,

Efni frá fimmtudagserindi TF3JB komið á vefinn

Jónas Bjarnason TF3JB í félagsaðstöðunni í Skeljanesi þann 7. mars.

PowerPoint glærur frá fimmtudagserindi Jónasar Bjarnasonar, TF3JB, sem flutt var í félagsaðstöðunni í Skeljanesi þann 7. mars síðastliðinn hafa verið settar inn á vefsvæði fræðslukvölda heimasíðunnar.

Erindið fjallar um “nýju” böndin svokölluðu, þ.e. 4 metra, 60 metra, 160 metra (1850-1900 kHz) og 630 metra. Meðal annars var útskýrður munur á „réttarstöðu” sérheimilda samanborið við úthlutuð bönd (t.d. nýju 630 metrana), farið yfir nánar yfir heimildirnar og einnig hvað er efst á óskalista við næstu uppfærslu (eða fyrr), s.s. hvað varðar afl- og tíðniheimildir.

Glærurnar má nálgast á þessari vefslóð: http://www.ira.is/itarefni/
Athugið að þær eru vistaðar neðst á síðunni, undir fyrirsögninni Erindi 2013.

Þakkir til Jónasar Bjarnasonar, TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

18 + 20 =