,

GlobalSET 2014 á sunnudag 11:00 til 15:00

Alheimsneyðarfjarskiptaæfing verður núna á sunnudag og hefst klukkan 11. Æfingunni lýkur klukkan 15. Allar upplýsingar um æfinguna eru á heimasíðu IARU Global Set 2014

Æfingin gengur út á að neyðarfjarskiptastöðvar senda æfingaskeyti til aðalstöðvanna á hverju svæði. TF3IRA tekur þátt í æfingunni fyrir hönd Íslands en opið er fyrir aðrar stöðvar ýmissa björgunar- eða neyðarhópa á landinu að taka þátt. Þannig gæti til dæmis stöð Radíóskáta tekið þátt. Þeir sem áhuga hafa á að koma í Skeljanesið á sunnudag og taka þátt er bent á að hafa samband við TF3JA neyðarfjarskiptastjóra ÍRA. Skeljanesið verður opið frá 11 til 15 á sunnudag og tilvalið fyrir félaga að koma, fá sér kaffi og ræða málin, jafnvel senda eins og eitt skeyti á Morse.

Bárðarbunga

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

9 + seventeen =