,

Sólríkur sunnudagsfundur í Skeljanesi

Erlendu gestirnir ásamt félagsmönnum Í.R.A. fyrir utan félagsaðstöðuna í Skeljanesi sunnudaginn 5. maí.

Framkvæmdanefnd IARU Svæðis 1 hélt stjórnarfund sinn árið 2013 í Reykjavík, helgina 4.-5. maí. Í tilefni fundarins sýndu nefndarmenn áhuga á að hitta félagsmenn Í.R.A. eftir stjórnarfundinn, síðdegis á sunnudag. Í ljósi þessa var ákveðinn óformlegur fundur í félagsaðstöðunni í Skeljanesi á milli kl. 15 og 17 sunnudaginn 5. maí. Rúmlega 20 manna hópur þeirra (að meðtöldum mökum) mætti síðan í Skeljanes og fór vel á með félagsmönnum Í.R.A. og gestunum; en nær 30 félagsmenn Í.R.A. mættu á staðinn og þáðu veitingar. Auk framkvæmdanefndarmanna IARU Svæðís 1, mættu varaforseti IARU og formaður IARU Svæðis 2 í Skeljanes, þeir Ole Garpestad, LA2RR og Renaldo Leandro, YV5AM en Timothy S. Ellam, VE6SH, forseti IARU komst ekki þar sem hann þurfti að taka flug til Evrópu síðdegis sama dag.

Stjórn Í.R.A. þakkar ánægjulega samveru með gestum og félagsmönnum þennan sólríka sunnudag í Skeljanesi.

Jónas Bjarnason TF3JB formaður Í.R.A. og Hans Blondeel Timmerman PB2T formaður IARU Svæðis 1.
Hans færði formanni Í.R.A. þessa hollensku tréskó að gjöf en þeir eru þjóðartákn Hollendinga.

Andrés Þórarinsson varaformaður Í.R.A. ásamt Ole Garpestad LA2RR, varaforseti IARU, alheimssamtaka landsfélaga radíóamatöra og eiginkonu hans, Karin Margot Garpestad, LA8UW.

(Ljósmyndir: Jón Svavarsson, TF3JON).

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five + 14 =