,

FLÓAMARKAÐUR Á SUNNUDAG

1. Flóamarkaðurinn verður haldinn í Skeljanesi sunnudaginn 9. október á milli kl. 13-16.

2. Markaðurinn er tvískiptur, þ.e. annars vegar fyrir tæki og búnað sem stillt verður upp til sölu (eða gefins) í félagsaðstöðunni og hins vegar það sem verður til sölu á uppboði.

3. Húsið verður opnað kl. 12:00 á sunnudag fyrir þá félaga sem óska að selja/gefa stöðvar og/eða búnað, þannig að þeir hafi rúman tíma til að stilla dóti sínu upp..

4. Uppboðið hefst stundvíslega kl. 14:00.

5. Félagsmenn geta skráð fyrirfram verðmeiri hluti á uppboðið með því að senda upplýsingar á ira@ira.is og hefur skráning verið opnuð. Skráð tæki og búnaður verða síðan til birtingar á þessum vettvangi á hádegi á laugardag, 8. október.

——————–

  • Skeljanes verður veftengt meðan á uppboði stendur.
  • Æskilegt er að þeir sem hyggist taka þátt fjarstaddir forskrái sig á uppboðið með tölvupósti til ira@ira.is  Áður en uppboðið hefst verður þeim sendur tölvupóstur með vefslóð á viðburðinn.
  • Notað verður forritið „Google Meet“.
  • Aðalgluggi Meet forritsins verður streymi frá vefmyndavél sem beinist að uppboðshaldara og því sem verið er að bjóða upp. Hljóð fylgir. Ekki verður opið fyrir aðra streymisglugga á meðan á uppboði stendur.
  • Bjóðendur skulu opna skilboðadálkinn í Meet forritinu og skrifa þar boð sín. Ekki er hægt að taka við boðum fjarstaddra um hljóð/mynd, einungis með skriflegum boðum.
  • Þegar einhver fjarstaddra skrifar boð kallar tæknistjórinn boðið til uppboðshaldara sem tekur við því eins og hverju öðru boði úr sal“.

Stjórn ÍRA.

Meðal sendi-/viðtækja á flóamarkaðnum verður Yaesu FT-1000MP – 160-10M SSB/CW/AM 100W stöð félagsins. Hún er með innbyggðum 230VAC aflgjafa og aukasíum (í báðum viðtækjum).
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

12 − two =