Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 30. júní fyrir félagsmenn og gesti.
Skemmtilegt kvöld og góðar umræður á báðum hæðum. TF3IRA var sett í loftið á morsi í ágætum skilyrðum á 7 MHz. Mikið var rætt um skilyrðin. Menn voru einnig mjög áhugasamir um VHF/UHF leikana sem byrja í kvöld, föstudaginn 1. júlí kl. 18:00.
Einnig var rætt um Ham Radio sýninguna í Friedrichshafen um síðustu helgi. Eftir því sem næst verður komist var íslenski hópurinn a.m.k. 11 manns (þ.e. 8 leyfishafar og makar).
Töluvert hafði borist af ágætu radíódóti í Skeljanes fyrir opnun, sem gekk vel út.
Vel heppnað fimmtudagskvöld í mildu sumarveðri í vesturbænum í Reykjavík. Alls 26 félagar og 1 gestur í húsi.
Stjórn ÍRA.






Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!