,

Samráðsfundur með Póst- og fjarskiptastofnun

Þátttakendur á samráðsfundi Í.R.A., IARU og IARU Svæðis 1 þann 7. maí. Frá vinstri: Hörður R. Harðarson, sérfræðingur hjá PFS; Þorleifur Jónasson, forstöðumaður tæknideildar PFS; Kristján Benediktsson TF3KB; Jónas Bjarnason TF3JB; Ole Garpestad LA2RR, varaforseti IARU; Hans Blondeel Timmerman PB2T, formaður IARU Svæðis 1; Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA og Bjarni Sigurðsson, sérfræðingur hjá PFS.

Sérstakur fundur fulltrúa Í.R.A. og fulltrúa IARU og IARU Svæðis 1, var haldinn í húsnæði stofnunarinnar að Suðurlandsbraut 4 í Reykjavík, þann 7. maí. Efnt var til fundarins að ósk fulltrúa IARU sem staddir voru hér á landi sem gestir á fundi framkvæmdanefndar IARU Svæðis 1 helgina 4.-5. maí 2013.

Þeir Ole Garpestad, LA2RR, varaformaður IARU og Hans Blondeel Timmerman, PB2T, formaður IARU Svæðis 1 kynntu frumvarp IARU um nýtt amatörband á 60 metrum (5 MHz) sem verður lagt fyrir Alþjóðlega radíófjarskiptaráðstefnu ITU, WRC-15 (World Radiocommunication Conference) sem haldin verður í Genf í Sviss, 2.-27. nóvember 2015. Einnig var rætt almennt um tíðnimál radíóamatöra og EMC málefni. Fundurinn var mjög vinsamlegur.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

13 + eighteen =