,

Nýir embættismenn Í.R.A.

Benedikt Guðnason, TF3TNT

Matthías Hagvaag, TF3MH.

 

 

4

 

 

 

 

 

 

Á stjórnarfundi þann 5. þ.m. voru þeir Benedikt Guðnason, TF3TNT og Mathías Hagvaag, TF3-Ø35, skipaðir í embætti stöðvarstjóra TF3IRA annarsvegar, og embætti QSL stjóra útsendra korta hinsvegar. Báðir hafa starfað á vettangi félagsins um árabil.

Benedikt Guðnason, TF3TNT, fékk úthlutað kallmerki árið 1996 og er handhafi leyfisbréfs nr. 236. Hann hefur töluvert starfað á vettvangi félagsins. Hann sat í stjórn Í.R.A. á tímabilinu 2001-2005, fyrst sem varamaður 2001-2003 og síðan sem ritari og meðstjórnandi 2003-2005. Hann sat ráðstefnu NRAU sem haldin
var í Borgarnesi 2002 og var annar tveggja fulltrúa Í.R.A. í VHF nefnd fundarins. Í framhaldi sótti hann VHF ráðstefnu NRAU í Noregi. Benedikt hefur að auki skrifað greinar í CQ TF og flutt erindi á vettvangi félagsstarfsins. Fráfarandi stöðvarstjóri er Bendikt Sveinsson, TF3CY.

Mathías Hagvaag, TF3-Ø35, hefur verið félagsmaður í nær 40 ár og töluvert starfað á vettvangi félagsins. Hann var Bóka- og húsvörðar félagsins 1979-1987 og sat í stjórn Í.R.A. sem varamaður 1986-1987. Þá var hann QSL stjóri kortastofu Í.R.A. um fimm ára skeið 1983-1988. Mathías var QSL Manager fyrir TF4F og TF6M leiðangrana og fyrir TF3SV (sk). Síðustu misserin hefur hann m.a. unnið að samantekt QSL korta vegna umsókna um viðurkenningaskjöl fyrir TF3IRA. Fráfarandi QSL stjóri útsendra korta er Guðmundur Sveinsson, TF3SG.

Um leið og nýir embættismenn eru boðnir velkomnir til starfa er fráfarandi embættismönnum þakkað fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Þeir Benedikt og Mathías munu formlega taka við embættum þann 26. júlí n.k.

F.h. stjórnar Í.R.A.,

Jónas Bjarnason, TF2JB,
formaður.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

one × three =