,

TF1RPB í Bláfjöllum kominn í lag á nýrri tíðni

TF3RPB Páll, endurvarpi bláfjöllum.

Endurvarpinn TF1RPB í Bláfjöllum er kominn í lag, vinnur eðlilega og hefur verið færður á nýja tíðni, 145.750 MHz.

Sigurður Harðarson, TF3WS, lagði á fjallið snemma í morgun (29. júní), skipti um endurvarpa, “cavity” síu og loftnet og stillti
á nýju vinnutíðnina.

VHF Engineering endurvarpanum var skipt út fyrir endurvarpa af Zodiac gerð. “Cavity-síunni” var einnig skipt út fyrir aðra
(þar sem sú eldri hafði orðið fyrir eldingu). Þá var skipt um loftnet (þar sem það eldra var brotið). Augljóst er, að mikið hefur
gengið á uppi á fjallinu í vetur. Nýja loftnetið er bráðabirgðaloftnet og er stefnt að því að fara á ný á fjallið við tækifæri og setja
upp stærra loftnet.

Stjórn Í.R.A. þakkar Sigurði fyrir frábæra aðstoð.

 TF2JB
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

13 − six =