,

CQ KIDS DAY Í BOÐI ARRL 20. JÚNÍ

„CQ Kids Day“ er í dag, laugardaginn 20. júní. Þennan dag bjóða bandarískir radíóamatörar ungu fólki að kynnast amatör radíói með því að hafa sambönd í gegnum stöðvar sínar.

Viðburðurinn hefst kl. 18 að íslenskum tíma. Mælt er með að byrja á að skiptast á nöfnum, aldri, staðsetningu og upplýsingum um uppáhalds lit.

Félagsmenn eru hvattir til að vera með. Elín Sigurðardóttir, TF2EQ, ungmennafulltrúi ÍRA tekur þátt frá félagsstöð TF3IRA í Skeljanesi.

Miðað er við að nota eftirfarandi tíðnir, eftir því sem skilyrði leyfa:

10 metrar: 28.350–28.400 MHz; 12 metrar: 24.960–24.980 MHz; 15 metrar: 21.360–21.400 MHz; 17 metrar: 18.140–18.145 MHz; 20 metrar: 14.270–14.300 MHz og 80 metrar: 3.740–3.940 MHz.

Vefslóð: http://www.arrl.org/news/kids-day-in-the-age-of-covid-19

ARRL efnir til “CQ Kids Day” viðburða tvisvar á ári. Myndin er frá fyrri deginum sem haldinn var í janúar s.l. Ljósmynd: ARRL.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 × 3 =