,

Niðurstöður úr CQ WW DX SSB keppninni 2010

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW.

Í ágústhefti CQ tímaritsins 2011 eru birtar niðurstöður úr CQ World-Wide SSB CW keppninni sem fram fór helgina 30.-31. október 2010. Ágæt þátttaka var frá TF, en alls sendu sjö stöðvar inn keppnisdagbækur. Þessar stöðvar deilast á alls sex keppnisflokka (sbr. upplýsingar í meðfylgjandi töflu).

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, var með afgerandi bestan árangur á meðal TF stöðva í keppninni, með nær 1 milljón stiga og yfir 3 þúsund QSO, en hann keppti á 14 MHz. Yngvi Harðarson, TF3Y, varð í efsta sæti í keppnisflokknum “öll bönd hámarks útgangsafl” eða með 287 þúsund stig og 905 QSO. Í öðru sæti varð Andrés Þórarinsson, TF3AM, með nær 269 þúsund stig (og í raun með fleiri QSO og margfaldara heldur en Yngvi en óhagstæðara hlutfall QSO stiga). Ársæll Óskarsson, TF3AO, var með 3. bestan árangur á meðal TF stöðva, en hann hafði 363 QSO á 21 MHz.

Keppnisflokkur

Kallmerki

Árangur

QSO

CQ svæði

DXCC einingar

Öll bönd – einmenningsflokkur, hámarks útgangsafl TF3Y*

287,272

905

45

104

Öll bönd – einmenningsflokkur, hámarks útgangsafl TF3AM

268,640

1057

47

183

Öll bönd – einmenningsflokkur, lágafl (100W) TF8GX*

45,510

219

31

80

Öll bönd – einmenningsflokkur, hámarks útgangsafl, aðstoð TF3IG*

7,840

111

21

59

14 MHz – einmenningsflokkur, hámarks útgangsafl TF3CW* 996,853

3028

34

109

21 MHz – einmenningsflokkur, hámarks útgangsafl, aðstoð TF3AO*

17,689

363

9

40

1.8 MHz – einmenningsflokkur, hámarks útgangsafl TF3SG*

19,527

206

15

54

*Bestur árangur í viðkomandi keppnisflokki (innan TF) og handhafi viðurkenningarskjals.

Hamingjuóskir til þátttakenda með árangurinn.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 × two =