,

Fréttir af framkvæmdum í félagsaðstöðunni

Minolta 4320 ljósritunarvél félagsins komin á sinn stað á 1. hæð í félagsaðstöðunni. Ljósmynd: TF2JB.

Nýlega var ljósritunarvél félagsins tekin í notkun á ný eftir að hafa verið í geymslu í nokkur ár. Hún er af gerðinni Minolta 4320 og er fjölnota, þ.e. getur bæði ljósritað á hefðbundna stærð pappírs (A4) og A3, auk þess að geta stækkað/minnkað texta frumrits. Það, að vélin getur ljósritað í A3 pappírsstærð gefur t.d. möguleika á að ljósrita á eitt blað opnu úr tímariti eins og QST. Þess má geta, að í félagsaðstöðu Í.R.A. liggja hverju sinni frammi nýjustu tímarit landsfélaga radíóamatöra á Norðurlöndunum, Evrópu (t.d. frá Þýskalandi, Frakklandi og Ítalíu) og frá Asíu og Norður Ameríku. Það var Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS, sem færði félaginu þessa frábæru vél á sínum tíma. Loks má geta þess, að Heimir Konráðsson, TF1EIN, sá um rafmagnsvinnu, þ.e. lagði rafmagn að vélinni og setti upp sérstakan stýrirofa og eru honum færðar bestu þakkir.

Ljósritunarvélin flutt á milli hæða. Frá vinstri: TF3SNN, TF3SG, TF3AO og TF3PPN. Ljósmynd: TF3LMN.

Það var nokkuð átak að flytja vélina úr geymslunni í kjallara félagsaðstöðunnar upp í samkomusalinn á 1. hæð þar sem vélin er bæði stór og þung (sem nokkuð má merkja má af svipnum á burðarmönnunum á ljósmyndinni hér að ofan).

Guðmundur Sveinsson, TF3SG, QSL Manager Í.R.A. í nýrri vinnuaðstöðu kortastofunnar. Ljósmynd: TF3LMN.

Við sama tækifæri og ljósritunarvél félagsins var flutt upp á 1. hæð í félagsaðstöðunni fékk Guðmundur Sveinsson, TF3SG, QSL Manager bætta vinnuaðstöðu. Á myndinni má sjá Guðmund raða kortum til útsendingar erlendis

Annar nýju stólanna við fjarskiptaborð-A. Ljósmynd: TF2JB.

Nýlega voru fest kaup á tveimur nýjum stólum í fjarskiptaherbergi félagsins samkvæmt sérstakri heimild stjórnarfundar nr. 2 starfsárið 2010/2011. Þeir eru af gerðinni Markus (vörunúmer 40103100) og voru keyptir í IKEA. Þeir koma í stað rúmlega 40 ára gamalla skrifstofustóla sem félaginu voru gefnir notaðir á sínum tíma.

Vörulýsing IKEA fyrir Markus stólana er eftirfarandi: Hentugur fyrir skrifstofuna, þæginlegur að sitja í á löngum vinnudögum. Stilltu hæðina til að sitja þægilega. Festanlegar stillingar til að auka stöðugleikann og til þess að stýra setstöðunni. Með bakstuðningi; léttir á og styður við bakið. Með hálspúða; auka stuðningur við höfuð og háls. Möskvarnir á bakinu hleypa lofti í gegn um sig og að bakinu á þér þegar þú situr lengi. Stóllinn er að hluta til úr gervileðri og bakáklæði er úr pólýester, en áklæði á slitflötum er úr gegnumlituðu nautaleðri. Umsagnir þeirra sem prófað hafa eru afar jákvæðar. Hvor stóll um sig kostaði 32.950 krónur.

TF2JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

13 + six =