,

TF útileikarnir, skiladagur dagbóka er 31. ágúst n.k.

Margir tóku þátt úr bílnum í TF útileikunum um s.l. verslunarmannahelgi.

Frestur til að skila fjarskiptadagbókum (eða afritum þeirra) fyrir QSO í útileikunum, rennur út miðvikudaginn 31. ágúst n.k. Engar kröfur eru um að menn reikni stig sín sjálfir (frekar en þeir vilja) því það verður hvort eð er gert af þeim sem fara yfir dagbækurnar. Framsetning dagbókarfærslna er tiltölulega frjáls og því er unnt að skila inn ljósriti af pappírsloggum, í Excel, textaskrá eða á öðru formi sem auðvelt er að prenta á pappír. Þeir sem hafa dagbókina í gagnagrunni, eru þó beðnir um að senda ekki ADIF-skrár, heldur velja fremur Cabrillo-útgáfu sem sýnir samböndin listuð upp í röð. Munið að láta upplýsingar um stöðina ykkar fylgja (tæki, loftnet, QTH, afl, o.s.frv.) og myndir úr útileikunum eru alltaf vel þegnar fyrir CQ TF og vefsíðu ÍRA. Nánari upplýsingar um útileikana má t.d. sjá í júlíhefti CQ TF 2011 og á vef ÍRA á netinu.

Allir sem senda inn fjarskiptadagbók (sama hversu fá samböndin voru) fá viðurkenningu fyrir þátttöku og að auki fá stigahæstu menn sérstakar viðurkenningar. Menn eru hvattir til að skila gögnum inn ekki síðar en 31. ágúst n.k. Bjarni Sverrisson, TF3GB, veitir dagbókunum viðtöku. Hann svarar jafnframt spurningum um skil á gögnunum ef menn óska.

Bjarni Sverrisson, TF3GB,
Hnjúkaseli 4,
109 Reykjavík.
Netfang: tf3gb@islandia.is

Að sjálfsögðu eru myndir og frásagnir úr útileikunum alltaf vel þegnar! Þeim má skila um leið til Bjarna Sverrissonar, TF3GB, eða beint til Kristins Andersen, TF3KX, ritstjóra CQ TF. Netfang: cqtf@ira.is

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three × 2 =