK og TF8KY

Fundarritari: TF3DC

Dagskrá

1. Fundargerðir yfirfarðar

Yfirferð og staðfesting á nokkrum fundargerðum stjórnar til birtingar á heimasíðu og fundargerð samráðsfundar með Prófnefnd. Þar sem ritari var fjarverandi var þessum lið frestað.

2. Vinnureglur stjórnar

Vinnureglur stjórnar vegna umsagna til Póst- og fjarskiptastofnunar vegna kallmerkjaúthlutunar staðfestar með ákvæði um endurskoðun í ljósi reynslunnar innan árs.
Vinnureglurnar hafa þegar verið kynntar félagsmönnum á heimasíðu félagsins. Farið var yfir vinnureglurnar á fundi þann 30/1/2018 með breytingum á fundi þann 8/2/2018. TF3JA dregur breytingartillögu sína frá seinni fundinum (8/2/2018) til baka og vill að það komi sérstaklega fram í fundargerð. Vísað til vinnureglna skv. fylgiskjali með fundargerð þessari.

3. Aðalfundur ÍRA

Samþykkt að aðalfundur ÍRA verði fimmtudaginn 20. mars 2018 kl. 20:00 í sal TR í Fákafeni. Boða þarf fundinn með minnst þriggja vikna fyrirvara samkvæmt félagslögunum.

4. Félagsfundur

Rætt var um að halda félagsfund – en mat stjórnar var að engin knýjandi þörf væri fyrir slíkan fund.

5. Úrræði til amatörleyfis

TF3JA hafði framsögu skv. dagskrárlið um úrræði fyrir áhugasama einstaklinga um amatörleyfi sem hentar ekki að fara í próf. Umræður um málið þar sem meðal annars var vísað til upplýsinga frá Prófnefnd á samráðsfundi nýlega um að 95% – af þeim þreytt hafa í síðustu 5 próf sem haldin hafa verið – hafi staðist próf til amatörleyfis.

,

4. Sjórnarfundur ÍRA 2018

Fundargerð stjórnar ÍRA– Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 8. Febrúar 2018.

Fundur hófst kl. 19:30 og var slitið kl. 20:30.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3WZ, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3NE, varamaður TF8KY og varamaður TF3EO.

Mættir: TF3JA, TF3DC og TF3EK

Fundarritari: TF3DC

Dagskrá

1. Umsókn TF3ARI um TF1A

Fyrir fundinum lá erindi um umsögn um umsókn TF3ARI um nýtt kallmerki TF1A með vísan til gildistöku nýrrar/breyttrar reglugerðar um radíóleyfi áhugamanna.

Formaður fékk umboð fundarins til að veita jákvæða umsögn um umsóknina – en skyldi þó kanna fyrst við TF3ARI hvort hann gæti sætt sig við annan tölustaf þ.e. TF2 eða TF9.

2. Kallmerkjaúthlutun

Fyrir lá tillaga að stjórnarsamþykkt 8. febrúar frá formanni, TF3JA, sem hann dreifði til viðstaddra stjórnarmanna.

TF3EK minnti á að tillögu sína sem hefði verið á fundi þriðjudaginn 30. janúar. Vísaði hann til fundargerðar formanns í þessu sambandi.

Ákveðið var að gera eftirfarandi breytingu á umsögnum sem samþykktar voru 30. janúar: 4. lið: Þeir sem fá tímabundin kallmerki geta haldið kallmerki sem þeir eru með fyrir og verið þá með tvö virk kallmerki.

,

Protected: 3. Stjórnarfundur ÍRA 2018 – Samráðsfundur með Prófnefnd ÍRA

This content is password protected. To view it please enter your password below:

,

2. Stjórnarfundur ÍRA 2018

Fundargerð stjórnar ÍRA– Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 30. Janúar 2018.

Fundur hófst kl. 17:00 og var slitið kl. 18:30.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3WZ, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3NE, varamaður TF8KY og varamaður TF3EO.

Mættir: TF3JA, TF3EK, TF3EO, og TF3DC

Fundarritari: TF3JA

Dagskrá

1. Verklagsreglur

TF3JA lagði fram tillögu Einars, TF3EK, að umsagnar-verklagsreglum fyrir stjórn íRA. Eftirfarandi viðmið notaði Einar við mótun umsagnar-verklagsreglna stjórnar ÍRA um kallmerki og í framhaldi af þessum markmiðun ákvað stjórn ÍRA eftirfarandi verklagsreglur þar til annað yrði ákveðið.

Fundarmenn sættust á þessa niðurstöðu en í upphafi kom fram í málflutningi TF3DC að hann vildi heldur halda fyrirliggjandi viðmiðum um úthlutun einsbókstafs viðskeyta og stytta geymslutíma áður notaðra kallmerkja í tíu ár. Fleiri voru á þeirri skoðun að geymslutími áður notaðra kallmerkja mætti ekki vera of langur.

2. Markmið verklagsreglna

Markmið verklagsreglna fyrir umsagnir um kallmerki, TF3EK.

 • Kallmerki er fyrst og fremst auðkenni.
 • Virkir amatörar fái forgang að þjálum kallmerkjum sem er auðvelt að heyra og muna.
 • Sem fæst eftirsóknarverð kallmerki séu lítið eða ekki notuð.
 • Draga úr því að leyfishafar séu að skipta um kallmerki.
 • Ef eftirspurn reynist meiri en framboð, þá ráðist forgangur af virkni.
 • Verklagsreglur séu einfaldar og gagnsæar.
 • Kallmerki skulu ekki notuð til að umbuna fyrir frammistöðu eða langlífi.
3. Verklagsreglur við umsagnir um kallmerki
 1. Leyfishafar sem þess óska geta fengið tímabundið kallmerki með einsbókstafs viðskeyti til þriggja ára.
 2. Leyfishafar með 200 staðfest cq wpx forskeyti á LOTW geta fengið ótímabundið kallmerki með einsbókstafs viðskeyti.
 3. Stjórn ÍRA getur mælt með ótímabundnu kallmerki með eins bókstafs viðskeyti á grundvelli annara upplýsinga um virkni.
 4. Þeir sem eru fyrir með tveggja eða þriggja stafa viðskeyti í kallmerki geta haldið því og verið þá með tvö virk kallmerki.
 5. Tölustafurinn 0 er frátekinn fyrir tímabundin kallmerki vegna sérstakra atburða eða keppnishópa.
 6. Tímabundin kallmerki eru laus aftur til úthlutunar að liðnum 6 árum, ótímabundin kallmerki að liðnum 20 árum.
4. Umsóknir um kallmerki

Stjórn mælir með umsókn TF3HP og umsókn TF3ARI um einsstafs kallmerki en felur formanni að kanna hjá Ara hvort hann væri til i að velja annan tölustaf, Ari óskar eftir kallmerkinu TF1A.

,

1. Stjórnarfundur ÍRA 2018 – Samráðsfundur með Prófnefnd ÍRA

Fundargerð stjórnar ÍRA– Íslenskir radíóamatörar

Samráðsfundur stjórnar ÍRA og Prófnefndar ÍRA

Skeljanesi, 23. Janúar 2018.

Fundur hófst kl. 17:00 og var slitið kl. 18:30.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3WZ, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3NE, varamaður TF8KY og varamaður TF3EO.

Mættir: TF3JA, TF3WZ, TF3EK, TF3EO, og TF3DC

Mættir frá Prófnefnd ÍRA: TJ3DX, TF3VS, TF3KX og TF3GW

Fundarritari: TF3WZ

Dagskrá

1. Bréf frá IARU

TF3JA óskar eftir öðrum fundi með Prófnefnd vegna bréfs sem borist hefur frá IARU. TF3JA sendir bréfið á alla viðkomandi. Fundur vegna þessa settur á daginn 6. febrúar klukkan 17:00.

2. Næsta námskeið

TF3JA ræðir um næsta námskeið. Ekki margir sem vilja sækja námskeið, 3 nýir og svo nokkrir sem vilja sækja próf aftur. TF3JA telur ekki ráð að halda heilt námskeið fyrir það.

3. Námsefni á hljóðbók

TF3VS: Námsefni hefur verið komið á hljóðbókasafn og eru þeir að skoða það að koma efninu á hljóðbók. Þeir eru að svo stöddu að meta hvernig sé best að koma þessu á hljóðbók.

4. Efni á vídeó

TF3VS talar um að koma inn litlum video stubbum sem taka lítið efni fyrir í einu. T.d. 3 til 5 mínútna bút sem færi yfir t.d. ohmslögmálið.

5. Munnlegt próf

Umsækjanda um amatörréttindi verður boðið að koma í munnlegt próf.

6. Skýrsla Prófnefndar ÍRA

TF3DX fór yfir.

Til umræðu er að fundum Prófnefndar ÍRA sé fjölgað. Þar yrði t.d. farið yfir gerð á vídeóum og mögulega aðferð í framleiðslu á þeim. Einnig vill Prófnefnd fara yfira að samræma betur við HAREC.

TF3DX fór yfir árangur á prófum. Á undanförnum 5 prófum hafa aldrei fallið fleiri en 1 á prófi. 3 samanlagt fyrir síðustu 5 námskeið/próf. Samtals tók 57 próf of féllu 3 eða 5,3%.

TF3DX fór yfir hvað mætti gera fyrir þá sem eiga undir högg að sækja. T.d. mætti hafa nokkra aðila sem gætu tekið að sér einstaklinga sem þurfa aukna kennslu.

TF3DX bendir á að til að geta hjálpað mönnum sé eðlilegt til að menn mætu allavega í skriflegt próf. Bendir á að það væri gott fyrir menn að taka prófið til að halda jafnræðinu við aðra. Bendir á að leyfileft er að hjálpa mönnum í prófi með aðstoð á skilningi á spurningu, þá gegni prófandi hlutverki einskonar túlks.

TF3JA telur að verkleg kennsla mætti vera meiri og mat á þátttöku í verklegu ætti að fá töluvert vægi í lokaeinkun.

TF3VS bendir á að það sé slæmt hveru margir taka próf en taka svo aldrei út leyfisskírteini og jafnvel þó svo sé fara menn ekki í loftið. Allir tóku undir þetta.

TF3DC greindi frá og dreifði til fundarmanna (fylgiskjal nr. 1) niðurstöðum nefndar ARRL um “New entry level licence”. Samkvæmt því eru helstu vandamálin: lítil nýliðun 30 ára og yngri og lítil virkni nýrra leyfishafa. Lausnirnar séu: að hvetja nemendur og yngri kynslóðina til að kynna sér amatör radíó, vanda til námskeiða og fræðslu, gæta vandlega að hagsmunum leyfishafa þannig að áhugamálið verði aðlaðandi og hvetja leyfishafa til að halda áfram að þróast og færa sig upp í næsta leyfisflokk.  (Vísun í fylgiskjal með fundargerð).

TF3DX ræðir verklega kennslu. Bendir á að verkleg kennsla þurfi mikinn aga. Búnaður þarf að virka gríðarlega vel. Skipulag þarf að vera gott. Sé jafnvel erfiðara en venjuleg kennsla. TF3EK bendir á að verkleg kennsla gæti mögulega verið hluti af entry leyfi.

7. TF3KB

Stjórn og Prófnefnd ÍRA vilja koma á framfæri sérstöku þakklæti til TF3KB fyrir gott og mikið starf fyrir Prófnefnd og félagið.

8. ELL, N og G leyfi

ELL prófið rætt. TF3DX bendir á mikilvægi þess að vanda þessi vinnubrögð. Fara yfir leyfiskerfið í heild.

TF3DX fer yfir núgildandi Evrópureglugerð frá ECC og lista sem þar er skilgreindur sem amatörar eiga að kunna.

,

15. Stjórnarfundur ÍRA 2017

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 29. Desember 2017.

Fundur hófst kl. 12:20 og var slitið kl. 13:20.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3WZ, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3NE, varamaður TF8KY og varamaður TF3EO.

Mættir: TF3JA, TF3WZ, TF3EK, og TF3DC

Fundarritari: TF3WZ

Dagskrá

1. Reglugerðarbreyting samþykkt

TF3JA tilkynnti að hjá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti hafi verið skrifað undir reglugerðarbreytingu um kallmerki og svæðaskiptingu fyrir jól.

Þegar formlegt svar hefur borist frá ráðuneyti munu þessar upplýsingar verða birtar á heimsíðu félagsins.

2. Breytingar á prófnefnd

TF3EK leggur til breytingar á Prófnefnd.

TF3GW kemur í stað TF3KB.

Eftir breytingu yrði prófnefnd skipuð: TF3DX, TF3KX, TF3VS, TF3EK og TF3GW.

Stjórn felur TF3WZ og TF3JA að ganga frá bréfi til prófnefndar.

Samþykkt einróma.

3. Námsefni og prófkröfur

TF3EK leggur til að próf og námsefni verði yfirfarið heilstætt. Þá með vísan til CEPT reglugerða. Leggur fram bréf með tilvísun í reglugerðar númer o.fl.

Það er skoðun stjórnar ÍRA að gera þurfi átak til að aðlaga námsefni og tilhögun prófa breyttu umhverfi. Hér er bæði um að ræða að ljúka vinnu sem hafin fyrir nokkum árum til að taka saman heildstætt kennsluefni fyrir amatör próf og að próf og námsefni verði í samræmi við tilmæli CEPT. Þessi tilmæli er að finna á slóðinni https://cept.org/ecc/topics/radio-amateurs. Í skjali T/R 61-02 er fjallað um námsefni til G leyfis og ERC Report 32 á við um námsefni til N leyfis. Í ECC Recommendation (05)06 er fjallað um próf fyrir einstaklinga með hamlanir. Ennfremur er það vilji stjórnar að unnið verði að því að innleiða nýjan leyfisflokk í samræmi við ECC Report 89.

Stjórn styður tillögu Einars og verður hún lögð fyrir Prófnefnd ÍRA.

4. Fræðslustjóri

TF3WZ leggur til að búið verði til embætti fræðslustjóra. Fræðslustjóri verði skipaður af stjórn ÍRA til þess að halda utan um almennt fræðslustarf og þar þá helst að halda námskeið  vegna prófs til radioamatörs. Vinnur þá fræðslustjóri að þeim verkefnum fyrir stjórn.

Hellstu verkefni fræðslustjóra yrðu:

 • Dagskrá námskeiðis
 • Samskipti við kennara
 • Samskipti við nemendur
 • Samskipti við Prófnefnd
 • Samskipti við PFS
 • Utanumhald á námskefni, prentun kennsluefnis o.fl.
 • Bókun / umsjón á húsnæði
 • Fréttaflutningur af námskeiði
5. Aðlögun prófs vegna aðstæðna.

TF3JA leggur til að Fræðslustjóra sé gefið það vald að geta gert tillögu til Póst- og fjarskiptastofnunar um að námsmaður fái aðlagað próf vegna sérstakra aðstæðna. TF3DC lagði fram það sjónarmið að þetta verkefni þ.e. framkvæmd prófa hvort sem það væri almenna prófið eða próf við sérstakar aðstæður yrði í höndum Prófnefndar eins og verið hefði. Ef menn teldu að þörf á að stofna til nýs embættis fræðslustjóra væri rétt að hann einbeitti sér að fræðslunni en kæmi ekki að framkvæmd prófanna. Heppilegast væri að halda þessum þáttum, kennsla vs. próf, aðskildum eins og rætt hefði verið áður í stjórninni og menn verið nokkuð sammála um.