Blog from 15 Apr 2012

Ákveðið hefur verið að félagsaðstaða Í.R.A. við Skeljanes verði lokuð fimmtudaginn 19. apríl n.k. sem
er sumardagurinn fyrsti. Næsti opnunardagur félagsaðstöðunnar verður fimmtudaginn 26. apríl,
en þá lýkur vetrardagskrá félagsins á yfirstandandi starfsári með erindi Benedikts Sveinssonar, TF3CY,
um QRO málefni (sem verður nánar kynnt síðar).

Stjórn Í.R.A. óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars.