,

Námskeið til amatörprófs, frestur til 5. febrúar

Háskólinn í Reykjavík

Athygli er vakin á að skráning á námskeið Í.R.A. til amatörprófs er opin til 5. febrúar n.k. Námskeiðið hefst þann 12. febrúar n.k. og lýkur með prófi Póst- og fjarskiptastofnunar þann 4. maí. Kennt verður á þriðjudögum og föstudögum kl. 18:30-20:30 í Háskólanum í Reykjavík.

Áhugasamir eru beðnir um að skrá þátttöku á ira (hjá) ira.is Námskeiðsgjald er 14 þúsund krónur fyrir félagsmenn en 19 þúsund krónur fyrir aðra. Inni í því verði fylgja öll námskeiðsgögn. Greiða má gjaldið beint inn á bankareikning Í.R.A. sem er: 0116-26-7783; kennitala: 610174-2809. Beðið er um, að láta fylgja í athugasemdadálki frá hverjum greiðslan er (þ.e. nafn og kennitölu).

Námskeiðgögn verða til afgreiðslu til þeirra sem greitt hafa námskeiðsgjald frá 7. febrúar n.k. í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes eða til sendingar í pósti. Ábyrgðarmaður námskeiðsins fyrir hönd Í.R.A. er Jónas Bjarnason, TF3JB. Tölvupóstfang: jonas (hjá) hag.is / GSM sími: 898-0559.

Stjórn Í.R.A. þakkar forráðamönnum Póst- og fjarskiptastofnunar, forráðamönnum Háskólans í Reykjavík og Prófnefnd Í.R.A. fyrir stuðning og góða aðstoð við undirbúning námskeiðsins.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

18 − ten =