,

1. fundur starfshóps Í.R.A. um neyðarfjarskipti

Jón Þóroddur Jónsson TF3JA neyðarfjarskiptastjóri Í.R.A. og formaður starfshóps félagsins um neyðarfjarskipti við setningu fundarins þann 1. október ásamt Sigurði Óskari Óskarssyni TF2WIN.

Fyrsti fundur starfshóps sem skipaður var af stjórn Í.R.A. þann 17. f.m. til að gera tillögur um neyðarfjarskiptastefnu félagsins var haldinn í félagsaðstöðunni í Skeljanesi þann 1. október s.l. Fundin sátu Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA, neyðarfjarskiptastjóri Í.R.A. og formaður starfshópsins; Sigurður Óskar Óskarsson, TF3WIN, fulltrúi stjórnar Í.R.A.; Henry Arnar Hálfdánarson, TF3HRY; Jón Svavarsson, TF3LMN; og Jónas Friðgeirsson, TF3JF. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF3ARI, er einnig í starfshópnum, en var fjarstaddur vegna vinnu. Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður Í.R.A. sat fundinn. Fram kom í inngangsræðu hans, að stjórn félagsins væntir mikils af störfum hópsins og óskaði hann viðstöddum góðs gengis í vinnu sinni.

Fundurinn stóð í um tvær klukkustundir. Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA, sagðist vera mjög ánægður með þennan fyrsta fund. Menn hafi verið áhugasamir og margt áhugavert hafi komið fram sem lofi góðu um framtíðarvinnu starfshópsins. Næsti fundur er boðaður að þremur vikum liðnum. Sjá nokkrar ljósmyndir frá fundinum hér fyrir neðan.

Henry Arnar Hálfdánarson TF3HRY, Jón Þóroddur Jónsson TF3JA og Sigurður Óskarsson TF2WIN.

Jón Svavarsson TF3LMN.

Jónas Friðgeirsson TF3JF.

Ari Þórólfur Jóhannesson TF3ARI gat ekki setið fundinn, en hér fylgir mynd af kappanum.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

8 − three =