,

Námskeið Í.R.A. til amatörprófs hálfnað

Háskólanum í Reykjavík 19. mars. Haukur Konráðsson TF3HK útskýrir sveifluvaka.

Námskeið Í.R.A. til amatörprófs 2013 var hálfnað þriðjudaginn 19. mars. Þá urðu kennaraskipti og tók Haukur Konráðsson, TF3HK við kennslu af Vilhjálmi Þór Kjartanssyni, TF3DX. Þetta var 12. kennslukvöldið (af 22) en 23. skiptið verður til upprifjunar þann 3. maí n.k. Námskeiðinu lýkur síðan með prófi til amatörleyfis á vegum Póst- og fjarskiptstofnunar degi síðar, laugardaginn 4. maí n.k.

Leiðbeinendur: Andrés Þórarinsson TF3AM; Ágúst Sigurðsson TF3AU; Haukur Konráðsson TF3HK; Henry Arnar Hálfdánarson TF3HRY; Hörður Mar Tómasson TF3HM, Kristinn Andersen TF3KX; Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA; Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX; og Þór Þórisson TF3GW.

Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX, formaður prófnefndar Í.R.A. vann skipulag námskeiðsins. Umsjónarmaður f.h. Í.R.A., er Jónas Bjarnason TF3JB. Námskeiðið er haldið í Háskólanum í Reykjavík og er fjöldi þátttakenda átján.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

ten + 12 =