,

Radíóamatörapróf

Próf fyrir verðandi radíóamatöra verður haldið í kennslustofu M119 í Háskólanum í Reykjavík, HR, á vegum ÍRA í samvinnu við Póst- og fjarskiptastofnun,  PFS, laugardaginn 26. maí.

Prófið er í tveimur liðum, tæknipróf og reglugerðarpróf.  Standast verður bæði prófin til að öðlast radíóamatörleyfi.  Hafi viðkomandi áður staðist annað hvort prófið þá þarf ekki að endurtaka það.  Frávik frá þessu er að próftaki ætli að hækka einkunn sína í tækniprófi til að öðlast G-leyfi.  Tækniprófið hefst klukkan 10:00 og reglugerðarprófið klukkan 13:00. Próftíminn eru tvær klukkustundir fyrir hvort próf.

Væntanlegir þáttakendur geta tilkynnt sig í próf til ÍRA á ira@ira.is eða beint til Póst- og fjarskiptastofnunar á pfs@pfs.is að lágmarki viku fyrir prófdag.

Seinna um daginn er áætlað að halda prófsýningu og verður nánari tilhögun tilkynnt á prófdegi.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

six − five =