,

Heimasíða, póstlisti og eldri fréttir

Að undanförnu hafa nokkrir félagsmenn lent í vandræðum við að sækja efni og/eða að tengjast vefum Í.R.A. Hér á eftir er stuttlega fjallað um: (1) Aðgang að þeim hluta heimasíðu félagsins sem er lokaður öðrum en félagsmönnum; (2) póstlista Í.R.A.; og (3) leiðbeiningar um hvernig kalla má fram eldri fréttir á heimasíðunni.

Hvað varðar aðgangskóða, má „biðja” tölvuna um að geyma aðgangsorðin og eftir það er aðgangur hraður og öruggur. Undirritaður mælir með þessari aðferð og hefur t.d. ekki átt í vandræðum hvað þetta áhrærir a.m.k. í 2 ár. Ef aðgangskóði er gleymdur eða ef tölvan hefur ekki verið “beðin” um að geyma kóðann, má einfaldlega smella á gluggann sem opnast (ef aðgangur er ekki heimilaður vegna þess að kóðinn er rangur) og biðja um nýjan. Hann mun berast innan fárra mínútna um tölvupóst. Það sama gildir um aðgang að póstlista Í.R.A. Loks eru það fréttirnar. Ástæða er til að útskýra að auðvelt er að nálgast eldri fréttir sem birst hafa á heimasíðunni allt aftur til júnímánaðar 2008. Til skýringar má geta þess, að undanfarin misseri hefur rennsli frétta verið töluvert mikið og hver frétt hefur ekki nema 2 vikna “líftíma”, þ.e. eftir þann tíma hverfur hún af skjánum. En hún fer í sjálfu sér ekki langt, sbr. leiðbeiningar neðar.

(1) Heimasíða. Nýtt 32 blaðsíðna tölublað CQ TF, 4. tbl. 2010 kom út s.l. föstudag (12. nóvember). Ef ofangreindar leiðbeiningar virka ekki, má leita til Sveins Braga Sveinssonar, TF3SNN, um aðstoð og mun hann „kippa” málinu fljótt og vel í lag. Senda má tölvupóst á hann á póstfangið ira@ira.is. Sjá einnig: http://www.ira.is/pages/viewpage.action?pageId=4555515

(2) Póstlisti. Félagsmenn, sem óska eftir aðgangi að Póstlista Í.R.A. geta á sama hátt óskað eftir aðstoð með því að senda Sveini Braga tölvupóst á ofangreint póstfang. Athugið, að aðgangskóði að heimasíðu er annar en sá sem er að póstlista, þar sem póstlistinn er hluti af „Yahoo” en heimasíðan vinnur í „Atlassian Confluence” umhverfi. Ástæða er til að endurtaka, að það góða við þessa kóða er, að eftir að þeir hafa einu sinni verið settir inn í tölvuna, má láta hana muna þá – líkt og t.d. er með heimabanka, aðgang að áskrift dagblaða o.s.frv.

(3) Fréttir. Þegar heimasíða félagsins er opnuð, blasir við orðið „Fréttir” sem er undirstrikað (fyrir neðan bleika kassann „Radíóamatörnámskeið”). Ef bendillinn er færður yfir orðið „Fréttir” og vinstri smellt á músina, kemur upp ný síða og nýjasta fréttin færist til vinstri á síðunni og hægra megin á móti henni birtist mánaðardagatal, þ.e. „Nóvember 2010″ (sem er undirstrikað). Jafnframt birtist lítil ör vinstra megin við orðin „Nóvember 2010″. Ef tvísmellt er á örina, koma upp allar fréttir sem birst hafa á heimasíðunni í nóvembermánuði í tímaröð, þ.e. fyrsta frétt mánaðarins var sett á heimasíðuna 2. dag mánaðarins o.s.frv. Ef áhugi er á að skoða eldri fréttir sem birst hafa á heimasíðunni t.d. í október, er einfaldlega smellt aftur á örina og þá koma upp allar fréttir sem birtust í október o.s.frv. Önnur ör birtist hægra megin við mánaðardagatalið ef t.d. er óskað að fara frá október fram í nóvembermánuð.

Með góðri kveðju frá Hvanneyrarstað,

73 de TF2JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

8 − 2 =