,

Fréttir úr Skeljanesi

1) Vetrardagskrá Í.R.A. fyrir október-desember verður kynnt 27. september n.k.
2) Námskeið til amatörprófs er fyrirhugað í febrúar-maí n.k.
3) Nýr VHF Manager Í.R.A.
4) Starfshópur til að gera tillögur um neyðarfjarskiptastefnu Í.R.A.
5) Starfshópur til að gera tillögur um stefnumótun Í.R.A. um fjaraðgang.
6) TF3W verður QRV í SSB hluta SAC keppninnar 2012.

Frá vel heppnuðum kynningarfundi vetrardagskrárinnar sem haldinn var þann 15. september 2011.

1. Vetrardagskrá Í.R.A. fyrir tímabilið október-desember 2012.
Vetrardagskrá Í.R.A. fyrir tímabilið október-desember 2012 verður kynnt fimmtudaginn 27. september n.k. Fundur hefst stundvíslega kl. 20:30 og mun Andrés Þórarinsson, TF3AM,varaformaður, kynna dagskrána sem samanstendur af alls 21 viðburði. Áhugaverðar nýjungar verða í boði að þessu sinni en alls koma 17 félagsmenn að verkefninu. Hugmyndin er, að á síðari hluta fundarins verði opin málaskrá undir stjórn Kjartans H. Bjarnasonar, TF3BJ, gjaldkera.

Hluti nemenda sem sat próf til amatörleyfis í félagsaðstöðunni við Skeljanes í maí 2011.

Benedikt Guðnason, TF3TNT

3. Nýr VHF stjóri Í.R.A.
Á stjórnarfundi þann 17. september, var samþykkt samhljóða að skipa Benedikt Guðnason, TF3TNT, VHF Manager Í.R.A. Embættið hefur ekki verið skipað um skeið, en stjórn félagsins er þeirrar skoðunar að með aukinni virkni í þessum tíðnisviðum, m.a. með tilkomu vel heppnaðra VHF leika 2012, sé kominn
tími til að skipa í embættið. Stjórn Í.R.A. býður Benedikt Guðnason, TF3TNT, velkomin til starfa og óskar honum farsældar í starfi.


4. Starfshópur til að gera tillögur neyðarfjarskiptastefnu Í.R.A.
Á stjórnarfundi þann 17. september, var samþykkt að skipa sérstakan starfshóp til að gera tillögur um neyðarfjarskiptastefnu félagins. Þeir sem skipaðir eru í starfshópinn:

Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA, neyðarfjarskiptastjóri Í.R.A., formaður.
Sigurður Óskar Óskarsson, TF2WIN, fulltrúi stjórnar.
Ari Þórólfur Jóhannesson, TF3ARI.
Henry Arnar Hálfdánarson, TF3HRY.
Jón Svavarsson, TF3LMN.
Jónas Friðgeirsson, TF3JF.


5. Starfshópur til að gera tillögur um stefnumótun Í.R.A. um fjaraðgang.
Á stjórnarfundi nr. 4/2012-2013 þann 17. september, var var samþykkt, að skipa sérstakan starfshóp er geri tillögur um stefnumótun félagsins hvað varðar fjaraðgang, að teknu tilliti til alþjóðlegrar leiðsagnar sem er til mótunar um þessar mundir. Þeir sem skipaðir eru í starfshópinn:

Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX.
Kristján Benediktsson, TF3KB.
Yngvi Harðarson, TF3Y.

Sigurður R. Jakobsson TF3CW notaði kallmerkið TF2CW í síðustu SAC keppni frá QTH’i TF2LL.

6. TF3W verður QRV í SSB hluta SAC keppninnar.
Stöðvarstjóri TF3IRA hefur samþykkt að Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, virkji félagsstöðina í SSB hluta SAC keppninnar 2012 sem haldin verður helgina 13.-14. október n.k. Notað verður keppniskallmerki félagsins, TF3W.

(Höfundar ljósmynda: Mynd 1: TF3LMN. Mynd 2: TF3JB. Mynd 3: TF3LMN. Mynd 4: Björg, XYL TF3CW).

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 × five =