Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 24. mars.
Skemmtilegt kvöld og góðar umræður yfir Lavazza kaffi og bakkelsi. Ágæt mæting, 20 manns í húsi. Töluvert af radíódóti hafði borist dagana á undan, auk þess sem Sigmundur Karlsson, TF3VE bætti um betur og færði félaginu nokkra aflgjafa þegar hann kom í hús. Þeir gengu allir út ásamt fleiru dóti sem mönnum leist vel á.
Áhugaverðar umræður um tæki og búnað. Einnig rætt um CQ WW WPX SSB keppnina um helgina. Félagarnir dreifðust á báðar hæðir, þ.e. í fundarsal og fjarskiptaherbergi og QSL stofu á 2. hæð.
Vel heppnað fimmtudagskvöld í hlýju vorveðri í vesturbænum í Reykjavík.
Stjórn ÍRA.






Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!