,

Vel heppnað fimmtudagserindi TF3GL

Guðmundur Löve TF3GL fjallaði um væntanlega VHF leika og útbreiðslu radíóbylgna í VHF/UHF sviðunum.

Fimmtudagserindið þann 26. janúar var í höndum Guðmundar Löve, TF3GL, og nefndist það VHF leikar 2012; möguleikar á VHF/UHF samböndum; og sögur og staðreyndir um útbreiðslu merkja í þessum tíðnisviðum.

Guðmundur fór yfir tillögur að reglum og stigagjöf í VHF-leikum sem hugmyndin er að halda fyrstu helgina í júlí í sumar. Í umræðum komu fram ýmis sjónarmið og virtust flestir sammála því að hafa reglurnar og stigagjöfina sem einfaldasta. Sem stendur, er keppnin hugsuð sem “fully assisted” og aðeins vegalengd telur til stiga, en hafa má mest sex sambönd við hverja stöð á hverju bandi.

Seinni hluti erindisins fjallaði um bylgjuútbreiðslu og bylgjuhegðan á VHF og UHF, og um hjálparforrit til að skoða og reikna útbreiðslumyndir og radíólinka. Glærukynningu hefur verið komið fyrir á vefsíðu VHF-leikanna (http://www.ira.is/vhf-leikar/), þar sem einnig er að finna Google Earth-skrár sem sýndar voru. Glærukynninguna er einnig að finna á vefsíðu fræðslukvölda á heimasíðunni, sjá vefslóð (http://www.ira.is/itarefni/).

Í lok erindisins fóru fram fjörlegar umræður og svaraði Guðmundur greiðlega fjölmörgum fyrirspurnum. Þrátt fyrir mikið vetrarríki í höfuðborginni og erfiða færð mættu á þriðja tug félagsmanna í Skeljanesið.

Stjórn Í.R.A. þakkar Guðmundi Löve, TF3GL vel heppnað og áhugavert erindi og Jóni Svavarssyni, TF3LMN, fyrir myndatökuna.

Mynd úr sal. Frá vinstri: Ari Þ. Jóhannesson TF3ARI, Andrés Þórarinsson TF3AM, Mathías Hagvaag TF3-035 Haraldur Þórðarson TF3HP, Höskuldur Elíasson TF3RF og Óskar Sverrisson TF3DC. Fjær: M.a. Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA og Gísli G. Ófeigsson TF3G.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

19 + 4 =