,

Vinsæl viðurkenningaskjöl kynnt í Skeljanesi

Jónas Bjarnason TF3JB í Skeljanesi 1. nóvember 2012.

ónas Bjarnason, TF3JB, mætti í Skeljanes þann 1. nóvember með erindi þeirra Guðlaugs Kristins
Jónssonar, TF8GX, um viðurkenningaskjöl radíóamatöra. Fram kom m.a. að í boði í heiminum í dag
eru um 10 þúsund mismundandi viðurkenningaskjöl. Jafnframt kom fram, að helstu útgefendur þessara viðurkenninga eru landsfélög radíóamatöra (m.a. Í.R.A.), hinir ýmsu klúbbar og samtök innan áhugamálsins og tímarit radíóamatöra. Um 20 félagsmenn mættu í Skeljanes þrátt yfir hvassviðri og kalsaveður í höfuðborginni.

Þekktustu viðurkenningaskjölin eru talin vera: DX Century Club, DXCC (ARRL); Worked All States, WAS (ARRL); Worked All Continents, WAC (IARU); Worked All Zones, WAZ (CQ); Worked All Prefixes, WPX (CQ); CQ DX Award (CQ); Islands on the Air, IOTA (RSGB); Worked All Europe, WAE(DARC); og Europa Diplom (DARC). Erindið verður fljótlega vistað rafrænt á heimasíðu félagsins.

Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Jónasi Bjarnasyni, TF3JB og Guðlaugi Kristini Jónssyni, TF8GX,fyrir erindið og Sigurbirni Þór Bjarnasyni, TF3SB, fyrir ljósmyndir.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

one × 3 =