,

Færum tækin nær loftnetinu

Sælir félagar.

Ég rakst í morgun á þessa frétt sem mér finnst eiga miklu betur við okkur radíóáhugamenn sem forsíðufrétt en sú sem var hér í fyrsta sæti.. fréttin er um þá nýju tækni sem er að þróast í framhaldi af SDR-tækninni að staðsetja tækin nær loftnetinu eða jafnvel innbyggð í loftnetin. Við lestur fréttarinnar mundi ég líka allt í einu eftir því að þegar Villi DX kom heim frá sínu námi í USA fyrir einum mannsaldri eða svo var hann uppfullur af hugmyndum um að bestu viðtækin væru með beina umbreytingu frá RF í AF án millitíðni og án allra LC rása á inngangi. Nú er þessi Villa-veröld orðin að veruleika eins og kannski allir vita en fyrir þá sem kannski ekki hafa alveg fylgst með gæti verið áhugavert að lesa þessa frétt.
Ég get heldur ekki látið hjá líða að minnast Skyggnis heitins en hann var eimmitt byggður á þennan hátt, að vísu þannig að virkni 32 metra loftnetsins var dregin inn að tækjunum með hjálp spegla.

Pushing Software Radio Closer To The Antenna

By Pentek, Inc.

New technologies offer engineers of SDR (software-defined radio) systems diverse opportunities to perform digital-signal processing much closer to the antenna than ever before. Strategies for doing so include the latest wideband data converters, monolithic receiver chips, compact RF tuners, and remote receiver modules using gigabit serial interfaces. Each approach presents benefits and tradeoffs that must be considered in choosing the optimal solution for a given application.

73 de TF3JA

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

7 + 5 =