,

Aðalfundur ÍRA 2018

Aðalfundur ÍRA 2018 var haldinn 15. mars s.l. í sal TR í Reykjavík. Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf, m.a. stjórnarkjör. Formaður var kosinn Jónas Bjarnason, TF3JB. Til setu í stjórn til 2 ára voru kjörnir Óskar Sverrisson, TF3DC og Georg Magnússon, TF2LL. Varamenn til 1 árs voru kjörnin þau Sæmundur Þorsteinsson, TF3UA og Elín Sigurðardóttir, TF2EQ. Fyrir sitja í stjórn (síðara tímabil), Einar Kjartansson, TF3EK og Jóhannes Hermannsson, TF3NE. Skoðunarmenn reikninga voru endurkjörnir, þeir Yngvi Harðarson, TF3Y, Haukur Konráðsson, TF3HK og Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson, TF3VS, til vara.

Embættismenn fundarins voru kjörnir þeir Haraldur Þórðarson, TF8HP og Andrés Þórarinsson, TF3AM, fundarritari. Félagsgjald var samþykkt óbreytt fyrir 2018-2019, 6.500 krónur. Alls mættu 33 félagsmenn á fundinn.

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar í Skeljanesi 20. mars, skipti stjórn með sér verkum samkvæmt eftirfarandi:

Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður
Óskar Sverrisson, TF3DC, varaformaður.
Georg Magnússon, TF2LL, ritari.
Einar Kjartansson, TF3EK, gjaldkeri.
Jóhannes Hermannsson, TF3NE, meðstjórnandi.

Þakkir voru samþykktar til handa þeim félagsmönnum sem nú hverfa úr stjórn. Þeir eru Jón Þ. Jónsson, TF3JA (fráfarandi formaður), Ölvir Styrr Sveinsson, TF3WZ (fráfarandi ritari), S. Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY (fráfarandi varamaður) og Egill Ibsen Óskarsson, TF3EO (fráfarandi varamaður).

Frá aðalfundi 2018, ljósmynd TF1A.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

2 × 2 =