,

Opið hús og tiltekt í Skeljanesi í kvöld

sælir félagar nú er farið að styttast í aðalfund og okkur langar til að ljúka þeirri tiltekt sem hófst í Skeljanesi fyrir mart löngu eins vel og aðstæður leyfa fyrir aðalfundinn. Við ætlum þess vegna að taka til í húsnæðinu í kvöld og vonumst til að þið mætið sem flestir og aðstoðið okkur við það. Einnig þarf að taka til hendinni við stöð félagsins og ekki væri verra ef einhverjir ykkar tækju að sér verkefni uppi í sjakk í kvöld. Gott væri að menn tækju með sér einhver verkfæri sem nýtast við þá vinnu. Eitthvað er til af verkfærum í Skeljanesi.

Að sjálfsögðu verður einnig nægur tími til að ræða málin, fá sér kaffibolla og kleinu með og skiptast á skoðunum um hvaðeina sem snertir áhugamálið. Eitt mál þarf að ræða vel fyrir aðalfund en það er hvernig stjórn ÍRA verður uppálagt að veita umsögn til Pfs um umsóknir manna um leyfi og kallmerki. TF3EK lagði fram á síðasta fimmtudagskvöldi tillögu varðandi einsbókstafs viðskeytin sem gengur út á að mæla með að slík kallmerki verði að mestu einungis úthlutað tímabundið, hver er skoðun ykkar á þeirri tillögu? Ýmislegt fleira væri hægt að telja upp en við geymum það til kvölds.

fh stjórnar ÍRA 73 de TF3JA

TF3EK og TF3GB reistu SteppIR prjóninn aftur í vikunni

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five × 3 =