Page tree
Skip to end of metadata
Go to start of metadata

 

 

Reglur fyrir IRA JOTA Award

Þetta heiðursskjal stendur til boða öllum radíóamatörum og hlusturum. Heiðursskjalið er prentað fyrir hvern umsækjanda á 106 g/m² 297X210 mm sérstakan bleksprautupappír og er fjöllita.  Heiðursskjal þetta var fyrst gefið út í október 2001 og var fyrsti umsækjandi LAØBX Sigfús Jónsson frá Noregi.

 1. Heiðursskjalið stendur til boða öllum amatörleyfishöfum og hlusturum.
 2. Heiðursskjalið er veitt fyrir að hafa heyrt í eða haft samband við íslenskar JOTA radíóamatörstöðvar og er gefið út í samvinnu við Íslenska radíóskáta.
 3. Það eru enginn tíma, tíðni eða mótunar takmörk á samböndum.
 4. Kröfur:
  • Heyra í eða hafa samband við a.m.k. tvær íslenskar JOTA radíóamatörstöðvar.
  • ATHUGIÐ: Sambönd við stöðvar sem eru /TF eða TF/ gilda ekki fyrir þetta award.
 5. Samböndin þurfa ekki að vera staðfest en listi sem sýnir unna stöð, dag, mánuð, ár, tíma, tíðni, mótun og styrk og læsileika merkis verður að fylgja umsókn.
 6. Fyrsta skjal sem gefið er út til hvers DXCC lands verður uppfært sem slíkt og eins bands og mótunar árangur verður uppfærður sem slíkur verði um það beðið.
 7. Gjald fyrir "IRA JOTA AWARD" er 8 IRCar eða jafngildi þeirra í Íslenskum krónum á hverjum tíma.

 • No labels