Fundargerðir ÍRA

 

Stjórnarfundur ÍRA, 22.05.2014. KL. 18.00.

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar eftir aðalfund.

 

 

Mættir voru TF3HP, formaður, TF3GB og TF3GW. Auk þess voru mættir TF3SB og TF3SG úr fyrri stjórn til að skila af sér gögnum og fara yfir stöðu mála.

Formaður lagði fram svohljóðandi dagskrártillögu um verkaskiptingu stjórnar:

 

TF3GW      varaformaður

TF3DC       gjaldkeri

TF3GB       ritari

TF3KX        meðstjórnandi

TF3TNT     varamaður

 

TF3GW uppfærðist úr varamanni í stjórnarmann á atkvæðafjölda frá aðalfundi,

þar sem TF3SG snerist hugur í millitíðinni um að taka sæti í stjórn.

 

Prófnefnd er óbreytt frá fyrra ári.

 

Reglugerðarnefnd er óbreytt frá fyrra ári.

 

Annað sem rætt var, var að fyrrverandi formanni TF3JB væru enn að berast bréf

frá erlendum félögum og IARU. Ítreka þyrfti við þessa aðila að TF3JB væri ekki

lengur í stjórn félagsins.

Fyrri stjórnarmenn upplýstu að Borgin hyggðist veita 400.000,- kr. til viðhalds húseigna í Skeljanesi (tengiliður Jón Valgeir). Huga þyrfti að vinnuframlagi félagsinsí samráði við önnur félög og starfsemi sem fram færi í húsinu. Ákveðið var að TF3SG og TF3JA myndu vera í sambandi við Jón Valgeir, þar sem þeir voru kunnugir málinu. Þeir myndu halda stjórninni upplýstri í málinu.

Óskar TF3DC, þarf að tilkynna nýja stjórn til RSK og viðskiptabankans.

Til umræðu kom einnig þátttaka TF3KB á okkar vegum á ráðstefnunni í Varna í

Búlgaríu. Fyrir ráðstefnuna í Varna koma fulltrúar Norðurlandanna saman til að

stilla saman strengi. Í lok umræðunnar sammæltust menn um að félagið myndi

standa straum af kostnaðinum við þá ráðstefnu, sem norðurlandafélögin greiddu

ekki. Mjög mikilvægt væri að Norðurlöndin stilltu saman strengi og töluðu einni

röddu á fundinum í Varna.

Þá kom fram ósk frá TF3SG, varðandi styrk Borgarinnar til unglingastarfs á vegum ÍRA, um að hann og TF3HK fengju að halda því máli áfram. Leyfi til þess

var veitt með því skilyrði að stjórninni yrði haldið upplýstri í málinu.

Að lokum er fyrri stjórn þökkuð vel unnin störf.

Fundi slitið 19.30 .

 

Bjarni Sverrisson, TF3GB,

ritari ÍRA.

 

 

 

Fundargerð aðalfundar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Taflfélag Reykjavíkur Faxafeni 12, 17. maí 2014.

Fundur hófst kl. 13:00 og var slitið kl. 17:30.

Mættir voru 21.

Eftirfarandi mættu: TF3JB, TF3SG, TF2WIN, TF3GW, TF3VS, TF3HK, TF3JA, TF3HP, TF3GB, TF3FIN, TF3MHN, TF3JON, TF3DC, TF3KB, Sverrir Karlsson, TF3DX, TF3SB, TF3Y, TF3CY, TF3AM.

Ljósmyndarinn TF3LMN tók ljósmyndir af fundarmönnum í upphafi fundar.

Fundarritari: TF3AM.

Dagskrá

1. Fundarsetning

Fundur settur kl 13 af formanni TF3SG.

Hann minntist í upphafi: Róbert Harry Jónsson, TF8TTY, sem lést 10. júní 2013, Flosi Karlsson, TF3FX, sem lést 15. október 2013, Steingrímur Sigfússon, TF3SZ, sem lést 3. desember 2013, Martin Berkosky, TF3XUU og TF8XUU, sem lést í Bandaríkjunum 28. desember 2013.

Formaður bað fundarmenn að rísa úr sætum þeim til heiðurs.

2. Kosning fundarstjóra

Formaður nefndi TF3HP sem var samþykkt.  TF3HP tók við fundarstjórn.

3. Kostning fundarritara

Fundarstjóri nefndi TF3AM sem fundarritara sem var samþykkt.

4. Umboð könnuð

Fundarstjóri kannaði umboð, þau voru TF3GL sem gefur TF3SG umboð sitt, og  TF3ARI sem gefur TF3GW umboð sitt.  TF3JB spyr:  Skuldlausir?  já segir TF3SG.  Umboð samþykkt.

5. Fundargerð aðalfundar 2013

Fundargerð aðalfundar 2013, engin athugasemd borist stjórn, þar með samþykkt.

6. Skýrsla formanns

Formaður TF3SG gaf skýrslu fyrir starfsárið, sjá skýrslu formanns í gögnum fundarins.

Helstu atriði voru þessi: –  Tveir eftirminnanlegir radíóamatörar heimsóttu ÍRA á starfárinu, Paul Bittner W0AIH og Mirek VK6DXI,  eftirminnanlegir vegna einstaks áhuga þeirra á því að vera radíóamatörar. –  Nýafstaðin er ráðstefnan  International Young Lady conference sem skipulögð var af þeim stallsystrum  Völu Dröfn Hauksdóttur TF3VD og Önnu Henriksdóttur TF3VB, þær sendu ÍRA bestu kveðjur fyrir móttökurnar sl föstudag í fyrri viku þar sem komu um 30 radíóamatörar með brennandi áhuga á radíóamatörmennskunni í heimsókn til ÍRA.  Formaður vill hér þakka þeim einstaklingum sem lögðu málinu gott lið, þeim TF3JA og TF3CY sem snérust í kringum gestina, svo og TF3HP og TF3MHN sem voru í móttöku föstudag og laugardag. – Námskeið til amatörprófs, ekki nægur fjöldi skráði sig ekki og því var námskeiði slegið á frest. -Samstarf prófnefndar við stjórn ÍRA verið í umfjöllun, m.a. vegna hins svokallaðs lærlingsmáls. -Í maí 2013 hóf prófanefnd mál um um villur í bæklingur um siðareglur, villur sem snúa að samskiptum á morsi, í framhaldi var málið tekið upp á stjórnarfundi ÍRA.  TF3DX fjallar um málið síðar á þessum fundi. -Nefnd um fjaraðgang var skipuð sem hefur skilað ályktun.  TF3Y fjallar um málið síðar á þessum fundi. -Nýr HF magnari keyptur á árinu, Yeasu Quatra.  Stefán Arndal TF3A fær þakkir félagsins svo og TF3VS og aðrir sem studdu málið. -Rætt við Reykjavíkurborg um nýjan turn eða mastur við félagsheimili ÍRA, ekkert af hálfu lóðarhafa á móti því en einhver skilyrði þó. -ÍRA fékk fjárstyrk frá  Skólaskrifstofu Reykjavíkur til að sinna kennslu- og fræðslumálum, greitt hefur við til ÍRA  100þ af 200þ króna styrk, skilyrði fyrir lokagreiðslu er að skýrslu sé skilað um starfið sem unnið er. -Húsnæðismál ÍRA, þörf er á að taka aðeins til hendinni svo og um nánasta umhverfi.  ÍRA hefur haft frumkvæði á að opna samband við þau önnur samtök sem afnot hafa af húsinu í því skini að sinna viðhaldi hússins. -Heimasíða félagsins, margir hafa sterkar skoðanir á henni, margar tillögur borist. -IARU Region 1 2014 fundur verður í Búlgaríu nk haust, TF3KB hefur áhuga á að sækja ráðstefnuna, IARU greiðir farseðil en óvíst er með stuðning félagssjóðs ÍRA við hótelkostnað og annað uppihald. -Formaður þakkar samstarf á árinu við stjórnarmenn og embættismenn.

7. Aðrir embættismenn gefa skýrslu um starfsemi sinna embætta

TF3DX fyrir hönd Prófanefndar:  Skýrsla Prófanefndar til aðalfundar ÍRA 2014 afhent, 5 bls.  TF3DX kynnti skýrsluna, sjá skýrsluna hér á eftir, og nefndi: -Um bæklinginn Hætta af rafmagni og varnir -Um bæklinginn Siðfræði og samskiptasiðir radíóamatöra, TF3DX rakti þetta mál og tók til þess góðan tíma. -Um álitsgerð varðandi lærlinga,3DX rakti þetta mál

TF3Y fyrir hönd EMC nefndar:  Ekki mikil virkni í starfi nefndar, notað er vefsvæði til að skiptast á hugmyndum, en nefndin ekki komið saman á þessu starfsári, og stjórn IRA ekki vísað málum til nefndarinnar.  Ánægjuleg að sjá hversu sjálfbjarga félagsmenn eru smbr skrif TF3JB nýlega um truflanir í nágrenninu.

TF3MHN sem QSL Manager:  Fyrsta heila árið sem TF3MHN er með bíróið, tók við um 40kg af QSL kortum frá félögum ÍRA sem send voru til liðlega 100 landa, mest til Þýskalands en minnst fór 1 kort á einstakt land.  Bíróið er í smá hagnaði sem er gott.  Þeir sem eru úti á landi sem og allir aðrir geta látið QSL manager fá merkt umslög og fá þá kortin send þegar nægur fjöldi er kominn.

Formaður TF3SG fyrir hönd CQ-TF:  1 blað gefið út á starfsárinu í umsjá formanns og því alls 3 blöð á árinu 2013, Enginn hefur boðist til að taka að sér blaðið og gefa það út þótt margir séu áhugasamir.  Það hefur verið auglýst eftir ritstjóra án árangurs.

TF3KB sem IARU tengiliður:  Hefur annast samskipti cið IARU Region 1 vegna erindis um samskiptahætti til ráðstefnunnar, og þá helst ritarann Dennis sem býr í S-Afríku.  ÍRA sendi inn umsókn um styrk sem hefur alltaf verið veittur en sl 10-15 ár hefur styrkurinn ekki dugað fyrir öllum útlögðum kostnaði.  Nú verður styrkurinn fyrir einum farseðli en IRA greiðir annan kostnað.  skilyrði fyrir styrk IARU er að einungis sé einn þátttakandi (Deligate) frá viðkomandi félagi en ella fellur styrkurinn niður.  Frestur fyrir IRA til að þyggja styrkinn var til kl 08 í gærmorgun og því var ekki hægt að svara, en frestur var framlengdur fram á nk mánudag.  Annað mál er um Ísland sem ráðstefnuland IARU Region 1 árið 2017 en ekki hefur verið lagt í þá vinnu sem þarf til að hægt sé að leggja fram tilboð og trúlega er fresturinn útrunninn, trúlega hafa Þýskaland og Írlands lagt fram tilboð og okkar frestur því  útrunninn nema fundarmenn vilji leggja á sig þá vinnu sem þarf og það í snarti.

TF3JA sem Neyðarfjarskiptastjóri ÍRA:  Hann tók þátt í fundi á IARU Region 1 neyðarfjarskiptastjóra í Fredrikshaven sumarið 2013, segir amatörsamfélagið vera að eldast og amatörar eigi erfitt með að setja upp stöðvar á víðavangi.  Í BNA hefur orðið vakning meðal yngra fólks að taka þátt í fjarskiptum í kjölfarið á hamförum eins og fellibylnum Katrina.

Umræða opnuð um skýrslur embættismanna: 3JB segir; Takk fyrir skýrslu formanns.  Saknaði þess að sjá ekkert um afföll í stjórn félagsins sem voru gjaldkeri, varaformaður, varamaður, þetta mætti gjarnan nefna þetta í skýrslu formanns. TF3SG segir:  Réttmæt ábending! TF3VS segir:  Mótmæli því að stjórnin sé kölluð starfsstjórn með takmarkað umboð. TF3JA tekur undiir með TF3VS TF3CY Benni – spyr:  Hvaðan kemur orðið starfsstjórn? TF3SG svarar:  Ritari lagði þetta til eftir að fækkaði í stjórn TF3SB (ritari):  Stjórn félags sem ekki getur afgreitt mál með meirihluta er starfsstjórn, hún ætti að segja af sér og ný stjórn kosin. Um þetta urðu nokkrar umræður og sýndist sitt hverjum. TF3JB þakkar QSL manager fyrir vel unnin störf. TF3JB þakkar neyðarfjarskiptastjóra fyrir vel unnin störf. TF3JB þætti vænt um ef hægt væri að samþykkja greiðslu uppihalds TF3KB á IARU ráðstefnuna. TF3JB þakka Prófanefnd fyrir afar vel unnin störf. TF3KB varðandi EMC-mál:  Gaman að heyra um glímu TF3JB við truflanir í nágrenni.  Er hægt að leita til EMC  nefndarinnar? TF3Y svarar:  Já, hafið samband. TF3JA upplýsir:  Stöðugar truflanir í Engihjalla 2 þar sem hann býr TF3SG segir:  Ég svaraði þannig varðandi greiðslu uppihalds fulltrúa IRA á IARU;  Ekki liggur fyrir stjórnarsamþykkt fyrir þessum greiðslum úr félagssjóð.  Mun styðja afgreiðslu málsins á jákvæðan hátt á aðalfundi. TF3SB segir:  Mál IARU var rætt í stjórn ÍRA, ég nefndi að fastur tengiliður ÍRA er TF3KB og því væri eðlilegt að hann héldi uppi vörnum í siðamálinu þar..

8. Gjaldkeri leggur fram reikninga

Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar TF3SG tók að sér embætti gjaldkera eftir brotthvarf fyrri gjaldkera úr stjórn.  TF3SG skýrði reikninga. Umræða opnuð um reikninga félagsins. TF3VS spyr um fjárstyrk Reykjavíkurborgar til fræðslumála, TF3SG svarar, ekki nefndur í reikningum. TF3SG skýrir:  Verkefnastyrkur til að sinna ungliðastarfi, Reykjavíkurborg auglýsir á hverju ári eftir umsækjendum, ÍRA sótti um verkefnastyrk sem í reynd er til að greiða efniskaup.  100þkr hafa verið greiddar, greiðsla barst eftir 31.3.2014 (þ.e. eftir að fjárhagsári lauk), skilyrði fyrir greiðslu eftirstöðva er að skila greinargerð um notkun fyrri hlutans. TF3JB spyr:  Hafa ekki einhverjir greitt árgjald eftir að fjárhagsári lauk.  TF3SG segir já, innan við 5. TF3DC nefnir:  131 hafa greitt félagsgjald sem er smá samdráttur. TF3WIN ræðir um styrk Reykjavíkurborgar:  Etv var hugmyndin um styrkinn sú að þetta sé innan skólanna. TF3JB leggur til:  Að reikningar séu lagðir fram til samþykktar TF3HP nefnir:  Þrif á félagsheimilinu fyrir 90þkr er ekki þess virði, þrif eru tæplega hægt að nefna því nafni. Reikningar lagðir fram til samþykktar. Samþykktir með handauppréttingu, enginn á móti.

9. Lagabreytingar

Lagabreytingar TF3HP:  Tillaga til lagabreytingar frá TF5B um að skammstöfun verði breytt í  Í.R.A. í stað ÍRA því þannig var það í denn. TF3KB nefndi:  Landsfélög eru með skammstafanir og það eru aldrei notaðir punktar annars staðar, það er óþarfi að vera með þessa punkta. TF3GB nefndi:  Skv gamla fyrirkomulaginu ætti  nafnið að vera 3 orð sem er rangt skv málvenju. TF3DX nefndi:  Eðlilegt að hafa þetta eins og aðrir, styð að hafa þetta liprara án punkta. TF3VS nefndi:  Ekkert frekar punkta nú frekar en z sem áður var. TF3JA nefndi:  Hví ekki z aftur í nafni félagsins? Tillaga 5B borin upp til atkvæðagreiðslu, felld með handauppréttingu, enginn samþykkur.

15:25 Kaffihlé. 1550

10. Stjórnarkjör

Stjórnarkjör Kosning formanns. TF3DX með uppástungu:  TF3HP Ekki fleiri uppástungur.  Samþykkt með lófataki, TF3HP er nýr formaður ÍRA. Aðrir stjórnamenn:  Enginn fyrri stjórnarmanna hefur gefið kost á sér.  Því skal kjósa 2 menn til 2ja ára og 2 menn til eins árs.  Beðið um uppástungu. 2 menn til 2ja ára: TF3DX með uppástungu:  TF3GB og TF3DC Ekki fleiri uppástungur.  Samþykkt með lófataki. 2 menn til eins árs: TF3Y m uppástungu:  TF3KX TF3JB m uppástungu:  TF3GW.  TF3GW will frekar vera í varastjórn sem síðari maður og ekki í aðalstjórn. TF3TNT býður sig fram. TF3DX m uppástungu:  TF3SG Leynileg kostning. Réttkjörnir eru til eins árs TF3KX, TF3SG, til 2ja ára TF3GB, TF3DC Tillaga um varamenn: TF3TNT og TF3GW, samþykkt með lófataki.

11. Kostning skoðunarmanna

Kosning 2ja skoðunarmanna og eins til vara TF3SG með uppástungu:  TF3Y TF3JB o fl með uppástungu:  TF3HK og TF3VS varamaður. Samþykkt með lofataki.  Skoðunarmenn eru TF3Y, TF3HK og TF3VS sem varamaður.

TF3SG þakkar samstarfið við stjórn og skoðunarmenn.

12. Ákvörðun ársgjalds

Árgjald er nú 6500kr. TF3KB með uppástungu:  Hækka í 7000kr TF3WIN með uppástungu:  Lækka í 6000kr Atkvæðagreiðsla: Óbreytt árgjald samþykkt með lófataki. Félagsmenn eru hvattir til að greiða árgjald beint gegnum heimabanka.

13. Önnur mál

TF3VS tekur til máls:  Fundinum hefur borist skilaboð;  Aðalfundi IRA eru færðar þakkir frá aðstandandum IYL ráðstefnunnar sem eru afar þakklát fyrir stuðning ÍRA og góðar móttökur.  Annað sumar í júni verður önnur ráðstefna, skandinavísk YL ráðstefna, og þá er aftur vonast eftir góðum móttökum ÍRA. TF3WIN nefnir:  Þakkar traust fyrir kjör í varastjórn fá síðasta starfsári.  Etv hægt að færa starfið nær unga fólkinu, t.d. að hafa uppi loftnet á Menningarnótt. TF3HP nefnir:  TF3JB óskar eftir að ályktun sem hann lagði fram verði tekin til afgreiðslu, þ.e. að skipa 3 félagsmenn í afmælisnefnd í tilefni af 70 ára afmæli félagsins 14. ágúst 2016. TF3GB bendir á að áður hafi verið sérstakt kallmerki eins og TF60IRA. TF3JB nefnir:  3ja manna nefnd væri góð, etv að fá ÍRA á frímerki. TF3HP nefnir:  Þegar 60 var úthlutað þá fylgdi heimild til allra að nota 60 í stað venjulegs tölustafs. Ályktun TF3JB samþykkt með lófataki . TF3Y kveður sér hljóðs:  Kemur fram fyrir hönd starfshóps um fjaraðgang, leggur fram skýrslu starfshóps;  Skýrsla starfshóps um fjaraðgangs til aðalfundar ÍRA 2014, og les. Mál 1:  Erlendur leyfishafi á Íslandi með fjaraðgang að stöð á Íslandi.  Mál 2:  Erlendur leyfishafi erlendis með fjaraðgang að stöð á Íslandi.  Framhaldsvinnu er þörf.  Sjá nánar í skýrslu hópsins. TF3JA spyr TF3Y:  Má ég erlendis fjarstýra minni stöð hérlendis?  Já TF3VS spyr TF3Y:  Má erlendur leyfishafi hérlendis fjarstýrir stöð hérlendis?  Já. 3TNT spyr:  Í lögum okkar er 3rd party bannað, hvað gerum við? TF3HP nefnir:  Á Landsmóti skáta er þetta með samþykki yfirvalda óátalið enda á ábyrgð amatörs.  Ekki farið fram á það við Póst- og fjarskiptastofnun að breyta skilgreiningu. TF3JA spyr TF3Y:  Má ég heimila erlendum amatör erlendis að fjarstýra minni stöð?  Það liggur ekki fyrir. TF3CY spyr:  Má ég heimila erlendum amatör erlendis að fjarstýra minni stöð á mínu kallmerki? (sjá svar TF3Y neðar). TF3DX upplýsir:  ÍRA fjallaði fyrir nokkru síðan (okt 1999) um þetta mál, fjaraðgang, unnið í miklu og góðu samstarfi félagsmanna, og samþykkt að leggja fyrir P&F sem tillögu ÍRA.   Í kafla um gest í stöð er lagt til að öllum heimilt að tala í stöð undir eftirliti amatörs.  Einnig má geta um HF CEPT nefnd í Sun City sem lagði til:  Einungis amatör í heimsókn hjá öðrum eigi að nota kallmerki heimaamatörsins.  TF3DX vill taka fram að nefnd um fjaraðgang er einungis umsagnaraðili um þetta mál en kveður ekki úr um lögmæti. TF3Y nefnir:  P&F hefur sent svar til ÍRA;  Erlendur leyfishafi þarf að vera staddur hérlendis til að nota íslenskt kallmerki. TF3TNT spyr TF3Y:  Amatör hérlendis notar Skype Command sem er HF/UHF linkur, þegar hann talar á HF utan og fær erlent svar á ísl UHF link hérlendis, er þetta heimilt? TF3Y svarar:  Þannig er þetta gert um allan heim. TF3HP leggur til:  Hinkrum með ályktanir þar til TF3KB kemur aftur frá IARU Region 1 ráðstefnunni í Búlagaríu þar sem þessi mál verða rædd.

TF3HP opnar umræðu um tillögu TF3GL; Tillaga til ályktunar aðalfundar ÍRA.  TF3HP leggur til að þessu máli verði vísað til stjórnar.  Leggur til að menn séu stuttorðir. TF3JA leggur fram dagskrártillögu:  Málið tekið af dagskrá og vísað til stjórnar TF3SB (fyrrum ritari) leggur fram dagskrártillögu um að tillögu TF3GL sé vísað frá. TF3DX les niðurstöðu prófanefnar um þetta mál. TF3HP leggur fram dagskrártillögu TF3SB.  Meiri hluti samþykkir með handauppréttingu. TF3HP leggur til að ný stjórn taki þetta mál til meðferðar og sætti sjónarmið.

TF3KB tekur til máls:  Vill minnast TF3PI (Páll Gröndal) sem lést á síðasta ári, hann var fyrsti radíóamatörinn sem þeir TF3DX hittu og var boðið heim til hans og hann tók þeim afar vel, notaði Windom-loftnet, mótun var AM.  Sneri sér síðan að öðru, spilaði á selló í sinfóníuhljómsveitinni, um hann er fjöldi tilvitnana, og hann var liðtækur í svifflugi.  Var í BNA í 30 ár og lést þar.  Bloggsíða hans er enn opin.  Vil minnast hans með mikilli virðingu.

TF3VS minnir á ályktun um greiðslu kostnaðar fyrir TF3KB á IARU ráðstefnuna.  Samþykkt með lófaklappi.

TF3HP formaður slítur fundi kl 17:30.

Eftirfarandi gögn voru lögð fram til fundarmanna:

Félagslög ÍRA samþykkt á aðalfundi 18. maí 2013, 3 bls. Ályktun aðalfundar Í.R.A. árið 2014 (um að skipa 3 menn í afmælisnefnd/TF3JB), 1 bls. Ljósrit úr Útvarpstíðindum (gamalt mjög/TF5B), 3 bls. Tillaga til ályktunar aðalfundar ÍRA (um hagsmunagæslu ÍRA/TF3GL), 1 bls. Skýrsla Prófnefndar til aðalfundar ÍRA 2014, 5 bls. Skýrsla starfshóps um fjaraðgang til aðalfundar ÍRA 2014, 5 bls. Íslenskir Radíóamatörar, Ársreikningur 1. apríl 2013 til 31. mars 2014, 12 bls.

Fundur stjórnar ÍRA 24. júlí 2013 í Skeljanesi kl. 19.00

Mættir:

TF3CY, TF3SB, TF3SG, TF3AM,TF3WIN, fundarritari, TF3CY

  1. Setning fundar
    Fundur settur kl 19:15 , drög að dagskrá samþykkt
  2. Fundargerð seinasta fundar samþykkt.
  3. Innkomið erindi.  
    Haraldur Þórðarson TF3HP sækir um kallmerkið TF4HP.  Mælt með því að því verði úthlutað.
  4. Innkomin/útsend erindi.
    a.  Flóamarkaður.
    b.  Embætti stjöðvarstjóra,  Mælt með því að komið verið á nýju tækniráði sem hafi yfirumsjómn með tölvumálum, endurvörpum, loftnetum á VHF og UHF.  Auglýsa eftir þáttakendum.
    Samþykkt, Benedikt setiji tilkynningu þess efnis að þeir sem áhuga hafa á að koma að málinu sendi póst áira@ira.isfyrir 8. ágúst.  Hafa einnig samband við aðila að fyrra bragði..
  5. Yfirferð verkefna
    a. Ungliðastarf:
    b. Vitahelgin.
    c. Fjaraðgangur:  samþykkt að kalla eftir niðurstöðu nefndar fyrir 1. nóvember 2013.  Hvetja nefndina til að skila af sér. Áhersla á að sátt sé um málið.
  6. Vetrardagskrá
    Farið var yfir dagskrá og þá möguleika sem fyrir hendi eru.  Andrés leggur til að tvö erindi séu í mánuði.  Rætt um að endurtaka umfjöllun um örgjörva, Arduiono, rasperry,  Stungið upp á umfjöllun um
    magnarasmíði, hafa samband við Sæmund og Þorvald.  Stungið upp á erindi um loftnetsaðlöguun og Mars.

 

  1. Starfsáætlun stjórnar. Umræða um starfsáætlun stjórnar á starfsárinu.

 

Fundi slitið 20:30

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 23. maí 2013.

Fundur hófst kl. 19:15 og var slitið kl. 20:10.

Stjórn: Formaður TF3SG, varaformaður TF3AM, ritari TF3SB, gjaldkeri TF3CY, meðstjórnandi TF3HRY, varamaður TF2LL og varamaður TF2WIN.

Mættir: TF2JB, TF3SB, TF2LL, TF3BJ, TF3UA, TF2WIN, TF3SG og TF3HRY.

Fundarritari: TF3CY

Dagskrá

1. Setning fundar

Fundur settur kl 19:15 , drög að dagskrá samþykkt

2.  Fundargerð seinasta fundar samþykkt.

Fundargerð seinasta fundar samþykkt.

3. Stjórnarskipti, skipan stjórnar og embættismanna.

a. Kveðjustund TF3SG formaður þakkar fyrrverandi formanni stjórnar ÍRA Jónasi Bjarnasyn, TF3JB sérstaklega fyrir frábærlega vel unnin störf og gefur Jónasi TF2JB fráfarandi formanni orðið. Jónas afhenti 3SG upplýsingablað um ýmis atriði. Jónas biður um vandaða vinnu við kallmerkja “banka” sem hann hefur viðhaldið. Jónas talaði um að ekki hafi náðst að skipa ritstjóra CQTF. Einnig var talað um viðurkenningar fyrir nýja heiðursfélaga (TF3DX, TF3KB). Einnig þarf stjórn að útdeila viðurkenningar platta fyrir TF útileika.

TF3BJ – óskar stjórn alls góðs og leggur til að skoða þjónustugjöld banka. og frekari upplýsingar varðandi flutning á prókúru
TF3UA – hamingjuóskir og þakkir – leggur til pappírsgögn ritara og disk.
b. Stjórn skiptir með sér verkum
TF3SG Formaður
TF3AM varaformaður
TF3CY Gjaldkeri
TF3SB Ritari
TF3HRY Meðstjórnandi
TF2LL Varamaður
TF2WIN Varamaður
Tengiliður Póst og fjar. TF3HRY

c.  Lagt til að skipun embættismanna verði óbreytt.

d. Myndataka frestast, enda vantar TF3AM,

4. Innkomin/útsend erindi.

engin erindi hafa borist

5. Yfirferð verkefna

a. Innheimta félagsgjalda. Minnt er á að gjalddagi er 1 Júní – svo það þarf að byrja að undirbúa innheimtu félagsgjalda.

6. Aðalfundur 2013

Yfirstaðinn – tókst vel – ekkert sérstaklega bókað um það.

7. Starfsáætlun stjórnar

verður ekki lögð fyrir að svo stöddu en veður byrjað að vinna í henni.

8. CQ-TF – næsta blað

Það þarf að finna ritstjóra.

9. Fundir stjórnar, fundartími

a. Næsti stjórnarfundur verður í Júlí, enda eru margir erlendis á þessum tíma.

b.Formaður mætir á Fund IARU Svæðis 1 í Friedrichshafen í Þýskalandi 28. júní n.k

10. Önnur mál

Engin sérstök mál að svo stöddu, en það var rætt um að halda flóamarkað við fyrsta tækifæri.

11. Fundarslit.

Fundarslit kl 20:10

fundargerð ritaði TF3CY

Fundargerð aðalfundar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Radisson Blu Hótel Sögu, 18. maí 2013.

Fundur hófst kl. 13:10 og var slitið kl. 16:50.

Mættir voru 24.

Fundarritari: TF3BJ.

TF3JB setur fundinn kl 13:10. Bíður hann fundarmenn velkomna og er síðan gengið til dagsskrár samkvæmt 18. Gr félagslaga Í.R.A.

Dagskrá

1. Kosinn fundarstjóri

TF3KX var kosinn fundarstjóri.

2. Kosinn fundarritari

TF3BJ fundarritari.

3. Könnuð umboð

Fundarstjóri kallaði eftir umboðum en engin komu fram.

4. Athugasemdir við fundargerð síðasta aðalfundar, ef einhverjar hafa borist, ræddar og bornar undir atkvæði

Engar athugasemdir voru gerðar við fundargerð síðasta aðalfundrar og telst hún því samþykkt.

5. Formaður gefur skýrslu um starfsemi félagsins

Skýrsla formanns. -13:30

6. Aðrir embættismenn gefa skýrslu um starfsemi sinna embætta.

TF3DX prófnefnd

Námsefni

Merki og mótun

Vandaður frágangur

TF3KB IARU tengiliður

TF3KX ritstjóri

TF3JA neyðarfjarskipti

TF3TNT stöðvar/VHF stjóri

TF3MHN QSL manager   28 kg um áramótin

TF3KX

7. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar.

Skýrsla gjaldkera.

8. Lagabreytingar.

TILLAGA TF3UA OG TF3BJ TIL LAGABREYTINGAR

 

14. gr.

Stjórn boðar til almennra félagsfunda. Henni er skylt að gera það ef 12 leyfishafar hið minnsta æskja þess. Félagsfundi skal ætíð halda seinnipart laugardags sé þess nokkur kostur. Boða skal til félagsfunda með a.m.k. viku fyrirvara nema í algerum neyðartilfellum. Rita skal fundargerð félagsfundar og birta með sama hætti og fundargerð aðalfundar.

 

14. grein eftir breytingu:

Stjórn boðar til almennra félagsfunda. Henni er skylt að gera það ef 12 leyfishafar hið minnsta æskja þess. Stjórn skal leitast við að gefa félagsmönnum búsettum á landsbyggðinni kost á því að taka þátt í félagsfundum á Internetinu. Boða skal til félagsfunda með a.m.k. viku fyrirvara nema í algerum neyðartilfellum. Félagsmenn á landsbyggðinni skulu tilkynna stjórn um áhuga sinn á því að fylgjast með félagsfundi á Internetinu innan tveggja daga frá boðun fundarins. Rita skal fundargerð félagsfundar og birta með sama hætti og fundargerð aðalfundar.

 

Greinargerð:

Breytingar þjóðfélagshátta undanfarin ár hafa valdið því að menn eru orðnir mjög tregir til fundahalda á laugardögum. Það er því afar óhentugt fyrir ÍRA að hafa félagslög sem mæla fyrir um að félagsfundi megi aðeins halda seinni hluta laugardags. Ástæða þessarar klásúlu er sú að gefa félagsmönnum úti á landi kost á því að sækja félagsfundi. Með þeirri tækni til fjarfundahalda sem nú býðst er auðvelt að senda út félagsfundi á internetinu, jafnvel með gagnvirkum hætti. Má t.d. benda á Skype sem lausn en fjölmargar aðrar eru fyrir hendi. Þannig gætu íbúar landsbyggðarinnar fylgst með og tekið þátt í félagsfundum án þess að þurfa að fara að heiman. Hlýtur slíkt að teljast þeim til hagsbóta. Eftir breytinguna verður hægt að halda félagsfundi t.d. á fimmtudagskvöldum sem verður að teljast mun betri tímsetning en seinni hlutar laugardaga.

Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA. Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ.

Tillaga TF3UA og TF3BJ samþykkt samhljóða

 

TILLAGA TF3JA TIL LAGABREYTINGA

1., 2., 3. og 27. grein verði:

1. gr.

Heiti félagsins er “Íslenskir radíóamatörar”, ÍRA.

Félagið er íslensk deild í alþjóðasamtökum radíóamatöra, IARU Region 1, og norrænum samtökum radíóamatöra, NRAU.

2. gr.

Heimili félagsins er í Reykjavík. Póstfang ÍRA er „Pósthólf 1058, 121 Reykjavík”.

3. gr.

Markmið félagsins er að:

1. Gæta hagsmuna radíóamatöra.

2. Efla kynningu og samstarf meðal radíóamatöra innanlands og utan.

3. Stuðla að færni félagsmanna og góðum venjum í radíóviðskiptum.

4. Hvetja til viðbúnaðar og þáttöku í neyðarfjarskiptum bæði innan lands og utan.

5. Efla amatörradíó sem leið til tæknilegrar og samfélagslegrar sjálfsþjálfunar.

6. Hvetja til tæknilegra og vísindalegra rannsókna og uppgötvana á sviði radíófjarskipta.

7. Örva radíóíþróttir meðal radíóamatöra.

8. Þróa amatörradíó sem verðmæta þjóðarauðlind.

9. Stuðla að öflugri æskulýðsstarfsemi og kynningu á amatörradíói á meðal ungs fólks.

10. Eiga og reka fullkomna amatörradíófjarskiptastöð með kallmerkinu TF3IRA á sem flestum tíðnum og samskiptaháttum sem radíóamatörar hafa leyfi til að nota.

 

27. gr.

Félagslögum verður aðeins breytt á aðalfundi. Tillaga að breytingu á lögum berist stjórn félagsins ekki síðar en viku fyrir boðaðan aðalfund. Aðalfundur getur samþykkt tillögur um breytingar á félagslögum, sem lagðar eru fram á fundinum með samþykki tveggja þriðju hluta greiddra atkvæða.

Greinarnar voru:

1. gr.

Heiti félagsins er “Íslenskir radíóamatörar”, skammstafað Í.R.A. Félagið er hin íslenska deild í alþjóðasamtökum radíóamatöra, I.A.R.U. Region 1, og norrænu samtökunum N.R.A.U.

2. gr.

Heimili félagsins er í Reykjavík með póstfang: Pósthólf 1058, 121 Reykjavík.

3. gr.

Markmið félagsins eru að:

1. Gæta hagsmuna radíóamatöra í hvívetna.

2. Efla kynningu og samstarf meðal radíóamatöra innanlands og utan.

3. Stuðla að færni félagsmanna og góðum venjum í radíóviðskiptum.

4. Hvetja til viðbúnaðar sem mætti gagnast í neyðarfjarskiptum.

5. Efla amatörradíó sem leið til sjálfsþjálfunar á tæknisviðinu.

6. Hvetja til tæknilegra og vísindalegra rannsókna og uppgötvana á sviði radíófjarskipta.

7. Örva radíóíþróttir meðal radíóamatöra.

8. Þróa amatörradíóþjónustuna sem verðmæta þjóðarauðlind.

9. Stuðla að öflugri æskulýðsstarfsemi og kynningu á amatörradíói á meðal ungs fólks.

27. gr.

Félagslögum verður aðeins breytt á aðalfundi, enda hafi frumvarp að nýjum eða breyttum greinum borist stjórn félagsins fyrir 15. apríl og verið dreift með aðalfundarboði. Þó getur aðalfundur samþykkt breytingar á félagslögum, sem fram koma á fundinum, séu 88% fundarmanna samþykkir. Breytingartillögur sem fram koma á aðalfundi skulu einungis varða þær tillögur er þar liggja fyrir og nauðsynlegar afleiðingar þeirra. Með tillögum að breytingum skal fylgja skrifleg greinargerð þar sem gerð er grein fyrir ástæðum tillagnanna og væntum áhrifum þeirra. Sé ætlunin að lagabreyting hafi víðtækari áhrif en eingöngu á félagslögin sjálf, svo sem ógildi sérstakar aðalfundarályktanir eða sérstakar samþykktir fyrri aðalfunda skal sérstaklega vísað til þeirra í viðkomandi breytingartillögu og greinargerð.

Hvers vegna er ég að leggja til þessar breyttu greinar og hver er helsta breytingin?

Ég legg til að púnktarnir í skammstöfunum verð felldir niður eins og oftlega hefur komið fram enda er það líka í samræmi við „Ritreglur Íslenskrar málnefndar”. Ég legg til að markmið félagsins verði umorðuð lítillega og bætt við að félagið eigi og reki fullkomna fjarskiptastöð til fjarskipta á amatörtíðnum. Félagið á og rekur nú þegar fullkomna stöð en hennar er hvergi getið í lögum félagsins. Það er mitt mat að lög félagsins eigi að vera kvik og þess vegna óþarfi að gera félagsmönnum næstum ókleyft að leggja fram tillögur að breytingum. Félagsmenn sem vilja tryggja stöðugleika en um leið nýjungar og þróun í starfsemi félagsins mæta á aðalfundinn og taka þátt.

  1. Gr samþykkt
  2. Gr samþykkt
  3. Breytingartillaga samþykkt, en tillagan síðan feld 5 voru með en 10 á móti.
  4. 27.  gr. feld. 1 var samþykkur en 13 á móti.
9. Stjórnarkjör.

TF3SG formaður

TF3AM situr áfram til næsta árs.

TF3CY og TF3HRY voru kosnir til 2. Ára

TF3UA baðst lausnar frá stjórnarstörfum og var TF3SB kosinn í hans stað til eins árs.

TF2WIN og TF2LL voru kosnir varamenn.

10. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara.

Kosning skoðunarmanna ársreiknings. Óskar Sverrisson, TF3DC, Haukur Konráðsson, TF3HK, skoðunarmaður til vara, Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson, TF3VS.

11. Ákvörðun árgjalds.

Ákvörðun ársgjalds. Tillaga stjórnar um kr. 6500 var samþykkt.

12. Önnur mál.

Umræður.

Námskeið ýmsir

Neyðarfjarskipti TF3JA

Fundir var síðan slitið kl: 16.50

13. Fylgiskjöl

Skýrsla formanns: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2018/03/20130518-arsskyrsla_ira-tf3jb.pdf

Ársreikningur: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/18052013-Ársreikningur-ÍRA-2012-til-2013.pdf

 

Fundargerð

Mættir: TF3JB, TF3UA, TF3EE, TF3WIN, TF3BJ, TF3AM, TF3CY, Fundur settur kl. 19:40.

miðvikudaginn 10. apríl 2013 kl. 19:30 að QTH TF3AM

1.        Dagskrá samþykkt samhljóða

2.        Fundargerð seinasta fundar samþykkt samhljóða

3.        Innkomin/útsend erindi

(a) 25.2.2013; sent erindi frá PFS; upplýsingar um skipulag námskeiðs Í.R.A. til amatörprófs 2013.

(b) 17.2.2013; sent erindi til IARU Svæðis 1; stuðningur við frumvarp NRRL á fundi HF nefndar í apríl n.k. vegna JOTA.

(c) 27.2.2013; send jákvæð umsögn með annmarka um úthlutun kallmerkisins TF3JON í stað TF3LMN til Jóns Svavarssonar. Nokkuð var rætt um þessa umsögn en kallmerkið TF3JO tilheyrði látnum leyfishafa. Jón Svavarsson mun taka upp annað kallmerki óski hann að flytjast upp um leyfisflokk.

(d) 02.3.2013; innkomið erindi frá TF3OM; tillaga um gagnkvæmar heimsóknir félaga Í.R.A. og flugmódelfélaganna.

(e) 04.03.2013; innkomið erindi frá PFS um úthlutun kallmerkisins TF3HE í stað TF3HET til Halldórs Heiðars Sigurðssonar.

(f) 05.04.2013; sent erindi til PFS; beiðni um fund með fulltrúum Í.R.A., IARU og IARU Svæðis 1.

(g) 05.04.2013; innkomið jákvætt svar við beiðni um fund þann 7. maí n.k. í aðalstöðvum Póst- og fjarskiptastofnunar.

4.        Yfirferð verkefna
Farið yfir verkefni í verkefnatöflu. Lítið er eftir af útistandandi verkefnum. Tölvumál félagsstöðvarinnar hafa nú fengið farsæla lausn undir styrkri forystu TF3CY.

5.        Fundur um VHF/UHF mál 14. mars s.l.

Fundurinn tókst vel í alla staði. Aðsókn var all góð. Fundarstjóri var TF3BJ. Ágætar umræður urðu um málaflokkinn og m.a. samþykkt, að ekki væri ástæða til að setja endurvarpann TF3RPC upp á ný á sama stað, en hann var tekinn niður vegna byggingarframkvæmda í húsinu við Hagatorg þann 6. febrúar s.l. Hugmyndin er að finna honum betri stað. Þá var það almennt haft á orði, að ekki sé þörf á að setja  aftur upp endurvarpann TF8RPH við Garðskagavita (en búnaður hans var fluttur í Bláfjöll í september s.l. eftir að elding skemmdi Zodiac stöð TF1RPB). Stjórn samþykkti þessar tillögur.

6.        CQ TF

Lokadagur fyrir móttöku efnis í 2. tbl. 2013 var sunnudaginn 31.  mars. TF3KX tók að sér að setja tilkynningu á heimasíðu og á póstlista svo og að taka á móti efni. TF3JB tók að sér að ritstýra blaðinu

sem aðstoðarmaður að þessu sinni. TF3VS setur blaðið upp og brýtur um.  Stefnt er að útgáfu nýja blaðsins fimmtudaginn 11. apríl.

7.        Námskeið til amatörprófs

Námskeið félagsins til amatörprófs gengur vel. Það hófst 12. febrúar s.l. og lýkur 3. maí n.k. Próf Póst- og fjarskiptastofnunar verður haldið degi síðar, 4. maí. Námskeiðið er haldið í HR og verður próf til amatörleyfis haldið á sama stað. 18 þátttakendur eru á námskeiðinu 9 leiðbeinendur.  Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX, formaður prófnefndar Í.R.A. vann skipulag námskeiðsins. Umsjónarmaður f.h. Í.R.A. er Jónas Bjarnason TF3JB. Áætlaður hreinn rekstrarhagnaður félagssjóðs vegna verkefnisins nemur um 100 þúsund krónum, auk tekna af félagsgjöldum þeirra sem gerst hafa félagsmenn vegna námskeiðsins.

8.        Tölvumál

Að frumkvæði TF3CY ákvað CCP að gefa félaginu tvær notaðar tölvur (fullkomlega í lagi) sem að mati Benedikts, eru vel nothæfar í fjarskiptaherbergi félagsins. Þann  14.  mars  mætti  TF3CY  í Skeljanes  með fyrri tölvuna og hin kom skömmu síðar. Stjórn færir CCP innilegar þakkir félagsins. Ritara falið að koma þeim á framfæri í samráði við TF3CY.

9.        Söfnun TF3SA fyrir RF magnara

Söfnunin er á tvennan máta; annars vegar frjáls framlög félagsmanna og hins vegar laun TF3VS fyrir umbrot CQ TF, en hann tók við uppsetningu CQ TF frá og með 3. tbl. 2012. Skilyrt var frá hans hendi, að hann fengi ekki féð í hendur, heldur yrði andvirði vinnu hans lagt í tækjasjóð ÍRA. Í erindi frá Vilhjálmi dags. 14.2.2013 fer hann þess á leit, að uppsafnað andvirði vinnu hans við undangengin þrjú tölublöð CQ TF verði nú greitt út í söfnunarsjóð TF3SA vegna fyrirhugaðra kaupa á RF magnara fyrir TF3IRA. Andvirðið er nú kr. 104.568. Gjaldkera var falið að koma þessum peningum til skila í sjóðinn.

10.      Stjórnarfundur IARU Svæðis 1 í Reykjavík

Árlegur fundur stjórnarnefndar IARU Svæðis 1 fyrir árið 2013 verður haldinn í Reykjavík helgina 4.-5. maí n.k. Samkvæmt upplýsingum frá TF3KB, IARU tengilið félagsins, eru vætanlegir um 25 gestir til landsins vegna fundarins (þ.m.t. makar). Sérstakir gestir stjórnarfundarins verða m.a. forseti IARU, Timothy S. Ellam, VE6SH og varaforsetinn, Ole Garpestad, LA2RR. Óskað hefur verið eftir samráðsfundi með íslenskum stjórnvöldum um málefni radíóamatöra, með sérstakri áherslu á undirbúning WRC-15. Fyrir liggur ósk framkvæmdanefndar þess efnis að haldið verði opið hús í Skeljanesi, sunnudaginn 5. maí kl. 15-17, til að framkvæmdanefndarmenn geti hitt félagsmenn ÍRA.

 

11.      Aðalfundur

Aðalfundur  Í.R.A.  2013 verður haldinn laugardaginn 18. maí kl. 13:00 í Snæfelli, fundarsal Radisson SAS hótels Sögu, í Reykjavík. Fyrst var boðað til fundarins 27. mars s.l. og voru tilkynningar settar bæði á heimasíðu og póstlista. Ásamt  tilkynningunni fylgdi ábending til félagsmanna þess efnis, að skv. ákvæði í 27. gr.  félagslaga þurfi  tillögur að lagabreytingum að berast stjórn félagsins fyrir 15. apríl n.k. Eiginlegt fundarboð aðalfundarins verður sent í tölvpósti til félagsmanna og sett á heimasíðu og póstlista þann 26. apríl n.k. í samræmi við ákvæði í 16. gr. félagslaga. Berist frumvarp um lagabreytingar sem uppfyllir ákvæði 27. gr. félagslaga, fyrir 15. apríl n.k., verður það sent með fundarboði. Miðað er við að skýrsla stjórnar  2012-2013  verði lögð fram á síðasta stjórnarfundi fyrir aðalfund þ. 12. maí n.k. Miðað er við að ársreikningur  2012-2013  verði lagður fram á þeim stjórnarfundi. Guðmundur Sveinsson, TF3SG, hefur boðist til að setja reikninginn upp eins og hann hefur gert undanfarin ár. Stjórn er sammála um að leggja til að árgjald verði 6500 kr.

12.      Önnur mál

Engin önnur mál voru rædd að þessu sinni.

13.      Fundarslit

Fundi var slitið um kl. 21:30. Stjórn færir þeim hjónum Ástu og Andrési bestu þakkir fyrir höfðinglegar veitingar og gott atlæti á heimili þeirra.

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA
Ritari ÍRA

Óunnin verkefni sem ákveðin voru á fundinum og fyrri fundum:

 

Verkefni Dags. Ábyrgð Verkefnislok
Ljúka við eignaskrá TF3G, TF3EE, TF3SG
Fundargerðir í Google Docs 30.5.2012 TF3UA
Finna keppnisstjóra ÍRA 27.12.2012 Allir
Vinna að námsefnismálum 27.12.2012 JB, UA, BJ
Finna nýjan ritstjóra CQ TF 27.12.2012 Allir
Svara könnun IARU 15.2.2012 TF3UA
Úrlausn tölvumála félagsstöðvarinnar 15.2.2012 TF3CY og fl. 10.4.2013

 

Fundargerð

Mættir: TF3JB, TF3UA, TF3EE, TF3WIN, TF3AM, TF3CY, sérstakur gestur fundarins var TF3TNT, stöðvarstjóri og VHF stjóri.

Fundur settur kl. 17:40.

Föstudaginn 15. feb. 2013 kl. 17:30 að Skeljanesi

1.        Dagskrá samþykkt samhljóða

2.        Fundargerð seinasta fundar samþykkt samhljóða

3.        Innkomin/útsend erindi

  1. a) 16.01.2013; innkomið erindi frá PFS; úthlutun nýs 630 metra bands til íslenskra leyfishafa.
    Í þessu erindi kemur fram að PFS hafi leyft íslenskum amatörum að nota 630 m bandið. Stjórn ÍRA fagnar þessu mjög og færir PFS innilegar þakkir fyrir skjóta og jákvæða afgreiðslu erindisins.
  2. b) 17.01.2013; send fréttatilkynning vegna nýs 630 metra bands til landsfélaga radíóamatörfélaga í nágrannalöndum.
    c) 28.01.2013; innkomið erindi frá PFS; umsögn um umsókn Radíó refa um kallmerkin TF2R og TF3R.
    Stjórn ÍRA verður að hlýta vinnureglum sem aðalfundur árið 2009 setti um úthlutun eins stafs kallmerkja. Um er að ræða varanlegt kallmerki fyrir sameiginlega stöð (klúbbstöð). Radíó refir þurfa skv. þeim að tilgreina ábyrgðarmann sem hefur haft leyfi í 30 ár og fullnægir kröfum um að hafa staðfest 200 DXCC lönd.
  3. d) 30.01.2013; sent erindi til PFS; ósk um heimild til að halda próf til amatörleyfis 4. maí n.k.
  4. e) 30.01.2013; innkomið erindi frá PFS; veitt heimild fyrir prófi til amatörleyfis 4. maí n.k.; fulltrúi PFS á staðnum verður Bjarni Sigurðsson.
  5. f) 03.02.2013; innkomið erindi frá Radíóskátum; ósk um stuðning við frumvarp NRRL á fundi HF nefndar IARU Svæðis 1 2013.
    Málið snýst um að IARU svæði 1 beiti sér fyrir því að ein helgi verði útnefnd sem keppnislaus helgi. Þessa helgi geta þá skátar nýtt fyrir JOTA (Jamboree on the Air) en slíkir atburðir hafa laðað margar ungar verur að amatör radíói. Dæmi um slíkar má finna á stjórnarfundinum. Samþykkt án mótatkvæða.
  6. g) 05.02.2013; sent erindi til PFS; ósk um heimild til flutnings endurvarpans TF3RPI frá Klyfjaseli í Ljósheima í Reykjavík.
  7. h) 05.02.2013; sent erindi til PFS; upplýsingar veittar um stöðu veitingar umsagnar um erindi stofnunarinnar dags. 28.01.2013.
  8. i) 05.02.2013; innkomið erindi frá PFS, veitt heimild til flutnings endurvarpans TF3RPI.
  9. j) Könnun á vegum IARU um notkun og leyfi á örbylgjusviðum fyrir amatöra. Ritara falið að svara könnuninni.

4.        Yfirferð verkefna
Farið yfir verkefni í verkefnatöflu. Lítið er eftir af útistandandi verkefnum. Fram kom að vinna við að ljúka eignaskrá er nú farin af stað, stöðvarstjóri TF3TNT bauð fram aðstoð sína við vinnuna að eignaskránni.

5.        Nýtt amatörband á 630 metrum

Formaður sendi fréttatilkynningu til nokkurra systurfélaga um leyfið á 630 m. Hamingjuóskir hafa borist víða að og m.a. er leyfisins getið í nýjustu vefútgáfu QST sem birt var i dag. Formanni er þakkað gott frumkvæði við að senda út þessa fréttatilkynningu.

6.        Fundur í HF nefnd IARU Svæðis 1

Fundurinn verður haldinn í Vín í apríl. Að höfðu samráði við IARU fulltrúa félagsins og fulltrúa í HF nefnd IARU, TF3KB, lagði formaður til að senda ekki fulltrúa að þessu sinni. Stjórn samþykkti þá tillögu formanns.

7.        Námskeið til amatörprófs

Nú er námskeiðið hafið með 18 þátttakendum. Formaður, TF3JB tók að sér skipulagningu þess og hefur gert það með miklum ágætum. Námskeiðið er haldið við kjöraðstæður í húsakynnum Háskólans í Reykjavík og færir stjórnin þeim HR mönnum bestu þakkir fyrir að hýsa námskeiðið. Námsefnið var prentað og frágengið hjá Samskiptum. Var þar vel unnið og námsefnið er í eins góðu horfi hvað varðar frágang og á verður kosið. Hins vegar er ljóst að endurskoða þarf efni og framsetningu námsefnisins. Þar er mjög horft til S-Afríska námsefnisins sem hægt er að sækja á netinu. SARL hefur ekki svarað erindi ÍRA um leyfi til að nota námsefnið. Vonast er til að hægt verði að ná sambandi við SARL í kjölfar IARU stjórnarfundarins sem verður haldinn hér á landi í byrjun maí.

8.        Söfnun fyrir RF magnara

Nú hafa safnast um 100 þús.kr. í söfnuninni sem TF3SA stendur fyrir. Við munu bætast laun TF3VS fyrir uppsetningu á CQ TF en hann bauðst til þess að setja upp CQ TF gegn sömu greiðslu og áður en bauðst til að láta launin renna í tækjakaupasjóð félagsins. Auk þess mun félagssjóður styrkja kaup á magnara. Það er skilningur stjórnar að magnarinn verði í eigu félagsins. Þegar hyllir undir lok söfnunarinnar þarf að skilgreina ferli um það hvernig magnarinn skuli valinn.

9.        Endurvarpar

Nú standa vonir til þess að endurvarpinn í Bláfjöllum sé kominn á tíðni sem ekki truflar aðra þjónustu og að loftnetinu sé borgið um sinn. Hins vegar var á það bent að Bláfjöll eru mikið veðravíti, ísing mikil og erfitt umhverfi fyrir loftnet. Endurvarpinn á Hótel Sögu hefur nú verið tekinn niður vegna byggingarframkvæmda þar og er ekki enn ákveðið um QTH fyrir hann. Mikill áhugi er innan félagsins á endurvörpum og er líklegt að þeim málum verði vel sinnt í framtíðinni.

10.      CQ TF

Rætt var um embætti ritstjóra en það hefur ekki enn tekist að fylla. Unnið er áfram í málinu. Formaður hefur prentað tvö eintök i svarthvítu til að leggja fram í félaginu. Það kostar um 900 kr. að prenta slíkt eintak og binda í gorm, samþykkt að halda því áfram.

11.      Sérstakur fimmtudagsfundur um VHF/UHF (framhaldsfundur).

Mikill áhugi kom fram á sérstökum fundi um VHF/UHF mál sem haldinn var í janúar. Ljóst er að halda þarf annan fund og er stefnt að því þ. 14. mars nk.

12.      Nýtt viðurkenningarskjal félagsins.

TF5B hefur nú búið til nýtt viðurkenningarskjal félagsins „Iceland on Digimodes Award“. Hér er frábært framtak á ferðinni af hálfu viðurkenningastjóra og færir stjórn honum bestu þakkir fyrir framtakið.

13.      Ákvörðun um kaup á tölvu í fjarskiptaherbergi TF3IRA.

Tölvukostur fjarskiptaherbergisins er í slæmu horfi. Tölvur eru gamlar og telur stöðvarstjóri að móðurborðin séu ónýt. Umræður urðu um þetta og ákveðið að samþykkja að verja allt að 120 þús. kr. til tölvukaupa. Í ljós verður að koma hvort ein eða tvær tölvur fáist fyrir þessa upphæð. TF3CY bauðst til að skoða sín sambönd svo nýta megi peningana sem best. Aðrir fundarmenn munu sömuleiðis skoða hvað í þeirra valdi stendur.

14.      Hugmyndir TF3TNT, VHF stjóra Í.R.A., um ný verkefni í  metrabylgju-fjarskiptum

Benedikt Guðnason, TF3TNT lýsti hugmyndum sínum um ný verkefni á sviði metrabylgjufjarskipta. Þær ganga í stórum dráttum út á það að ÍRA taki yfir gamalt endurvarpakerfi Almannavarna sem er á 146-148 MHz. Skv. viðræðum við ýmsa menn stendur félaginu það til boða. Ef félagið tæki að sér rekstur fjallastöðva víðs vegar um landið mætti sækja um leyfi til PFS um að þessum hluta 2 m bandsins verði úthlutað til amatöra. Hér væri komin kjörin varaleið fyrir Tetra kerfið sem nú þjónar sem neyðarfjarskiptakerfi Almannavarna, Neyðarlínunnar og björgunarsveita. Hinn kosturinn væri að fá að sækja nokkra endurvarpa og nýta þá í þágu amatöra, væntanlega með því að færa þá á núverandi tíðnir amatöra. Um er að ræða Yeasu endurvarpa sem þykja góð tæki. Stjórn þakkaði TF3TNT fyrir hugmyndirnar. TF3EE lagði til að vísa þeim til starfshóps félagsins um neyðarfjarskipti til umfjöllunar og var það samþykkt.

15.      Önnur mál

Formaður efndi til getraunar nýlega sem stjórnarmenn tóku þátt í. Sigurvegari varð TF2WIN en hann gat rétt upp á því að mynd af afar fagurri amatörstöð væri úr tækjaherbergi TF3XON.

13.      Fundarslit

Fundi var slitið um kl. 19:30.

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA
Ritari ÍRA

Óunnin verkefni sem ákveðin voru á fundinum og fyrri fundum:

 

Verkefni Dags. Ábyrgð Verkefnislok
Ljúka við eignaskrá TF3G, TF3EE, TF3SG
Fundargerðir í Google Docs 30.5.2012 TF3UA
Finna keppnisstjóra ÍRA 27.12.2012 Allir
Vinna að námsefnismálum 27.12.2012 JB, UA, BJ
Finna nýjan ritstjóra CQ TF 27.12.2012 Allir
Svara könnun IARU 15.2.2012 TF3UA
Úrlausn tölvumála félagsstöðvarinnar 15.2.2012 TF3CY og fl.

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Kolbeinsmýri 14, 15. janúar 2013.

Fundur hófst kl. 16:00 og var slitið kl. 21:30.

Stjórn: ?

Mættir: TF3JB, TF3BJ, TF3UA og TF3EE

Fundarritari: TF3UA

Dagskrá

1. Dagskrá samþykkt samhljóða
2. Fundargerð seinasta fundar samþykkt samhljóða
3. Innkomin/útsend erindi

a) Jákvæð umsögn hefur verið send PFS um úthlutun kallmerkisins TF3OZ til Óskars
Þórðarsonar .

b) Myndrit af reglum um „Radíó-leyfi áhugamanna“ frá 7. febrúar 1947 hefur borist frá PFS.
Stjórn ÍRA þakkar PFS þá sendingu enda gagnlegt að hafa aðgang að reglunum eins og
þær hafa verið í fortíðinni.

c) Erindi hefur verið sent til PFS með ítrekun um úthlutun á 630 metrum ásamt uppfærðri
samantekt um úthlutanir í sviðinu.

d) Frá PFS hafa borist spurningar um óskir félagsins um tegundir útgeislunar á 630 metra
bandinu.

4. Yfirferð verkefna

Farið yfir töfluna sem birt er við enda fundargerðar og hún uppfærð.

5. Yfirferð verkefna í ljósi starfsáætlunar 2012/2013

Farið yfir starfsáætlun stjórnar og starfsemin skoðuð í ljósi hennar. Menn töldu að vel hafi
tekist til við að halda starfsáætlun.

6. Tillaga að viðveruáætlun stjórnarmanna í Skeljanesi 24. janúar til 2.

maí n.k.
Samþykkt.

7. Sérstakur fimmtudagsfundur þann 24. janúar n.k.

VHF-fundur 24.1. TF3AM setur fund og TF3BJ verður fundarstjóri. TF3GL ætlar að afhenda
verðlaunin fyrir VHF leikana 2012. Jafnframt verður rætt um VHF og UHF málefni.

8. Námskeið til amatörprófs

18 þátttakendur eru staðfestir. Enn er vonast til að fá húsnæði í HR.

9. 630 metra bandið

630 m bandið. Ekki er vitað hver bandbreiddin er sem leyfð verður.
10. Félagsstöðin
Umræður urðu um félagsstöðina. Ástand hennar er að mestu leyti í góðu horfi en bæta þyrfti
tölvuna sem notuð er til skráningar sambanda ásamt fleiru.

11. CQ TF

Vænst er þess að blaðið komi út eftir næstu helgi.

12. Önnur mál

Álit orðanefndar rafmagnsverkfræðinga frá 10. janúar um notkun orðsins „radíó“ hefur borist
til eyrna stjórnarmanna. Álitið er á þá lund að orðanefndin er nú samþykk notkun orðsins í
íslensku. Stjórn ÍRA fagnar þessu, enda kemur orðið fyrir í nafni félagsins og má líta svo á að
félagið hafi ávallt óskað þessara málaloka.
Ljósmyndir af stjórn ÍRA 2012-2013 hafa nú verið afhentar formanni og kann stjórn Jóni
Svavarssyni, TF3LMN bestu þakkir fyrir. Jón hefur verið ötull við að mæta með myndavélina á
viðburði félagsins og þar með unnið gott og mikilvægt starf.

13. Fundarslit

Fundi var slitið um kl. 21:30.
Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA

Óunnin verkefni sem ákveðin voru á fundinum og fyrri fundum:

 

Verkefni Dags. Ábyrgð Verkefnislok
Ljúka við eignaskrá TF3G, TF3EE,TF3SG
Fundargerðir í Google Docs 30.5.2012 TF3UA
Finna umsjónarmann námskeiðs 6.11.2012 TF3JB 15.1.2013
Hringja í félaga sem ekki hafa netfang 27.12.2012 JB, AM,UA, BJ 15.1.2013
Finna keppnisstjóra ÍRA 27.12.2012 Allir
Vinna að námsefnismálum 27.12.2012 JB, UA, BJ
Finna nýjan ritstjóra CQTF 27.12.2012 Allir

Fundargerð aðalfundar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Radisson Blu Hótel Sögu, 19. maí 2012.

Fundur hófst kl. 13:05 og var slitið kl. 16:58.

Mættir voru 24.

Eftirfarandi mættu: <ekki listað í fundargerð>

Aðalfundur Í.R.A. 2012 var haldinn þann 19. maí að Radisson Blu hótel Sögu í Reykjavík. Fundur var settur kl 13:05. Formaður, TF2JB, bauð félagsmenn velkomna og minntist í upphafi tveggja félaga sem létust á starfsárinu. Það eru
Sveinn Guðmundsson, TF3T, sem lést þann 7. september 2011, handhafi leyfisbréfs nr. 24, á 82. aldursári og Ólafur Helgi Friðjónsson, sem lést þann 10. febrúar 2012, handhafi leyfisbréfs nr. 97. Fundarmenn vottuðu þeim virðingu sína með því að rísa úr sætum. Sérstökum kveðjum var komið komið á framfæri við fundinn frá þeim TF6JZ og TF5B sem ekki áttu heimangengt. Fundarmenn voru liðlega 24 talsins eða um 12% af félagsmönnum. Gengið var til dagskrár
samkvæmt ákvæði í 18. grein félagslaga, í 12 tölusettum liðum.

Fundarritari: TF3AM.

Dagskrá

1. Kjör fundarstjóra.

Fundarstjóri var kjörinn TF3VS.

2. Kjör fundarritara

Fundarritari var kjörinn TF3AM.

3. Könnun umboða.

Engin umboð komu fram.

4. Athugasemdir við fundargerð síðasta aðalfundar.

Engar athugasemdir bárust við fundargerð síðasta aðalfundar fyrir tilskilinn frest þann 21. október né heldur frá viðstöddum fundarmönnum.

5. Skýrsla formanns um starsemi félagsins.

Fráfarandi formaður, Jónas Bjarnason, TF2JB, kynnti framlagða skýrslu stjórnar sem er mikið rit, alls 142 blaðsíður. Til samanburðar var skýrslan 103 blaðsíður fyrir síðastliðið starfsár. Að mati stjórnar standa þessi atriði upp úr:

a. 65 ára afmælishátíð Í.R.A. sem haldin var 14. ágúst 2011; alls mættu liðlega 60 manns í félagsaðstöðuna og þáðu kaffiveitingar. Þeim TF3UA, TF3G og TF3SG var sérstaklega þakkað fyrir störf þeirra að vel heppnuðum undirbúningi viðburðarins.

b. Aukið húsnæði félagsins í Skeljanesi fyrir kortastofu og smíðaaðstöðu, sem er hornherbergi á 2. hæð þar sem fjarskiptaherbergi félagsins var áður til húsa fram að haustdögum 2008.

c. Vetrarstarfið sem gekk mjög vel; alls um 30 viðburðir sem voru auglýstir og haldnir og allt að 40 félagar sóttu hvern, sem er afar ánægjulegt. Vetrardagskrá félagsins var í umsjón TF3BJ.

d. Undirbúningur og skipan sérstakrar „EMC-nefndar“ undir forystu TF3UA. Aðrir í nefndinni eru TF3G og TF3Y.

e. Nýtt band, 472-479 kHz, sem samþykkt var á WRC-12 ráðstefnunni í febrúar 2012. Félagið var í samstarfi við Póstog fjarskiptastofnun í nær eitt ár fyrir ráðstefnuna til undirbúnings verkefnisins. Samstarf gekk mjög vel og var skilningur góður og studdi íslenska sendinefndin frumvarpið um nýja bandið á ráðstefnunni, sem er hið sama í öllum þremur svæðum heimsins, þ.e. IARU svæðum 1, 2 og 3.

f. Að lokum, þakkaði formaður samskiptin við Póst- og fjarskiptastofnun sem hafa verið afar góð. Hann nefndi m.a. nýjan kapítula sem hófst þann 16. ágúst (2011) þegar haldinn var samráðsfundur fulltrúa stofnunarinnar og Í.R.A., en þar kom m.a. fram nauðsyn á stofnun EMC nefndar innan félagsins. Önnur mikilvæg niðurstaða var, að nú verða slíkir samráðsfundir haldnir reglulega.

Ársskýrslan er að öðru leyti hefðbundin í uppsetningu, í 11 köflum, þar sem 7. kaflinn um TF VHF leikana 2012 kemur inn nýr. Í „Viðauka A“ eru birtar fundargerðir stjórnar, í „Viðauka-B“ önnur gögn, þ.m.t. starfsáætlun stjórnar, í „Viðauka-C“ eru birtar ljósmyndir úr 65 ára afmæli félagsins og í „Viðauka-D“ er birt yfirlit um gögn Í.R.A. sem eru í vörslu Borgarskjalasafns Reykjavíkur.

6. Skýrslur annarra embættismanna.

Eftirtaldir embættismenn tóku til máls: TF3KX, TF3DX, TF3JA, TF3CY, TF3SG og TF3KB.

TF3KX, ritstjóri CQ TF: CQ TF er gefið út fjórum sinnum á ári með reglulegum hætti. Hann þakkar gott samstarf við höfunda. TF8GX segir: Ég þakka ritstjóra fyrir mjög gott starf.

TF3DX, formaður prófnefndar: Vísar í síðu 123 í skýrslu formanns, þarna sést svart á hvítu að prófin eru ekki endilega flöskuháls, þar sem aðeins 47% þeirra sem ná prófi sem sækja um úthlutun kallmerkja miðað við próf vorið 2011, 2 meðan þeir sem tóku próf í vor eru búnir að sækja um leyfi.

TF3JA, neyðarfjarskiptastjóri ÍRA: Hann nefndi að VHF kerfi Almannavarna sem var á 146 MHz stendur ónotað. Kerfið mun samanstanda af 8 endurvörpum, sem fulltrúar almannavarnadeildar RLR hafa sagt að Í.R.A. standi til boða. Ef til vill þarf að færa þá til í tíðni og setja tónstýringu en e.t.v. megi sækja um aukið tíðnisvið í metrabylgjusviðinu hér, sambærilegu því sem er í Bandaríkjunum.

TF3KX spyr: Stendur bæði rafmagn og aðstaða til boða. TF3JA: Já. Klappað fyrir TF3JA.

TF3CY, stöðvarstjóri TF3IRA: Nýr stöðvarstjóri mun trúlega hefja störf innan skamms og vinnu verður haldið áfram við að bæta aðstöðuna (Innskot ritara: Benedikt lét formlega af störfum sem stöðvarstjóri þann 17. febrúar).

TF3SG, QSL stjóri: Alls voru send tæp 28 kg í fyrra, send í 0,5 kg þyngd hverju sinni í pakka. Flest kort eru send til Þýskalands; reynslan er svipað á þessu ári. Hann þakkar fyrir samstarfið.

TF3KB, IARU tengiliður: Hann upplýsti að eftir að hafa nefnt Ísland af og til í nokkur ár sem fundarstað, þá hafi framkvæmdastjórn IARU fyrir Svæði 1 ákveðið að halda ársfund 2013 á Íslandi; fundinn sækja 12-15 manns. Ef til vill er kostur á að fá hingað IARU fundinn fyrir Svæði 1 árið 2016. Að loknu erindi TF3KB, var orðið laust um skýrslu stjórnar og embættismanna.

TF3HP segir: Ég þakka skýrslurnar. Ég vil nefna að mér þykir slakara að rótórinn fyrir HF greiðuna er ekki í lagi og það sé hægt að snúa greiðunni „endalaust“. Svo þykir mér slakara að VHF stöðin sem keypt var sé enn í kassanum og að ekki sé hægt að hafa samband við Í.R.A. á fimmtudagskvöldum. Ef til vill vantar VHF loftnet en það er reyndar mitt hlutverk. Svo ég vil nefna að ég er boðinn og búinn til að koma að loftnetsvinnu.

TF3CY svarar: Þetta er allt hárrétt hjá TF3HP. Nú hafa verið tveir stöðvarstjórar síðan embættið var stofnað. Ég tel jafnvel að embættið sé „Þrándur í götu“ þess að eitthvað sé gert. Nú er beðið eftir kalli stöðvarstjóra, en áður gengu menn bara í málið. Varðandi rótór, þá hefði verið best að kaupa nýjan en til þess voru ekki efni, og því voru keyptir í hann varahlutir en málinu er ekki lokið. Stöðin á að vera með loftnet á öllum böndum og best væri að ekki þyrfti að fá lánuð loftnet þegar taka á þátt í alþjóðlegum keppnum. TF2WIN segir: Takk fyrir skýrslu. Ef hægt er að fá heilt VHF kerfi frá Almannavörnum þá þarf endilega að þiggja það; slíkt boð kemur ekki aftur. Svo þykir mér verra að heyra ekki af því þegar menn fást við loftnet og missa af því.

TF3SG segir: Ég hringdi í TF4M varðandi loftnetsefni uppi á Rjúpnahæð og spurði hvort Í.R.A. fengi að notfæra sér eitthvað af því, sem hann sagði velkomið.
TF3JA segir: Ég þakka TF2JB sérstaklega fyrir starfið í félaginu sem verður tæplega toppað í bráð. Svo vil ég nefna að ÍRA stöðin er í reynd frábær þótt eitthvað megi betur fara. Ég spyr, hvað með að menn skrifi sig á verkefnalista ef þeir vilja leggja einhverju verkefni lið?

TF2JB segir: Vil benda á umfjöllun um rótor- og loftnetamál TF3IRA í skýrslu stjórnar á bls. 25.

TF3KB segir: Ársskýrslan er frábærlega vel unnin; ég þakka TF2JB fyrir frábært starf.

7. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar.

TF3HP segir: Flott skýrsla. Vil bara nefna, rétt til að vera ekki sammála að mér þykja þrifin léleg og dýr. Og kostnaður um 70 þúsund krónur, miðað við að aldrei er farið út með rusl! Getum við ekki séð um þetta öryggiskerfi hússins sjálf og sparað peninga? Mér finnst þrifin ekki vera 72 þúsund króna virði. TF3HP áfram: Kaffi- og fundarkostnaður er talsverður, þar af er rekstur 42 þúsund krónur. Hvaða rekstur?

TF3G svarar: M.a. kostnaður vegna breytinga á húsnæðisaðstöðu félagsis, þ.m.t. flutningur á milli herbergja.

TF2JB segir: M.a. keyptur bókaskápur frá IKEA, málning og hilluefni. Það heyrist á fundarmönnum að þeim þykir TF3HP vera „pexsamur“ þótt kexið mætti vera annað.

TF3CY segir: Ég er sammála TF3HP um margt. Aurarnir fara í kaffi og blaðaútgáfu en svo eru ekki efni á magnara eða loftneti. Ég vildi sjá aðrar áherslur. En svo má hafa í huga að „við“ erum félagið. Eru ekki einhverjir félagsmenn sem geta annast húsnæðið? Og þá verða meiri peningar í búnað…

TF3KB segir: Það er alltaf erfitt að forgangsraða takmörkuðu fé, og blaðið er mjög mikilvægt fyrir starfið og utanaðkomandi – og fundastarfið hefur verið sérlega gott.

TF3SG segir: Það hefði mátt hækka félagsgjöldin á síðasta ári.

TF3EE segir: Ég er sammála um hækkun félagsgjalda.

TF3UA segir: Áður en þrifin voru pöntuð þá átti til að vera vond lykt í félagsaðstöðunni, en eftir að þrif komust í lag þá hvarf lyktin. Og erum við ekki kaffidrekkandi CQ TF lesendur? Og e.t.v. verður klúbbstöðin ekki miðdepill starfsins. Mér þykir áherslan ágæt. 3

TF3HP segir: Blaðið er gott en það er dýrt að greiða 316 þúsund krónur í þennan lið sem er helmingur árstekna. Og ég nefni hlutabréfin fyrir loftnet sem selt var um árið, þetta voru líklega um 900 þúsund krónur sem brunnu svo í bankahruninu. Ég þakka TF3G fyrir ársreikninga og sérlega TF2JB fyrir ársskýrsluna sem er sérstaklega glæsileg.

TF3KX segir: Varðandi uppgjörið þá er slæmt að vera með tap en þannig er það. Síðasti aðalfundur felldi tillögu um hækkun gjalds. Varðandi CQ TF þá er það rétt að 40% af tekjum fara í blaðið, en þetta er eitthvað sem félagið þarf að ákveða. Varðandi kaffisamsætin, þá þykir mér þeim peningum vel varið, þetta heldur félaginu saman á fundum um áhugaverð málefni. Hvað félagsstöðina varðar, þá er umsjón hennar sjálfboðavinna en félagsaðstaðan er í aðalatriðum í góðu lagi. Spyrja má hvort félagsstöðin sé vel nýtt, t.d. í þjálfun nýrra leyfishafa?
Ekki voru fleiri á mælendaskrá. Reikningarnir voru bornir upp og samþykktir einróma.

8. Lagabreytingar.

Fyrir fundinum lágu eftirtalin frumvörp til lagabreytinga: Við 5. gr. (stjórnarfrumvarp); við 8. gr. (stjórnarfrumvarp); við 23. gr. (frá TF3BJ); um nýja 24. gr. (stjórnarfrumvarp) og við ýmsar greinar (frá TF3JA).
Samkvæmt ákvæði í 26. gr. laga félagsins þurftu tillögur að lagabreytingum að berast stjórn félagsins fyrir 15. apríl s.l. Með tillögum að breytingum skyldu fylgja skriflegar greinargerðir þar sem gerð var grein fyrir ástæðum tillagnanna og væntanlegum áhrifum þeirra. Öll frumvörpin uppfylltu þessar kröfur nema frumvarp TF3JA. Í ljósi þess, lagði fundarstjóri undir hann hvort hann myndi draga frumvarp sitt til baka.

TF3JA tók til máls. Hann nefnir að hann sé sérstaklega óánægður með tímasetningu aðalfundar sem hentar [honum] illa. E.t.v. væri betra að miða starfsárið við almanaksárið. Og orðið „SKAL“ þurfi ekki að koma fyrir í þessum lögum. Og félagið ætti að heita ÍRA en ekki Í.R.A., og CQTF ætti að heita svo en ekki CQTF. Að svo mæltu sagðist hann draga frumvarp sitt til lagabreytinga til baka. Við svo búið var tekið til við umfjöllun um önnur frumvörp.
Um 5. grein. Efnisinnihald frumvarps: Að þeir sem sækja um inngöngu í félagið eftir 30. nóvember greiði hálft árgjald í stað 31. júlí.

Niðurstaða: Samþykkt samhljóða að breyta dagsetningu úr 31. júlí í 30. nóvember. Um 8. grein. Efnisinnihald frumvarps: Við setningu í greininni þess efnis að stjórn sé heimilt að bjóða nýjum félögum 1. árið án félagsgjalds, þá án kjörgengis og kosningaréttar, bætist við fyrir framan „Undir sérstökum kringumstæðum“. Í annan stað komi inn ný setning í greinina: „Stjórn getur veitt afslátt af félagsgjöldum félaga sem búa við erfiðar fjárhagslegar aðstæður“.
Niðurstaða: Stjórn dró til baka tillögu sína um að bæta inn „Undir sérstökum kringumstæðum…“ o.s.frv. Tillaga TF3DX um að taka út, í framhaldi, setninguna „Stjórn er heimilt að bjóða nýjum félögum 1. árið án félagsgjalds, þá án kjörgengis og kosninga-réttar“. Frumvarp stjórnar um að bæta inn setningunni „Stjórn getur veitt afslátt af félagsgjöldum félaga sem búa við erfiðar fjárhagslegar aðstæður“ samþykkt einróma.

TF3KX segir: Þýðir það að þeir sem sækja námskeið greiða lægra gjald?

TF3BJ skýrir: Helmingsafsláttur af félagsgjaldi og námskeiðsgjaldi fyrir nemendur, þannig hefur félagsgjaldið í reynd verið frítt fyrsta árið fyrir nemendur.

TF3HP segir: Fagnar heimild um afslátt til þeirra sem eiga erfitt.

TF3UA segir: Án kjörgengis og kosningarréttar, þetta er ekki gott, vill strika þetta út.

TF3JA segir: Sammála TF3UA.

TF3DX segir: „Undir sérstökum kringumstæð- um“. Illa skilgreint þykir mér; getur breyst milli stjórna.

TF3BJ segir: Stjórnin vildi hafa þetta opið. Það hefur verið áhugi á afslættinum, og stjórnin vill hafa val um að takmarka afslátt.

TF2JB segir: Það er talsvert umstang að fást við innsetningu nýrra félagsmanna, nánast orðin hefð að menn telja að 1. árið sé frítt.

TF3DX segir: Má ekki taka út heimild til að veita 1. árið frítt?

TF3JA spyr: Vill ekki TF3UA draga tillöguna til baka?

Atkvæðagreiðsla um 8. grein: Samþykkt að fella út úr greininni setninguna: „Stjórn er heimilt að bjóða nýjum félögum 1. árið án félagsgjalds, þá án kjörgengis og kosningarréttar“. Tillagan um að skjóta á undan inn orðunum „Undir sérstökum kringumstæðum“ var einnig felld. Hins vegar samþykkt innskotssetningin: „Stjórn getur veitt afslátt af félagsgjöldum félaga sem búa við erfiðar fjárhagslegar aðstæður“. Þessi breyting var samþykkt einróma.
Um 23. grein. Efnisinnihald frumvarps. Bætt verði inn eftirfarandi setningu í greinina: „Nefndin skal halda námskeið svo oft sem þurfa þykir“.
Niðurstaða: Tillagan felld með 13 atkvæðum á móti 4. Aðrir sátu hjá.

TF3BJ skýrir: Það stendur ekkert í lögum félagsins um námskeið, og því er þessi grein til að tengja námskeið við prófnefnd.

TF3DX segir: Tillagan var ekki borin undir prófnefnd og kemur á óvart, og lýst ekki vel á þetta. Mér þykir ekki heppilegt að prófnefndarmenn kenni mikið á námskeiðum enda sé þá betra að fá aðra til að semja prófið, þetta er gert til að halda trausti Póst- og fjarskiptastofnunar. Það má ekki vera hægt að benda á að sömu menn haldi námskeið og ráði því hverjir nái prófi.

TF2JB segir: Tekur undir allt sem TF3DX segir.

TF3HP segir: Í áratug meðan ég var formaður var gengið milli manna og þeir beðnir um að halda námskeið, en núverandi prófnefnd hefur staðið sig vel og það er ekki þörf á þessum breytingum.

TF3JA segir: Ég sá í mörg ár um þessi próf sem starfsmaður P&s, og ég styð

TF3BJ í þessu máli. Það þarf að vera námsskrá og kennari kennir og býr til próf; prófdómari kemur frá PFS.

TF3KB segir: Legg til að þessi tillaga verði betur hugsuð.

TF3KX segir: Sammála TF3DX.

TF2WIN segir: Ég skil tillögu TF3BJ.

TF3KJ segir: Má ekki breyta orðalagi, taka „SKAL“ burt og mýkja orðalag.

TF3KX segir: Námskeið er veruleg vinna og eins að búa til próf og svör, og að finna húsnæði, fjölfalda fyrir námskeið, best að hafa sérstakan hóp í þessu.
Atkvæðagreiðsla um 23. grein: Samþykkir 4, á móti 11. Aðrir sátu hjá. Tillagan felld.

Um [nýja] 24. grein. Efnisinnihald frumvarps: Fjallar um stofnun og skipan svokallaðrar „EMCnefndar“ Í.R.A.

Niðurstaða: Frumvarpið samþykkt samhljóða með þeirri viðbót að setja inn í sviga þýðingu skammstöfunarinnar EMC, þ.e. „Electromagnetic compatibility“.

TF3UA segir: Ég er með breytingu á orðalagi: „….er skipt út einum manni á ári hið mesta“ í stað „SKAL…“.

TF3HP segir: Þarf að skipta um menn í nefndinni, ef þeir vilja sitja áfram?

TF3DX segir: Orðalagið má misskilja. En þess utan er venja að nota orðið „SKAL“ í lögum margra góðra félaga, t.d. í lögum lögfræðingafélagsins. E.t.v. er betra að minnka umfang laganna. En þar sem salurinn hefur bent mér á það þá sé ég að orðalagið er reyndar ágætlega skýrt.

TF3KX segir: Er með vangaveltur; hvað er þetta „EMC“? Það þarf að skýra í greininni fyrir hvað EMC stendur.

TF3UA segir: Það er ekki þörf á að skýra hugtakið betur, vel þekkt hugtak.

TF3KB segir: Má ekki nota íslenska orðið „vaksamhæfni“?

TF3KX segir: Nei, þetta er ekki nægjanlega skýrt.

TF2WIN segir: Þetta er ekki góð tillaga, þá þarf að hafa allar nefndir í lögum félagsins, t.d. „Vitahelgarnefnd…“.

TF3CY segir: Nefndir eru mismikilvægar í félaginu, með þessari grein er verið að tryggja að þessi nefnd sé starfandi.

TF3DX segir: Ég styð TF3CY. Auk þess er þessi nefnd til að tryggja samskipti við yfirvöld.

TF2JB segir: Greinar af þessu tagi eru m.a. í lögum tveggja stærstu amatörafélaga í Evrópu.

TF3Y segir: Nefnd sem stofnuð er í lögum félagsins er miklu sterkari gagnvart stjórnvöldum en ella, sem gæti verið styrkur fyrir félagsmenn, og það er best tryggt að nefndin sé virk með því að setja um hana formlega reglu.

TF3Y dregur til baka tillögu um „SKAL“. TF3KX dregur til baka tillögu um skýringar um EMC.

Breyting frá TF3KX: Bætt innan sviga skýringu á merkingu skammstöfunarinnar „EMC“.

Samþykkt samhljóða. Atkvæðagreiðsla um nýja grein 24. Samþykkt samhljóða.
TF3HP biður um orðið: Er með óundirbúna lagabreytingu, með samþykki aðalfundar, um fastskipaða nefnd félagsins. Stjórn SKAL setja námskeiðsnefnd á laggirnar í samræmi við tillögu TF3BJ.

TF3CY segir: Námskeiðsmál hafa verið í ágætum farvegi og því væri rétt að útfæra þessar hugmyndir nánar í næstu stjórn.

TF3UA segir: Stofnun skólanefndar er e.t.v. ekki góð hugmynd nú; þetta þarf að hugsa og ræða í þeim hóp sem helst hefur starfað að þessum málum.

Þá var komið að hinni sívinsæla dagskrárlið, kaffihlé.

Eftir kaffihlé.

Fundarstjóri: Nú er dregið úr seðlum með nöfnum fundarmanna um nýja Baofeng UV-3R Mk.II 2-5W VHF/UHF FM-handtalstöð.

Niðurstaða: TG3G var dreginn. Hann segir: „Ég á svona stöð og afhendi hana til dráttar öðru sinni“. Dregið öðru sinni: TF3JA var dreginn, hann tók við henni með brosi á vör og hélt smá þakkartölu (reyndar mest um „tónskvelsa“).

9. Stjórnarkjör.

Úr stjórn: TF3G og TF3UA (sátu sitt síðara ár). Eftir sitja: TF3CY og TF3BJ (sitt síðara ár). TF3G gefur ekki kost á sér áfram.

Kosning formanns til eins árs: TF2JB gefur kost á sér, kjörinn með lófataki. Tveir stjórnarmenn til tveggja ára: TF3UA og TF3AM, kjörnir með lófataki. Tveir varamenn til eins árs: TF3EE og TF2WIN, kjörnir með lófataki.

10. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara.

Nú eru TF3DC og TF3HK og TF3VS til vara. Allir endurkjörnir með lófataki.

11. Ákvörðun árgjalds.

TF3G, gjaldkeri, gerir tillögu um 6 þúsund krónur í nafni fráfarandi stjórnar.

TF3JA segir: Þykir tillaga um árgjald há, betra að fá framlög þeirra sem eiga aura til að styrkja tækjakaup. Og spara allt sem hægt er.

TF3CY segir: Það er óhjákvæmilegt að hafa meiri tekjur.

TF2JB segir: Bendir á að félagsgjald var 5 þúsund krónur árið 2008 en var lækkað í 4 þúsund krónur fyrir 2009 og hefur verið óbreytt síðan.

TF3SG segir: Ef hægt er að innheimta félagsgjöld án útsendingu greiðsluseðla þá sparast seðilgjöld. Atkvæðagreiðsla: Árgjald 6 þúsund krónur samþykkt samhljóða.

TF3JA bað um orðið og vill það skráð í fundargerð að hann sé mótfallinn tillögunni.

12. Önnur mál.

TF3KB segir: Þannig er með námskeiðshald og nefndir, að það þýðir lítt að vísa máli á nefnd ef hún hefur ekki áhuga á því því; þetta stendur og fellur með þeim sem þar starfa hverju sinni. Ég vil nefna „lærlingsleiðina“ sem leið til að fjölga amatörum; ef hver gæti fengið einhvern einn til að vinna með. Hvað með að endurvekja þessa hugmynd og hafa úthugsað útspil þegar næst er tekið á þessum málum? Vil nefna að TF var fyrst amatörfélaga með nýliðaleyfið á sínum tíma sem aðrar þjóðir tóku síðan upp.

TF3HP segir: Styð tillögu TF3KB um að lyfta „Elmer“-starfinu á hærri stall.

TF3KJ segir: Hvað með gamla nýliðaprófið, og morsið þar með, má ekki taka það aftur upp?

TF3UA upplýsir: Tillaga um minningarsjóð um látna félagsmenn; þegar félagsmenn hafa fallið frá þá hefur oft verið sendur krans, sem er virðingarvert, en það fylgir talsverður kostnaður. E.t.v. mætti heldur nota slíka fjármuni til að eignast búnað til útláns eða útleigu (til nýrra félaga) svo og tæki sem hafa verið í eigu félaga sem fallið hafa frá.

TF3KX segir: Verðugt verkefni og sammála.
Framtakinu fagnað með lófataki.

TF3UA upplýsir: Um EMC nefndina. Í nefndina var valinn hópur sem gæti verið amatörum til aðstoðar og yfirvöldum, ef svo ber undir. Vísar í fréttir í vikunni um úrskurð Póst- og fjarskiptastofnunar í deilu um útsendingar amatöra og hættu á heilsutjóni; í úrskurðinum var slíkri hættu hafnað.
Næst var úrskurður Póst- og fjarskiptastofnunar nr. 112/12 yfirfarinn. Hann var birtur 16. maí á heimasíðu PFS undir fyrirsögninni: „Fjarskiptabúnaður radíóáhugamanns ekki talinn valda skaðlegri geislun“. Fundurinn samþykkti að fagna faglegri aðkomu stofnunarinnar að málinu og skilmerkilegri framsetningu í greinargerð.

TF3KX spyr: Varðandi EMC nefndina, hvað með áhrif af tækjum annarra?

TF3UA segir: Hugmynd með EMC nefndinni er að aðstoða amatöra eins og hægt er.

TF3KB segir: EMC er erfitt þegar truflanir hverfa þegar slökkt er á tækjunum. En, þúsundir tækja trufla mikið. Hvernig á að bregðast við slíkum málum? – Að, ekki sé talað um innflutning slíkra tækja.

TF3UA svarar: Félagar í öðrum löndum hafa sent út viðvaranir vegna sumra gerða LED pera sem trufla mikið, en aðrar trufla alls ekki.

TF3KJ segir: Man eftir hitastilli á vegg sem truflaði hjá mér.

TF3KX spyr: Ætti félagið að eiga eða hafa aðgang að búnaði sem nota má til að leita uppi truflanir.

TF3DX segir: Sá sparperur í stórmarkaði sem ekki voru CE merktar. Mætti skapa vettvang til tilkynninga?

TF3JA spyr: Hvað þarf tækið að vera næmt?

TF3CY segir: SDR viðtæki væri fínt. Fleira var ekki gert.

13. Önnur skjöl

Ársskýrsla formanns: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2018/03/20120519-arsskyrsla_ira-tf3jb.pdf

Ársreikningur: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/Ársreikningur-ÍRA-2011-2012.pdf

Fundargerð aðalfundar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Radisson Blu Hótel Sögu, 21. maí 2011.

Fundur hófst kl. 13:05 og var slitið kl. 15:20.

Mættir voru 24.

Eftirfarandi mættu: <ekki listað í fundargerð>

Formaður félagsins, Jónas Bjarnason TF2JB, setti fundinn 13:05 og minntist látinna félaga á árinu. Þeir voru: Matthías Björnsson, TF3MF, sem lést 8. desember 2010. Hann var leyfishafi nr. 139 og á 89. aldursári. Haukur Nikulásson, TF3HN, lést 9. maí 2011. Hann var leyfishafi nr. 129 og var á 56. Aldursári. Fundarmenn vottuðu þeim virðingu sína með því að rísa úr sætum. Alls sóttu 24 félagsmenn fundinn úr kallsvæðum TF1, TF2, TF3, TF5 og TF8 samkvæmt skráningu í viðverubók (sem er sami fjöldi og á fyrra ári).

Alls sóttu 24 félagsmenn fundinn úr kallsvæðum TF1, TF2, TF3, TF5 og TF8 samkvæmt skráningu í viðverubók (sem er sami fjöldi og á fyrra ári).

Fundarritari: Erling Guðnason, TF3EE.

Dagskrá

1. Kjör fundarstjóra.

Formaður gerði það að tillögu sinni að Kristinn Andersen, TF3KX, yrði kjörinn fundarstjóri. Aðrar tilnefningar bárust ekki og var tillagan samþykkt samhljóða.

2. Kosinn fundarritari

Fundarstjóri tók við stjórn fundarins og lýsti eftir tilnefningum í embætti fundarritara. Fram kom tillaga um Erling Guðnason, TF3EE. Aðrar tilnefningar bárust ekki og var tillagan samþykkt samhljóða.

3. Könnuð umboð

Eitt umboð kom fram frá Reidari J. Óskarssyni, TF8RON, til Sigurðar Smára Hreinssonar, TF8SM. Umboðið var kannað og úrskurðað löglegt. Fleiri umboð komu ekki fram.

4. Athugasemdir við fundargerð síðasta aðalfundar

Engar athugasemdir bárust við fundargerð síðasta aðalfundar né heldur frá viðstöddum fundarmönnum og var hún samþykkt samhljóða.

5. Formaður gefur skýrslu um starfsemi félagsins

Formaður flutti skýrslu um starfsemi félagsins og kynnti framlagða skýrslu um starfsemi liðins árs. Hann fór yfir helstu þætti í félagsstarfinu og nefndi sérstaklega vinnu við VHF/UHF loftnet í félagsaðstöðunni og nefndi m.a. góð störf fyrri stjórna og færði Sveini Braga Sveinssyni, TF3SNN, sérstakar þakkir fyrir gott vinnuframlag. Sigurði Harðarsyni, TF3WS, voru einnig færðar þakkir fyrir gott vinnuframlag í þágu félagsins við endurvarpa í Reykjavík og í Bláfjöllum. Formaður þakkaði einnig framlag þeirra Jóns Þórodds Jónssonar, TF3JA; Guðmundar Sigurðssonar, TF3GS; og Þórs Þórissonar, TF3GW; fyrir góð störf að endurvarpamálum. Hann þakkaði Erling Guðnasyni, TF3EE, góð störf og metnaðarfull við undirbúning vetraráætlunar félagsins og Kjartani H. Bjarnasyni, TF3BJ, skólastjóra yfirstandandi námskeiðs félagsins til amatörleyfis fyrir fagleg og góð störf á þeim vettvangi. Formaður nefndi sérstaklega og þakkaði gott samstarf við Póst og fjarskiptastofnun (PFS) og nefndi til sögunnar framlengdar heimildir til íslenskra leyfishafa á 500 kHz, 5 MHz og á 70 MHz, en íslenskir radíóamatörar fengu, á starfsárinu, 150 kHz heimild á 5 MHz í stað átta fastra rása áður. Ísland er þar með komið í hóp leiðandi þjóðríkja innan IARU Svæðis 1 hvað varðar leyfisveitingar í þessum tíðnisviðum. Á starfsárinu fékkst ennfremur, í fyrsta skipti, full aflheimild (1kW) í 1850-2000 kHz sviðinu í tilgreindum alþjóðlegum keppnum, sem er mikilvægt fyrir þá sem stunda keppnir á 160 metra bandinu. Formaður gat jafnframt um nýtt námsefni sem væri til skoðunar hjá prófnefnd félagsins, að hluta til í samvinnu við Póst og fjarskiptastofnun og nefndi að lokum, að fulltrúi stofnunarinnar yrði viðstaddur próf til amatörleyfis sem haldið verður 28. maí n.k. Fundarmenn lýstu ánægju með gott samstarf við Póst og fjarskiptastofnun með þéttu lófataki.

6. Aðrir embættismenn gáfu skýrslu um starfsemi sinna embætta

Guðmundur Sveinsson, TF3SG, QSL stjóri félagsins, gerði grein fyrir nýrri aðstöðu QSL stjóra sem komið hefur verið upp í kjallara í Skeljanesinu og nefndi m.a. kortaskáp og aðra aðstöðu til flokkunar korta. Alls voru 28 kg af kortum send út á síðasta ári sem gera um 8400 kort, en um 2000 kort bíða þess að verða send út um þessar mundir. Flest kortanna fóru til Þýskalands, um 5000. Til landa fyrrum Sovétríkjanna, um 2500 kort og um 2300 kort til Bandaríkjanna. Um 1800 kort fóru til Úkraínu, en færri til annarra landa. Athygli var vakin á því hversu fá kort færu til Kanada, sem þó skiptist á 9 kallsvæði. Þangað fóru aðeins um 250 kort á árinu. Brynjólfur Jónsson, TF5B, viðurkenningastjóri félagsins tók næstur til máls. Bæklingur um viðurkenningarskjöl Í.R.A. lá frammi með fundargögnum til kynningar, en alls voru 18 skjöl afgreidd á starfsárinu. Hann nefndi, að frá apríl 1989 hafi verið gefin út 849 viðurkenningarskjöl hjá félaginu. Brynjólfur tilkynnti að lokum, að íslenskum leyfis-höfum, sem væru félagsmenn í Í.R.A., bjóðist að geta sótt um viðurkenningarskjöl Í.R.A. sér að kostnaðarlausu, á tímabilinu 1/6 – 30/9 næstkomandi. Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA, lagði fram samantekt um störf neyðarfjarskiptastjóra á fundinum. Hann tilkynnti sérstaklega um æfingu sem fram fer í september næstkomandi. Erling Guðnason, TF3EE, varaformaður félagsins gat þess, að margir félagsmenn hefðu komið að vetrardagskrá (2010-2011) að þessu sinni og þakkaði fyrir-lesurum sérstaklega fyrir fróðleg og vönduð erindi. Kristinn Andersen, TF3KX, ritstjóri CQ TF þakkaði góð viðbrögð við útkomnum tölublöðum CQ TF og lýsti ánægju með útgáfuna. Stöðvar-stjóri TF3IRA, Benedikt Sveinsson, TF3CY, tók næstur til máls og sagði verkefni liggja fyrir, við að koma tækjabúnaði í gott horf fyrir keppnir haustsins. Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, formaður prófnefndar, minntist á prófnefndarmál og benti á samantekt í skýrslu formanns.

7. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagins til samþykktar

Gísli G. Ófeigsson, TF3G, gjaldkeri Í.R.A. lagði fram ársreikning félagsins og skýrði. Í umræðum kom fram sérstök ánægja með uppsetningu og frágang ársreikningsins frá þeim Brynjólfi Jónssyni, TF5B og Kristni Andersen, TF3KX. Kristinn Andersen, TF3KX, benti á að tekjur félagsins væri minni þetta árið en árið áður og sagðist hugleiða hvort bæri að hækka gjöld fyrir námskeið til amatörleyfis. Í svari gjaldkera kom fram, að námskeiðsgjöld vegna núverandi námskeiðs hafi að nokkru leyti komið inn á síðasta ári, þar sem menn væru ekki rukkaðir um námskeiðsgjöld öðru sinni. Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS, spurði um liðinn „aðrar tekjur“. Í svari gjaldkera koma fram að þetta væru að stærstum hluta tekjur af flóamarkaði sem haldinn var í október 2010. Vilhjálmur lagði til að skoða mætti að lækka útgáfukostnað með tilliti til tekjuhalla síðasta árs og vildi sjá aukið aðhald í útgáfumálum. Kristinn Andersen, TF3KX, benti á að enn væru þó nokkrir félagsmenn sem óskuðu eftir prentuðum eintökum CQ TF. Ákveðið var að taka þessa umræðu síðar. Að loknum umræðum voru reikningar bornir upp og samþykktir samhljóða.

8. Lagabreytingar

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA, ritari félagsins lagði fram tillögu til lagabreytinga í nafni stjórnar. Um var að ræða 16. grein. Að loknum nokkrum umærðum, var tillagan samþykkt samhljóða með áorðinni tillögu Vilhjálms Þórs Kjartanssonar, TF3DX, um breytingu.

Fyrir breytingu hljóðaði 16. grein þannig:

„Aðalfund skal halda seinnihluta maímánaðar ár hvert. Aðalfundur er löglegur ef til hans er boðað bréflega eða með auglýsingu í CQ TF. Fundarboð skal póstleggja eigi síðar en þrem vikum fyrir fundardag“.

Eftir breytingu hljóðar 16. grein þannig:

„Aðalfund skal halda seinnihluta maímánaðar ár hvert. Aðalfundur er löglegur ef til hans er boðað með tölvupósti og auglýsingu á heimasíðu félagsins. Jafnframt skal senda þeim félagsmönnum skriflegt fundarboð sem ekki hafa skráð netfang hjá félaginu eða hafa sent stjórn félagsins skriflega ósk þess efnis. Fundarboð skal birta eða póstleggja eigi síðar en þrem vikum fyrir fundardag“.

9. Stjórnarkjör

Jónas Bjarnason, TF2JB, var endurkjörinn formaður. Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ og Benedikt Sveinsson, TF3CY, voru kjörnir stjórnarmenn til næstu tveggja ára. Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA, og Gísli G. Ófeigsson, TF3G, sitja áfram í stjórn (sitt síðara ár). Erling Guðnason, TF3EE og Guðmundur Sveinsson, TF3SG voru kjörnir varamenn. Jón Ingvar Óskarsson, TF1JI, varamaður gaf ekki kost á sér til endurkjörs.

10. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara

Kjör hlutu: Óskar Sveirrisson, TF3DC og Haukur Konráðsson, TF3HK, aðalmenn og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS, til vara.

11. Ákvörðun árgjalds

Tillaga Brynjólfs Jónssonar, TF5B, um hækkun árgjalds í 4.500 krónur var felld með 10 atkvæðum gegn 8, en 3 sátu hjá. Árgjald var því ákveðið óbreytt, eða 4000 krónur.

12. Önnur mál

a. Fyrsta mál á dagskrá var umfjöllun um umsókn nýs félaga með tilvísan til ákvæðis í 7. gr. félagslaga. Það var inntökubeiðni Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF3ARI, sem var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

b. Sigurður Óskar Óskarsson, TF2WIN, tók til máls og lýsti ánægju sinni með starfið í félaginu.

c. Guðmundur Sveinsson, TF3SG, lýsti vilja sínum til að viðhalda morskennslu og hvetja til aukins morsáhuga innan félagsins. Vonast er til, að hægt verði að halda stöðupróf í morsi.

d. Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS, minnti á að síðasti aðalfundur hafi vísað verkefni til stjórnar að gera tillögu um endurúthlutun kallmerkja sem nefnd sem skipuð var til verksins á aðalfundi 2009 skilaði á aðalfundi 2010 án niðurstöðu. Formaður upplýsti að það mál hafi ekki verið tekið á dagskrá hjá fráfarandi stjórn.

e. Framtíðarmál. Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA, ræddi eldri fundargerðir stjórnar félagsins og fundargerðarbækur frá fyrri tíð. Hann spurði hvort eitthvað hafi verið gert til þess að nálgast þær og varðveita. Nokkrar umræður spunnust um þau mál og sýndist sitt hverjum. Menn urðu sammála um að gera það sem hægt væri til að þær yrðu aðgengilegar. Benedikt Sveinsson, TF3CY, benti á að heimasíða félagsins væri ákjósanlegt verkfæri til að halda utan um þessa hluti alla og boðaði vilja til úrbóta í þeim efnum.

f. Brynjólfur Jónsson, TF5B, lýsti yfir áhuga á að spjallsvæði félagsins á heimasíðunni yrði endurvakið.

g. Jónas Bjarnason, TF2JB, formaður, þakkaði góðan fund og þakkaði Guðmundi Sveinssyni, TF3SG, sérstaklega fyrir sinn þátt í uppsetningu á reikningum félagsins.

h. Kristinn Andersen, TF3KX, tjáði sig um að ástæða sé til að skoða útgáfumál CQ T sérstaklega og talaði um að t.d. mætti hugsa sér að prenta CQTF í tengslum við ársskýrslu og gefa út á svipuðu formi og núverandi ársskýrslu félagsins. Jónas Bjarnason, TF2JB, sagðist þeirrar skoðunar að hugsanlega væri það góð lausn að halda sérstakan félagsfund um útgáfumál CQ TF.

 

Fleira var ekki tekið til umfjöllunar á aðalfundi Í.R.A. 2011 og þökkuðu fundarmenn Kristni Andersen,
TF3KX, góða fundarstjórn með lófaklappi. Fundarstjóri sleit fundi kl. 15:20.

13. Fylgiskjöl

Ársskýrsla: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2011/05/21052011-Ársskýrsla-ÍRA-2010-2011.pdf

Ársreikningur: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2011/05/21052011-Ársreikningur-ÍRA-2010-2011.pdf

14. Til skýringar

Skýrsla um starfsár félagsins nær yfir starfstímabil stjórnar á milli aðalfunda, frá júní-maí. Ársreikningur nær yfir fjárhagsár félagsins, sem er frá apríl-mars. Árgjaldaár félagsins fylgir stjórnarárinu, frá júní til maí. Ákvæði um ársskýrslu er í 18. gr. laga félagsins, en þar segir: „Formaður gefur skýrslu um starfsemi félagsins”. Ákvæði um ársreikninga er einnig að finna í sömu grein, en þar segir: „Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar”. 19. greinin er þó aðalgrein laganna um reikningana, en þar segir: „Fjárhagsár félagsins skal vera frá 1. apríl til 31. mars ár hvert. Skoðunarmenn reikninga skulu hafa rannsakað bókhald félagsins og kannað eignir áður en gjaldkeri leggur fram reikninga. Að rannsókn lokinni undirrita þeir reikningana og láta þess getið að þeir undirrriti sem skoðunarmenn reikninga. Komist þeir að raun um að bókhaldið sé ekki rétt, skulu þeir láta þess getið og rita stutta greinargerð til skýringar.

Félagslögum ÍRA var breytt á aðalfundi félagsins þann 21. maí 2011. Nýjustu útgáfu laga félagsins hverju sinni má sækja með því að fara undir veftré og leit og smella á félagið og velja Lög og reglugerðir.

15. Fylgiskjöl

Skýrsla formanns: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2018/03/20110521-arsskyrsla_ira-tf3jb.pdf