Blog from 19 Feb 2012


Kristján Benediktsson TF3KB.

Næsta erindi á vetrardagskrá félagsins verður haldið í félagsaðstöðunni við Skeljanes
fimmtudaginn 23. febrúar n.k. Þá kemur Kristján Benediktsson, TF3KB, og nefnist
erindi hans: Ráðstefnan í IARU Svæði 1 árið 2011; helstu niðurstöður.

Kristján hefur jafnframt orðið góðfúslega við ósk félagsins um að fjalla stuttlega um helstu
niðurstöður alþjóðlegu radíófjarskiptaráðstefnu ITU, WRC-12 (World Radiocommunication
Conference 2012) sem varða radíóamatöra og lauk s.l. föstudag, 17. febrúar í Genf.

Erindið hefst stundvíslega kl. 20:30 og hvetur stjórn Í.R.A. félagsmenn til að mæta tímanlega.
Kaffiveitingar verða í boði félagssjóðs.