,

EMC nefnd Í.R.A. skipuð

Yngvi Harðarson TF3Y

Gísli G. Ófeigsson, TF3G

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á stjórnarfundi nr. 6/2011 var samþykkt að skipa Sæmund Þorsteinsson, TF3UA, formann nýrrar EMC nefndar félagsins
(e. Electro Magnetic Compatibility). Sæmundi var falið að velja tvo leyfishafa til samstarfs í nefndinni og kynnti hann val sitt á
stjórnarfundi nr. 7/2011 sem haldinn var nýlega. Það eru: Gísli G. Ófeigsson, TF3G og Yngvi Harðarson, TF3Y.

Nefndin mun fljótlega koma saman, semja tillögur að reglum/erindisbréfi og undirbúa frumvarp til lagabreytinga á aðalfundi
Í.R.A. 2012. EMC nefnd verður einskonar „fastanefnd” innan félagsins, líkt og t.d. prófnefnd. Nefndin hefur það verksvið
að vera félagsmönnum til aðstoðar (ef óskað er) þegar truflanir koma fram, vera stjórn til ráðgjafar og í sérstökum tilvikum,
Póst- og fjarskiptastofnun, sbr. umfjöllun í síðasta hefti CQ TF.

Stjórn Í.R.A. býður nefndina velkomna til starfa.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 × four =