,

Nýir embættismenn taka við

Benedikt Guðnason TF3TNT nýr stöðvarstjóri TF3IRA. Fráfarandi stöðvarstjóri, Benedikt Sveinsson.

TF3CY, sést í baksýn uppi í loftnetsturni félagsins. Ljósmynd: Jón Svavarsson TF3LMN.

Mathías Hagvaag TF3-Ø35 nýr QSL stjóri Í.R.A. tekur við lyklunum af Guðmundi Sveinssyni TF3SG, fráfarandi QSL stjóra Í.R.A. Ljósmynd: Jón Svavarsson TF3LMN.

Tveir nýir embættismenn félagsins tóku formlega til starfa s.l. fimmtudag, þann 26. júlí. Það eru þeir Benedikt Guðnason, TF3TNT, sem tók við starfi stöðvarstjóra TF3IRA af Benedikt Sveinssyni, TF3CY. Benedikt hætti formlega sem stöðvarstjóri þann 17. febrúar s.l., en tók að sér að gegna embættinu til bráðabirgða þar til nýr stöðvarstjóri yrði skiptaður.

Mathías Hagvaag, TF3-Ø35, tók við starfi QSL stjóra Í.R.A. sama dag af Guðmundi Sveinssyni, TF3SG. Guðmundur hætti formlega sem QSL stjóri þann 4. júní s.l., en tók að sér að gegna embættinu til bráðabirgða þar til nýr QSL stjóri yrði skipaður. Formleg skipan fór fram á stjórnarfundi nr. 2/2012 þann 5. f.m.

Stjórn Í.R.A. býður nýja embættismenn velkomna og óskar þeim farsældar í starfi. Fráfarandi embættismönnum eru þökkuð góð störf í þágu félagsins.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

fifteen − one =