,

TF3W verður QRV í ARRL Roundup keppninni

Ársæll Óskarsson TF3AO. Myndin var tekin hjá TF3W í SAC SSB keppninni 2011. Ljósmynd: TF3SA.

Ársæll Óskarsson, TF3AO og Svanur Hjálmarsson, TF3FIN, munu virkja félagsstöðina TF3W í Skeljanesi í ARRL Roundup RTTY keppninni helgina 5.- 6. janúar n.k. “Roundup” er 30 klst. keppni þar sem þátttakendur mega mest vera QRV í 24 klukkustundir á keppnistímanum. Hún hefst kl. 18:00 á laugardag og lýkur kl. 24:00 á sunnudag. Að sögn Sæla, ráðgera þeir félagar að verða einkum virkir í keppninni á sunnudag.

Keppnin er í reynd fyrir allar tegundir stafrænnar útgeislunar, þ.e. RTTY, ASCII, AMTOR, PSK31 og Packet, en RTTY hefur verið ríkjandi undanfarin ár. Keppnin fer fram á 10-80 metra böndunum og hvíldartímabil mega mest vera tvö og þurfa að vera tekin í mest tveimur samfelldum hléum. Sjá nánar reglur keppninnar á þessari vefslóð: http://www.arrl.org/files/file/Contest%20Rules%20PDFs/2013/2013-RTTYRU-Rules.pdf

Stjórn Í.R.A. óskar þeim félögum góðs gengis í keppninni.

Svanur Hjálmarsson TF3FIN. Myndin var tekin hjá TF3W í SAC SSB keppninni 2011. Ljósmynd: TF3SA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

16 − twelve =