,

FRÁ OPNUN Í SKELJANESI 30. JÚNÍ

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 30. júní fyrir félagsmenn og gesti.

Skemmtilegt kvöld og góðar umræður á báðum hæðum. TF3IRA var sett í loftið á morsi í ágætum skilyrðum á 7 MHz. Mikið var rætt um skilyrðin. Menn voru einnig mjög áhugasamir um VHF/UHF leikana sem byrja í kvöld, föstudaginn 1. júlí kl. 18:00.

Einnig var rætt um Ham Radio sýninguna í Friedrichshafen um síðustu helgi. Eftir því sem næst verður komist var íslenski hópurinn a.m.k. 11 manns (þ.e. 8 leyfishafar og makar).

Töluvert hafði borist af ágætu radíódóti í Skeljanes fyrir opnun, sem gekk vel út.

Vel heppnað fimmtudagskvöld í mildu sumarveðri í vesturbænum í Reykjavík. Alls 26 félagar og 1 gestur í húsi.

Stjórn ÍRA.

Sigmundur Karlsson TF3VE, Heimir Konráðsson TF1EIN, Mathías Hagvaag TF3MH, Þórður Adolfsson TF3DT, Jón G. Guðmundsson TF3LM og Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN.
Jón G. Guðmundsson TF3LM og Óðinn Þór Hallgrímsson. Óðinn Þór fékk afhentan verðlaunagrip fyrir 3. sætið í Páskaleikum félagsins í fyrra (2021). Afhending verðlauna og viðurkenninga vegna fjarskiptaviðburða ársins 2021 seinkaði vegna Covid-19 faraldursins og fór formlega fram á aðalfundi ÍRA 2022 þann 20. febrúar s.l.
Kristján Benediktsson TF3KB, Björgvin Víglundsson TF3BOI, Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB og Bernhard M. Svavarsson TF3BS.
Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS og Benedikt Sveinsson TF3T.
Mynd úr fundarsal: Nýtt radíódót hefur bæst við.
Mynd úr ganginum niðri í Skeljanesi: Nýtt radíódót hefur bæst við. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

twenty + 13 =