Fundargerðir ÍRA

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Sérstakur fundur með PFS

PFS, 21. október 2015.

Fundur hófst kl. 09:00 og var slitið kl. 10:00.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3FIN, ritari TF3KY, gjaldkeri TF3DC, meðstjórnandi TF3EK, varamaður TF3SG.

Mættir: TF3JA og TF8KY.

Fyrir hönd PFS: Bjarni Sigurðsson sérfræðingur, uppbygging og virkni fjarskiptaneta bjarni@pfs.is, Hörður R. Harðarson sérfræðingur, tíðnimál hrh@pfs.is og Þorleifur Jónasson forstöðumaður thorleifur@pfs.is

Fundarritari: TF3KY

Dagskrá

1. ÞJ bauð til stofu og setti fund

JÞJ kynnti nýja stjórn ÍRA og óskaði eftir að öll tölvupóstsamskipti milli ÍRA og PFS færu um pósfang félagsins ira(hjá)ira.is. Upplýsti ennfremur að Hrafnkell, TF8KY, vær nýr tengiaðili félagsins við PFS.

2. Reglugerð

Rætt var um að reglugerðin væri að mestu í takt við tímann en þó mætti fínpússa nokkur atriði eins og umfjöllun um lærlinga og úthlutun kallmerkja. TF3JA ætlar að senda bréf um leikreglur kallmerkja.

3. Loftnetsmál

Hvaða loftnet má setja upp? Þarf skriflegt leyfi nágranna. Rætt um mál Ara og fram kom að Ari getur óskað eftir umsögn PFS um fyrirkomulag sinna loftneta og mælingu á útgeislun frá hans loftnetum. Rætt um ýmsar fyrri deilur um loftnet radíóamatöra, en talið að þau væru ekki fordæmisgefandi sem aftur á móti mál Ara gæri orðið ef alvara verður úr hótun Byggingafulltrúa um að taka niður loftnetin að loknum fresti.

4. Mælingar

PFS gerði mælingar með Geislavörnum ríkisins á styrk útgeislunar hjá ýmsum radíóamatörum. Kannað var hvort útgeislun færi yfir heilsumörk skv. IPNIS viðmiðum. Þær mælingar sem gerðar voru, voru sýndu útgeislun vel undir heilsumörkum.

PFS óskar eftir tillögum um hjá hvaða amatörum mætti gera fleiri slíkar mælingar. ÍRA beðið um að tilnefna einhverja 3-4 sem eru með mismunandi gerðir loftneta.

PFS upplýsti að þeir væru tilbúinir að gefa umsögn um loftnet hjá amatörum og hvað amatör almennt má gera í loftnetamálum.

5. Truflanir

PFS getur skoðað einstök mál þar sem amatörar verða fyrir truflunum en fram kom að fjarskipti amatöra falla ekki undir öryggisfjarskipti og hafa því ekki háan forgang en PFS er til í að taka við ábendingum og vinna þegar tími og ástæða gefst til.

6. Heilmildir

Fjallað var um framkomnar tillögur um aukningu á heimild radíóamatöra á 5 Mhz og 50 Mhz böndunum.

Fleira var ekki rætt en ákveðið að halda annan fund seinna í vetur.

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 19. september 2015.

Fundur hófst kl. 19:00 og var slitið kl. 21:00.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3FIN, ritari TF3KY, gjaldkeri TF3DC, meðstjórnandi TF3EK, varamaður TF3SG.

Mættir: TF3JA, TF3FIN, TF3EK, TF3DC og TF8KY.

Fundarritari: TF3KY

Dagskrá

1. Kynningar á fimmtudagskvöldum

Búið að ræða við nokkra félagsmenn um að halda kynningu á komandi fimmtudagskvöldum. Snorri TF3IK úr félaginu 4×4 er tilbúinn að halda kynningu. Sæmundur TF3UA er til í að halda kynningu um radíó á koparvírum. Auk fleiri félagsmanna sem hafa tekið vel í að halda kynningar.

2. CQ TF blaðið

Stefnt að því að koma blaði út sem fyrst. Félaginu vantar ritstjóra.

3. CQ WW

TF3FIN leggur til að bjóða hópnum ”Refirnir” að nota klúbbstöðina í RTTY keppninni. Stjórnin tók vel í það og samþykkir að TF3FIN hefur umboð til að bjóða þeim að nota aðstöðuna í keppninni.

4. Stærri tölvuskjár

Rætt um hvort félagið ætti að útvega sér stærri tölvuskjá fyrir radíótölvuna í sjakknum.

5. Unnið í loftnetamálum

Stjórnarmenn fóru út til að skoða turn og rótor. Turninn felldur og rotor skoðaður.

6. Notkun klúbbstöðvar og kallmerki

Rætt um notkun stöðvarinnar á kallmerki TF3IRA vs. eigin kallmerki. TF3EK leggur til að í keppnum og formlegum opnunum verði áfram notað TF3W og TF3IRA. Utan keppna og formlegra opnana er það val viðkomandi hvort hann noti eigin kallmerki eða TF3IRA. Stjórnin tók vel í tillöguna.

7. ECC tilmæli vegna amtörprófs fyrir fatlaða

Rætt um tillögu til PFS um að Ísland setji nafn sitt við tilmæli ECC vegna amatörprófs fyrir fatlaða. Stjórnin var samþykk tillögunni.

8. Endurnotkun kallmerkja

Rætt um hvort beri að endurskoða þær venjur sem hafðar hafa verið um endurnotkun viðskeyta í kallmerkjum. Hverslu langur tími þarf að líða eftir að amatör hefur fallið frá eða tekið kallmerkið úr notkun. TF3DC leggur til að skoða hvernig þetta er haft í nágrannalöndum okkar með það fyrir augum að taka hugsanlega upp sömu venjur og viðhafðar eru þar. Þangað til verður áfram stuðst við venju sem er ágætlega lýst í CQ TF 2008 3. tbl. bls. 35 ”Kallmerki látinna leyfishafa verði ekki endurnýtt fyrr en 5 árum eftir andlát, þó verði kallmerkjum látinna heiðursfélaga ÍRA ekki úthlutað aftur fyrr en að 15 árum liðnum. Kallmerki sem menn afsala sér, t.d. vegna þess að þeir taki annað kallmerki, verði ekki endurnýtt í 2 ár. “

9. Húsnæðismál

TF3JA hafði sent póst til Hrólfs hjá Reykjavíkurborg til að hefja umræðu um framtíðarhúsnæði fyrir félagið.

 

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 26. ágúst 2015.

Fundur hófst kl. 19:30 og var slitið kl. 22:05.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3FIN, ritari TF3KY, gjaldkeri TF3DC, meðstjórnandi TF3EK, varamaður TF3SG.

Mættir: TF3JA, TF3FIN, TF3EK, TF3DC, TF3SG og TF8KY.

TF3SG þurfti að yfirgefa fundinn kl. 20:40

Fundarritari: TF3KY

Dagskrá

1. Dagskrá

TF3JA lagði fram dagskrá fundarins sem samþykkt var af stjórn.

2. Fundargerðir

Ritari leggur fram fundargerðir stjórnarfunda 4 – 10 til samþykktar. Fundargerðirnar voru samþykktar með smávægilegum tillögum að formbreytingum fyrir komandi fundargerðir.

3. Prófnefnd

Tillaga frá TF3FIN um að skipa TF3EK í prófnefnd. Stjórn samþykkir að skipa TF3EK í prófnefnd í stað eins meðlims prófnefndar og fela formanni ÍRA, TF3JA að hafa samráð við formann prófnefndar um breytinguna.

4. Fréttahöfundar CQ TF

TF3JA leggur fram tillögu um að dreifa betur hlutverki fréttahöfunda á CQ TF vefinn. Hann leggur til að stjórnarmenn skiptist á að skrifa eina frétt í viku sem send er til ritstjóra til ritskoðunar. TF3EK leggur til að leitað verði til TF3IK (Snorra) til að taka að sér hlutverk ritsjóra. TF3JA leggur til að ritari velji röð stjórnarmanna af handahófi til að skrifa fréttir á vefinn. Röðin er: TF3DC, TF3EK, TF3JA, TF3SG, TF8KY, TF3FIN.

5. Námskeið

Hvenær skal halda næsta námskeið? TF3SG leggur til að auglýst verði til að kanna þáttöku þar sem það hefur reynst vel. TF3JA tekur að sér að birta auglýsingu.

6. Þrif á félagsheimili

Af einhverjum ástæðum hefur þrifum verið hætt í sumar. TF3JA veltir fram spurningu um hvort skuli halda því fyrirkomulagi sem áður var. TF3DC tekur að sér að leita eftir því að það fyrirkomulag sem áður var haft og hafði reynst ágætlega þó það hafi ekki verið fullkomið.

7. Lyklabox

TF3JA leggur til að keypt verði lyklabox eins og áður hefur verið rætt. Stjórn samþykkir að kaupa lyklaboxið. TF8KY tekur að sér að setja saman umgengnisreglur með aðstoð TF3DC og TF3SG. Þegar umgengnisreglur liggja fyrir skal setja upp lyklaboxið.

8. Stöðvastjóri

TF3JA tekur fram að félagið vanti stöðvarstjóra til að hafa umsjón með viðhaldi loftneta og búnaði félagsins og til að skipuleggja aðstoð við sérstök verkefni. TF3SG leggur til að allir stjórnarmenn skoði það hver gæti gengið í embættið. Ítrekað er að formaður gegni hlutverki stöðvarstjóra þangað til fundist hefur maður í embættið.

9. Loftnetsmál

TF3SG segir að hann og TF3CY hafa rætt hugmyndir um vertical fyrir 80m bandið. Þeir eiga í sameiningu mest af því efni sem þurfi til og og séu tilbúnir til að leggja til vinnu við að koma slíku loftneti upp.

10 StepIR

TF3JA leggur til að StepIR netið verði sett upp aftur og hætt verði við að selja hann eins og ákveðið var á 10. stjórnarfundi þann 11.08.2015. Tillagan var samþykkt.

11. Önnur loftnet

Loftnetum sem félagið á skal koma í lag einu á eftir öðru og nýta sem best það sem til er. Auk þess voru ræddar tillögur að vírloftnetum fyrir t.d. 160m og 80m böndin.

12. Viðburðir á fimmtudögum

Ákveðið að fylgja eftir ákvörðun frá 7. stjórnarfundi þann 30.06.2015 að TF3FIN, TF3EK og TF8KY skipi vinnuhóp sem leggi fram viðburði á völdum fimmtudagskvöldum. Vinnuhópurinn er opinn fyrir tillögum félagsmanna.

13 Kallmerki á menninganótt

Stjórninni fannst ekkert athugavert að nota kallmerkið TF3IRA í hljómskálagarðinum á laugardegi menningarnóttar frekar en TF3IRA/P eða TF3IRA/3.

 

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 11. ágúst 2015.

Fundur hófst kl. 19:30 og var slitið kl. 22:00.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3FIN, ritari TF3KY, gjaldkeri TF3DC, meðstjórnandi TF3EK, varamaður TF3SG.

Mættir: TF3JA, TF3FIN, TF3EK, TF3DC og TF8KY.

Fundarritari: TF3KY

Dagskrá

1. Útileikar

TF3DC tók fram að vel hafi heppnast kynning útileikanna. TF3EK ætlar að koma með tillögu um breyttar reglur útileika, t.d. hefur hann undir höndum nokkra góða punkta frá félagsmönnum. Ákveðið að biðja nefndina sem vinnur að endurskoðun félagslaga að skoða aðalfundarályktun um hvort aðalfundur getur bundið hendur stjórnar með t.d. breytingar á reglum útileika.

2. Fundargerðir

TF8KY leggur til að fundargerðir séu sendar í tölvupósti til stjórnarmanna eftir stjórnarfundi. Séu þær ekki gagnrýndar innan 24klst. megi setja þær á vefinn. Fundurinn samþykkir tillöguna en tekur fram að megi gagnrýna fundargerðir og krefjast breytinga eftir að þær fara á vef.

3. Vitahelgi

TF3JA leggur fram spurningu um hvort félagið komi beint að starfsemi við vitana. Erfitt fyrir félagið að koma að þessu nema kynna það á fimmtudagskvöldi í félagsheimili. TF3JA ætlar að setja tilkynningu á vefsíðu ÍRA, staðan virðist þannig að þáttakan verði helst á Knarrarósvita.

4. Lyklamál

Stjórnin stendur fyrir þeirri meiningu að 6 pör af lyklum hafi verið afhent félaginu á sínum tíma. Vitum um 5 pör en héldum að TF3TNT hafi haft eitt par en hann segist ekki hafa lykla undir höndum. TF3EK vantar lykla. TF3DC tekur að sér að kanna hjá borginni hvort hægt sé að fá útbúið nýtt lyklapar. Einnig rætt um útfærslu á aðgengi félagsmanna að stöð utan opnunartíma með t.d. að lyklaboxi og hlutverki stöðvarstjóra. TF3DC ætlar einnig að kanna það.

5. Rotor

Ákveðið að kaupa Procitel rotor með boxi, týpa PST61D, 998 evrur auk 110 evrur í flutningskostnað, auk VSK. Tekin til greina viðvörun nokkurra félagsmanna sem hafa ekki góða reynslu af Yaesu rotor sem fyrr hafði verið ákveðið að kaupa. TF3JA setur spurningu við hvort óhætt sé að leggja í svona kostnað án þáttöku félagsmanna. TF3EK leggur til að gerð verði kostnaðaráætlun m.t.t. annars rekstrarkostnaðs félagsins. TF3JA leggur til að kynna ákvörðunina á netinu til að kanna undirtektir.

6. Kallmerki félagsmanna notuð í félagsstöð

Tillaga frá TF3CY rædd til umhugsunar fyrir stjórnarmenn. Stjórnarmenn eru frekar jákvæðir fyrir tillögunni en ákveðið að halda óbreyttum reglum í bili.

7. Tillögur TF3CY um loftnetamál

Stjórnarmönnum líst vel á flestar hugmyndirnar. Samþykkt að breyta stefnu í loftnetamálum, þá verður stefnan “robust” loftnetakerfi og henti þar sem margir ganga um. Þ.a. halda skal einfaldari loftnetum en fækka þeim sem þarf að ”tjúna” eða nota flókinn stýribúnað. Stefnt að því að koma loftnetum einu á eftir öðru í lag og samþykkt að kaupa einfaldan handvirkan loftnetaskipti í stað kerfis með einum kóax og fjarstýrðum loftnetaskipti.

8. Tillaga TF3DC um að BigIR verði seldur

Svona loftnet hentar illa þar sem margir ganga um stöðina. Andvirði sölunnar geti gengið uppí kaup rotors. Samþykkt að kanna hvort kaupandi fáist sem er tilbúinn að greiða 170- 180þús. fyrir loftnetið með boxinu.

 

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 21. júlí 2015.

Fundur hófst kl. 19:00 og var slitið kl. 21:00.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3FIN, ritari TF3KY, gjaldkeri TF3DC, meðstjórnandi TF3EK, varamaður TF3SG.

Mættir: TF3JA, TF3FIN, TF3EK, TF3DC og TF8KY.

Fundarritari: TF3KY

Dagskrá

1. Tölvupóstur ÍRA

Umræða um samskiptareikninga (tölvupóstföng) félagsins og ná áttum í því hvað er í notkun og hvað er ekki. Rætt um aðgang að cqtf@ira.is, admin@ira.is, ira@ira.is og admin@ira.is. TF3JA tekur að sér að breyta lykilorðum að þessum aðgöngum þar sem langt var síðan það var gert síðast.

2. Ritstjóri CQ TF

TF3EK nefnir að brýnt sé að setja ritstjóra fyrir CQTF. Fundurinn sammála.

3. Vitahelgi

TF3FIN tilkynnir að skráðir hafa verið tveir vitar fyrir vitahelgina. TF3FIN ætlar að semja frétt um vitahelgina sem TF8KY fær í hendurnar til að setja á vefinn.

4. Útivera við Gróttu

TF3JA er búinn að vera að vinna í dagskrá 2015-2016. Útfrá hugmynd TF3FIN um smíðadag er bætt við viðburði í dagskrána ”Útivera við Gróttu” þann 30. ágúst. Þar sem áhersla er lögð á loftnet, heimatilbúin og önnur. TF3FIN býðst til að koma með öflugan loftnetsgreini og aðstoða við að mæla loftnetin. Viðburðurinn ”Útivera við Gróttu” ákveðin þann 30. ágúst.

5. Loftnet

TF3FIN tekur upp umræðu um loftnet ÍRA. Þörf er á að skipta um rotor, laga stög, tjúna og skipta um bolta í turni. Fundurinn tekur stöðu á verkefninu að kaupa nýjan rotor sem fór í biðstöðu vegna ábendingar félagsmanns, sjá grein um rotor hér neðar. Ákveðið að sjá hvort TF3GB sé tilbúinn að stýra verkefninu. Helgin 8.-9. ágúst verður fyrir valinu ef hentar TF3GB (laugardagur eða sunnudagur m.t.t. veðurspár)

6. Rotor

Rætt bréf sem barst frá TF3CY þar sem hann nefnir að Yaesu rotor sem ákveðið var að kaupa sé ekki líklegur til að standast nógu mikið álag þar sem hann hefur reynslu af þeim rotor. Ákveðið að TF3DC og TF3JA fari vandlega yfir rotor-a sem í boði eru og ganga frá kaupum eftir rafrænt samþykki stjórnarmanna.

7. Núll svæðið

TF3EK tillaga varðandi 0-svæðið. TF0 er lokað svæði sem umlykur óbyggðir og miðhálendi landsins. Mörk svæðisins eru samkvæmt skilgreiningu miðhálendis í landsskipulagi. Þessi skilgreining verði notuð við framkvæmd útileika 2015. Rætt var um tillögu TF3EK m.t.t. gagnrýni sem félagi TF3KB hafði sent stjórninni.

9. Önnur mál

TF8KY leggur til að loka máli sem TF3SG hefur óskað eftir um að orð hans í fundargerð, 6. stjórnarfundar þann 16.06.2015, hafi verið rangt höfð eftir honum. Málinu skal lokað með því að eyða setningunni þar sem þessi orð komu fyrir.

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 9. júlí 2015.

Fundur hófst kl. 12:00 og var slitið kl. 12:45.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3FIN, ritari TF3GB, gjaldkeri TF3DC, meðstjórnandi TF3EK, varamaður TF3SG og varamaður TF8KY.

Mættir: TF3JA, TF3EK, TF3SG, TF3GB og TF8KY.

Fundarritari: TF3KY

Dagskrá

1. TF3GB

TF3GB tilkynnir uppsögn frá stjórnarstörfum IRA. Stjórn IRA sendir Bjarna bestu þakkir fyrir dygg óeigingjörn störf fyrir félagið. TF8KY er settur ritari þangað til annað er ákveðið og tók við gögnum frá TF3GB.

2. Gesta fyrirlesari

TF8KY kemur með tillögu að atburði í félagsheimili fimmtudaginn 23.júlí. Tillagan er að fá gest frá Dubai, Joel Shelton að nafni til að halda fyrirlestur. Tillagan var samþykkt. TF8KY tekur að sér að óska formlega eftir þessu við Joel og koma þessu í kring.

3. Útileikar

TF3EK tekur að sér að búa til atburð fyrir útileika á facebook. TF3GB er tilbúinn til að taka við loggum og sjá um úrvinnslu þeirra.

4. Lyklamál

Rætt um lyklamál.

5. Lyfta

Rætt um aðgang að lyftu. Mögulegt samstarf við slökkviliðið. TF3JA hefur sambönd um að hægt er að fá lyftu lánaða af og til án endurgjalds sé hún tiltæk. TF3SG á palla sem hann getur lánað ef þeir eru ekki í annari notkun.

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 30. júní 2015.

Fundur hófst kl. 19:00 og var slitið kl. 20:30.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3FIN, ritari TF3GB, gjaldkeri TF3DC, meðstjórnandi TF3EK, varamaður TF3SG og varamaður TF8KY.

Mættir: TF3JA, TF3FIN, TF3EK, TF3SG og TF8KY.

Fundarritari: TF3KY

Dagskrá

1. Viðfangsefni stjórnar

TF3JA, kallar eftir hugmyndum stjórnarmanna að viðfangsefnum stjórnar. TF3EK leggur fyrir fundinn tillögur að viðfangsefnum stjórnar.

2. Fundargerð

TF3SG, bendir á formgalla á birtingu fundargerða. Vantar að stjórnarmenn hafi tækifæri til yfirlestrar og samþykktar. Ákvörðun. Stjórnarmenn fara yfir fundargerð fyrir birtingu, helst í lok viðkomandi fundar. Í síðasta lagi í upphafi næsta fundar.

3. IARU

Létt frásögn af fundi hjá IARU í Friedrichshafen, en ýtarlegri frásögn frestað.

4. Myndataka

Myndatöku frestað vegna ónægrar mætingar stjórnarmanna.

5. Embætti

Ekki hægt að ræða um skipun í embætti vegna ónægrar mætingar.

6. Aðgangsmál á vef

TF3SG setur spurningu við aðgangsmál að vefumsjónarkerfi, að ekki sé ljóst hvar aðgangur sé of rúmur og hvar aðgangur sé of takmarkaður. TF3JA staðfestir að hann sé að vinna í aðgangsmálum.

7. Útileikar

TF3EK nefnir að útileikarnir séu gott framtak en erfitt sé að átta sig á svæðaskiptingu. Leggur til að tengd verði við vefinn wiki síða til að halda utanum leikreglur. Akvörðun. Skoða það samhliða endurskoðun vefmála sem er á borði TF8KY.

8. Svæðaskipting landsins

TF3SG leggur til að mál um svæðaskilgreiningar landsins sé tekið upp aftur.

9. TF VHF-orginalleikarnir

Ákvörðun. Félagið kynnir leikana en kemur ekki frekar að málinu. Það kemur fram að TF3GL hafi boðist til að sjá um úrvinnslu logga.

10 Dagskrá á fimmtudögum

TF3FIN leggur til að eitt fimmtudagskvöld í mánuði hafi auglýsta dagskrá. Ákvörðun. TF3FIN, TF3EK og TF8KY skipi vinnuhóp sem finnur til umfjöllunarefni fyrir stök fimmtudagskvöld (m.v. eitt í mánuði).

11. Félagsheimilið

TF3SG spyr um framkvæmdir við og í félagsheimili. TF3JA segir að málið sé á dagskrá.

12. Menninganótt

Umræða um að menningarnótt sé notuð til að kynna radíóáhugamálið.

13 Aðgengi að félagsheimili

Rætt um aðgang félagsmanna að aðstöðunni í félagsheimilinu

14. Aðgangur að tækjum

TF3EK leggur til að setja það markmið að auka aðgengi félagsmanna að aðstöðu/tækjum. Ákvörðun. Finna út hvernig hægt er að útfæra það með hliðsjón af öryggismálum. (tók einhver það að sér?)

 

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 16. júní 2015.

Fundur hófst kl. 19:00 og var slitið kl. 21:00.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3FIN, ritari TF3GB, gjaldkeri TF3DC, meðstjórnandi TF3EK, varamaður TF3SG og varamaður TF8KY.

Mættir: TF3JA, TF3FIN, TF3GB, TF3DC, TF3EK, TF3SG og TF8KY.

Fundarritari: TF3GB

Dagskrá

1. Stjórnarskipti

Sóttu fundinn fyrri stjórnarmenn, þar voru TF3DC, TF3GW og TF3GB úr fyrri stjórn og var því um stjórnarskiptafund að ræða.

Þegar 3GW hafði skilað af sér, yfirgaf því fundinn um 1930.

2. Frá aðalfundi

Farið var yfir þau mál sem voru í gangi fyrir síðasta aðalfund. Þau helstu voru t.d.70 ára afmælisnefnd, námskeiðspeningar og útgáfa íslensks námsefnis, málefni tengd 3GL, girðingarmál og fleira smálegt.

3. Loftnet

Þá hafði fyrri stjórn verið að íhuga kaup á nýjum rótor í stað Alpha-Spid rótorsins, sem er orðinn lélegur, þótt tekist hafi að koma honum til gangsins í bili. Spurningin er bara hvaða tegund af rótor sé best að kaupa. Ljóst er einnig að turninn undir stóru greiðunni þarf að laga

4. Fjaraðgangsmál og námskeið

3DC minntist á fjaraðgangsmálið og gang þess, námskeiðshald og það að sér þyki mjög mikill tími fara í stjórnunarstörf í ekki stærra félagi. 3JA taldi að námskeiðið hefði tekist mjög vel og hátt hlutfall staðið sig með ágætum. 3GB benti á að mestu máli skipti hve margir þeirra sem stæðust próf kæmu í loftið (tækju út leyfi). 3DC benti einnig á að það væru ekki endilega „glataðar sálir“, sem ekki kæmu strax í loftið, svo sem dæmi sanna.

5. Yfirferð á lögum félagsins

3GB minntist á tillögu sína á aðalfundinum um að kosin yrði nefnd til að fara yfir lög félagsins. Hann vildi taka fram að þetta hefði ekki verið gert í þeim tilgangi að kasta fram komnum lagabreytinga- tillögum fyrir róða. Hugsunin hefði verið að fá valinkunna menn til að fara yfir lögin, án þess að stjórn félagsins væri með puttana í málinu. Nefndin skyldi hafa fram komnar tillögur til meðferðar, auk þess að koma mætti ábendingum á framfæri við hana á starfstímanum. 3EK lagði til að félagsmenn fengju að hitta nefndina í haust.

6. Þáttaka í keppnum

Þá varð umræða um þáttöku ÍRA í alþjóðlegum keppnum keppnum, en bent var á að ástand klúbb- stöðvarinnar væri þannig, að varla væri raunhæft að taka þátt í bili. 3JA lagði til að stefnt yrði að þáttöku klúbbstöðvarinnar í SACkeppninni. Þá voru VHF og HF útileikar innanlands til umræðu. Engir skiluðu inn loggum í VHF leikunum í fyrra og tveir skiluðu inn loggum í HF leikunum, en það þótti ekki tilefni til verðlaunaafhendinga. Veltu menn því fyrir sér, hvers vegna stöðvar sem voru í loftinu á HF leikunum skiluðu ekki inn loggum. 3SG sagði útileikana skemmtilega.

7. Tæknisafnið

Þá var til umræðu uppákoma í tengslum við Tæknisafnið á Seyðisfirði (27. júl. ?), vitahelgin og framkvæmd hennar.

8. Önnur mál

Umræða varð um nefndir og embætti á vegum félagsins á niðurstöðu. 8KY tók að sér að skoða heimasíðuna með breytingar í huga. Miðað er við að nota hýsinguna og hug- búnaðinn sem fyrir er. 3JA lagði til að fyrrverandi formenn félagsins myndi afmælisnefndina.

Breytt af TF8KY 25.08.2015 skv. ákvörðun 9. stjórnarfundar þann 21.07.2015.: Ummæli höfð eftir TF3SG tekin út sem hann taldi að rangt hefðu verið höfð eftir.

Fundargerð aðalfundar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Reykjavík, 11. júní 2015.

Fundur hófst kl. 20:00 og var slitið kl. ??:??.

Mættir voru 28.

Fundarritari: TF3Y

Formaður Haraldur Þórðarson TF8HP setti fundinn. Í upphafi bað formaður fundarmenn að minnast látinna félaga, þeirra TF3FK, TF1MMN og TF3S

Dagskrá

1. Kosinn fundarstjóri

Haraldur Þórðarson TF3HP stakk upp á TF3VS sem fundarstjóra

2. Kosinn fundarritari.

Fundarstjóri stakk upp á TF3Y sem fundarritara.

3. Könnuð umboð.

Farið var yfir umboð félagsmanna til að fara með atkvæði á aðalfundi en þau voru sem hér segir: TF5B veitir TF3GW umboð, TF3JON veitir TF3GL umboð, TF3AU veitir TF3GD umboð, TF3AX veitir TF3DX umboð og TF3KX veitir TF3UA umboð.

4. Athugasemdir við fundargerð síðasta aðalfundar, ef einhverjar hafa borist, ræddar og bornar undir atkvæði.

Í máli fundarstjóra kom fram að engar athugasemdir hefðu borist við fundargerð síðasta aðalfundar og skoðaðist hún því samþykkt.

5. Formaður gefur skýrslu um starfsemi félagsins.

Skýrsla stjórnar flutt af formanni Haraldi, TF3HP. Helstu atriði í skýrslu formanns voru sem hér segir:

TF3SG sem kosinn var í stjórn á síðasta aðalfundi kaus að segja sig frá stjórnarstörfum. TF3GW tók sæti hans í aðalstjórn.

Stjórn skipti með sér verkum: TF3GW kosinn varaformaður, TF3GB ritari, TF3DC gjaldkeri, TF3KX meðstjórnandi.

Loftnet félagsins skemmst meira og minna í vetur. Var sett upp loftnet sem félagið fékk gefins fyrir um 10 árum. Félagið á turn sem fékkst gefins sem gott væri að koma upp.

Félagið fékk styrk frá Reykjavíkurborg að fjárhæð kr. 200 þ. sem ekki tókst að nýta. Sagði
formaður að fyrrum formaður TF3SG þyrfti að skýra.

Formaður sagði afar áríðandi að gera námsefni til amatörprófs á íslensku

Námskeið síðasta vetur heppnaðist mjög vel. Ætti að nota það fé sem inn kom í námskeiðsgjöld til að gera almennilegt og aðgengilegt námsefni.

Félagsfundur sl. haust þar sem rædd var tillaga Guðmundar Löwe TF3GL sem hafnað hafði verið af aðalfundi. Félagsfundur hafnaði þessu erindi sem að mörgu leyti var gott erindi. Enginn vann í essu máli heldur tapaði félagið á þessu ósamkomulagi.

Formanni barst bréf um að hann væri að drepa félagið. Í því stóð að hann væri best dauður líka. Lýsti því yfir að hann myndi láta lokið sínum afskiptum af félaginu að afloknum fundi.

Erindi Guðmundar TF3SG um undanþágu frá kallmerkjaskiptingu samþykkt í stjórn. Í samskiptum við PFS kom fram að það gæti staðið til boða að í nýrri reglugerð yrðu þær undanþágur sem höfum haft yrðu þá festar í reglugerð.

Eftir að fjaraðgangsnefnd hafði skilað af sér þá gleymdi TF3JB að senda skýrslu hennar til PFS. Stjórn TF3SG gerði það ekki en núverandi stjórn gerði það þegar málið var borið upp af TF3GB. Niðurstaða PFS var í öllu sammála skýrslu fjaraðgangsnefndar.

Var alfarið hafnað að erlendir amatörar sem ekki væru búsettir hérlendis og ekki væru með
íslenskt kallmerki gætu fjarstýrt stöð hérlendis. Þorvaldur TF4M kaus að segja sig úr félaginu vegna meintrar andstöðu stjórnar við sinn málstað. Þegar hamfarirnar urðu í Nepal þá kom ósk frá aðgerðarstjórn amatöra í Ísrael um að Þorvaldur opnaði fjaraðgang að sinni stöð. PFS hafði ekkert við það að athuga.

Á fyrsta degi skjálftans í Nepal þá settu TF8HP og TF3JA félagsstöðina í loftið. Báru nokkur boð á milli.

Tveir félagar fóru erlendis á vegum félagsins. TF3DX til Finnlands vegna CW málsins og TF3KB og TF3DX fóru saman til Varna í Búlagaríu. Þar hafði TF3DX fullan sigur í CW málinu. Á aðalfundi 2014 var samþykkt fjárframlag til ferðar TF3KB en TF3DX borgaði allan sinn ferðakostað. Ferðin til Finnlands var kostuð af Norðurlöndunum í sameiningu en hann greiddi einnig hlut ÍRA auk flugmiðans.

Í gegnum árin hefur félagið sent fulltrúa á ráðstefnuna á Norðurlöndunum. Telur formaður að svo eigi að vera áfram. Varðandi ráðstefnu IARU svæðis 1 þá hefur það verið mismunandi eftir árferði og öðru hvort félagið hafi sent fulltrúa.

Formaður lýsti þeirri von að lát yrði á skotgrafarhernaði í félaginu og menn næðu að sameinast um málefni þess.

6. Aðrir embættismenn gefa skýrslu um starfsemi sinna embætta.

Fundarstjóri lýsti eftir skýrslum embættismanna.

Skýrsla prófnefndar liggur frammi skriflega.

EMC nefnd. Sæmundur TF3UA formaður nefndarinnar flutti skýrslu hennar. Hlutverk nefndarinnar væri að aðstoða við úrlausn mála í tengslum við radíótruflanir hvort sem væri truflanir hjá amatörum eða af þeirra völdum. Sæmundur rakti nokkrar ástæður truflana í viðtöku hjá amatörum:

– LED perur: Tæknilega þróuð fyrirbæri með 6-7 sinnum betri nýtni en glóperur. Svo miklir hagsmunir í heiminum að amatörar geti ekki barist gegn þeirri þróun. Berjast frekar gegn LED perum sem trufla mest. Framleiðendur mismunandi hvað síur varðar.

– Fjarskipti um raflínur: Hafa verið til staðar hér frá því fyrir aldamót. Notkunarsviðið varð nettengingar innanhúss. Beinir því til félagsmanna að berjast gegn þessari tækni vegna truflana. Eru nýttar tíðnir upp í a.m.k. 20 MHz. Ráðleggja almenningi að nota aðrar lausnir. Helst CAT5 tengingar eða WiFi.

– VDSL: Háhraðagagnamerki send um símalínur. Nýtir tíðnisviðið allt að 30MHz en algengast upp í 17MHz. Það í gangi hérlendis. 50Mbitar heim en 25 Mbitar frá. Nú hefur verið innleidd vigrunartækni þar sem næst allt að 150 Mbita hraði. Næsta tækni GFAST sem nýtir tíðnisviðið allt upp í 200MHz. Kosturinn við símalínur sá að þær eru hannaðar til að bera fjarskiptamerki og eru hérlendis alltaf neðanjarðar. Helst að rangur frágangur heima hjá fólki sé uppspretta truflana, t.d. rangt frágengnar síur. Fram kom að nefndin hefði aðstoðað amatöra í samvinnu við PFS við að vinna bug á truflunum í viðtöku.

Sæmundur greindi frá mælingum PFS á sviðstyrk frá sendistöðvum amatöra sem fram fóru í samvinnu
við nefndina og valda amatöra. Geislavarnir ríkisins sáu um mælingarnar. Mælingar benda til að
sviðstyrkur sé talsvert undir mörkum sem sett hafa verið. Höfum enn ekki fengið sendar niðurstöður
mælinganna.

QSL skrifstofa: Matthías, TF3MHN flutti skýrslu skrifstofunnar. Í gegnum skrifstofuna fóru rúmlea 10
þús kort sem losuðu 31kg. Talsvert minna magn en fyrir ári. Munar um 5 þús. kortum eða rúmlega
12kg. Sendingarkostnaður hefur haldist óbreyttur.

Tengiliður erlendra samskipta: Kristján, TF3KB gerði grein fyrir starfinu. Fór hann á IARU svæðis 1
ráðstefnuna í Varna í Búlgaríu. Kristján sagðist þakklátur félaginu fyrir þann heiður og traust sem var
sýndur. Sagðist hann hafa farið með það að leiðarljósi að hann væri fulltrúi allra amatöra. Lítur á sig
sem ráðgjafa og innbyrðir eins mikið af sjónarmiðum og hægt er til að miðla til félagsins hvernig
heppilegt sé að halda á ýmsum málum. Var með glærusýningu á félagsfundi um Varna fundinn. Vísar í
það. Var smá ónákvæmni hjá formanni TF3HP varðandi kostnaðinn. IARU hefur alltaf tekið þátt í
kostnaði, ca. til hálfs. Kostnaður hefur alltaf verið hótel og uppihald en IARU greiðir flugmiðann. Nú
reyndist kostnaður kr. 123 þ.kr.

Á Varna ráðstefnunni var vinnufundur um fjaraðgang. Í máli Kristjáns kom fram að erlendis eru
skiptar skoðanir á fjaraðgangsmálum. Það sem komst inn í samþykktir er gott framlag en langt í frá
endapunkturinn. Ýmis orð sem féllu á vinnunefndarfundum en ekki komust inn í samþykktir. Mörgum
spurningum enn ósvarað. Benti Kristján á að í tilviki fjaraðgangs um netið þá væri ekki lengur um að
ræða hreint amatörkerfi. Sagði hann einnig að í fjaraðgangi fælust bæði tækifæri og ógnanir.
Amatörstarfsemin sé takmörkuð af reglugerð ITU, þ.á m. um að amatörstarfsemi skuli ekki vera í
fjárhagslegri ágóðavon og sýna kunnáttu. Samkeppni um tíðnisvið. Amatörar hafa af þeim ókeypis
aðgang en fjarskiptafélögin þurfa að greiða fyrir tíðnisvið.

Neyðarfjarskiptastjóri félagsins Jón Þóroddur, TF3JA flutti skýrslu: Minnti á að hefði búið til embættið
árið 2005. Sótti GAREC 2005 og fund á Friedrichshaven 2014. Aukaráðstefna verður í Friedrichshaven
í sumar. Hann sagði félagið hafa tekið þátt í æfingum sem verið hafa og í samskiptum við erlenda
aðila. Í Nepal var fyrst og fremst þörf fyrir svæðisbundin fjarskipti. VHF/UHF endurvarpa og nóg af
handstöðvum og rafstöðvar. Lengri skilaboðaleiðir fyrst og fremst nýttar til að upplýsa um ferðir fólks
til og frá landinu. Það gerðist sem óvænt var að ekki fékkst leyfi til að flytja inn búnað frá ýmsum
löndum til Nepal. Einnig tróðst mikið af fólki inn í landið sem sagðist vera að koma til aðstoðar en
virtust aðallega vettvangsskoðarar.

TF3JA hefur skrifað fréttir inn á heimasíðuna. Mikilvægt að fleiri skrifi þarna inn. Tvær fréttir þurrkaðar út.

TF3Y formaður fjaraðgangsnefndar flutti skýrslu fjaraðgangsnefndar. Skýrslan liggur skrifleg fyrir. Fyrirspurn til embættismanna:

Kristján, TF3KB spurði hvort samskipti hefðu verið á milli EMC nefndar og staðlaráðs. Sæmundur TF3UA sagði að lítilsháttar samskipti hafi verið. TF3KB sagði ástæðu fyrirspurnarinnar vera þá að amatörar væru með þátttakendur í nær öllum vinnuhópum þar sem málefni amatöra ber á góma. Sagði við þyrftum að nálgast stjórnvöldum úr tveimur áttum: Innanlands og utan frá. Reglurnar sem koma að utan eru fengnar í gegnum samtakamátt amatörfélaganna. TF3UA er í ágætum kunningsskap við starfsmann staðlaráðs (Sigurður) sem sækir fundi erlendis. Í því tilviki sem um ræðir (PLC) var hlustað á okkur. Taldi hann að við gætum haft meiri áhrif í gegn um aðila erlendis frá.

Guðmundur, TF3SG tók til tals og þakkaði fráfarandi formanni fyrir þau störf sem hann hefur unnið í þágu félagsins. Sagði Guðmundur hann hafa beint til hans tveimur spurningum:

1. Af hverju ekki tekið sæti í stjórn félagsins: Aðallega persónulegar ástæður. Hafa ekkert með aðra stjórnarmenn að gera.

2. Styrkur frá Reykjavíkurborg sem Guðmundur hafði frumkvæði að því að sækja um. Sagði hann að hann hefði misst áhuga á að vinna málið áfram innan félagsins þar sem leiðinlegur mórall var innan þess.

7. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins til samþykktar.

Óskar, TF3DC, gjaldkeri gerði grein fyrir reikningum félagsins. Reikningurinn uppfyllir ákvæði um skoðun. Væru þeir bornir upp til samþykktar fundarins.

Guðmundur, TF3SG saknar þess að fá yfirlit yfir hversu margir félagar séu að greiða í félagið, hverjir.

Óskar svaraði því til að rúmlega 130 félagar séu greiðandi. Félagsgjaldið sé kr. 6.500. Nokkur hópur sem greiðir hálft gjald. Eru um 170 á félagaskrá og hafa verið að reytast inn gjöld eftir marslok. 20-25 manns sem eru seinir til. Komnir nýir leyfishafar og félagar sem verða gjaldskyldir.

Haraldur, TF8HP óskaði eftir skýringu á liðnum öðrum tekjum. Árið 2014 var þar undir framlag TF3VS vegna útgáfu.

Fundarstjóri bar reikninginn undir atkvæði. Einróma samþykkt.

8. Lagabreytingar.

Lagabreytingar. Fyrir lágu tillögur frá fjórum félagsmönnum þeim TF3DC, TF3GL, TF3JA og TF3KB.
Fundarstjóri, TF3VS gerði að umræðu tillögu frá TF3JA: Leggur til að í lögunum standi að lögunum
skuli breytt.

Umræða um tillögu TF3JA. Sjónarmið um að hljómi frekar eins og ályktun til stjórnar frekar en lagaákvæði. Vilhjálmur, TF3DX rakti forsögu núgildandi laga. TF3JA: Eins og lögin eru í dag þá leiðir það til þess að lagabreytingartillögur séu ekki nógu vel unnar. Lögin hafi því þróast í það að verða
eins konar bútasaumur.

Bjarni, TF3GB leggur til að stofnuð verði þriggja manna lagabreytingarnefnd sem taki við framkomnum tillögum að lagabreytingum. TF3KB lýsti yfir stuðningi við tillögu TF3GB.

Dagskrártillaga um að vísað sé frá öllum lagabreytingartillögum og stofnuð lagabreytingarnefnd.

Var þá gert fundarhlé en í því ætlaði Bjarni, TF3GB að forma tillögu sína skriflega.

Að afloknu fundarhléi var komin fram skrifleg dagskrártillaga:

„Undirritaður leggur til að framkomnum breytingartillögum á lögum ÍRA verði vísað til 3 manna nefndar sem aðalfundur kýs sér. Nefndin hafi starfstíma til 15. apríl 2016. Nefndin taki við ábendingum og athugasemdum á starfstímanum. Móti tillögur sem verði sendar út með aðalfundarboði 2016. Bjarni Sverrisson TF3GB“

Tillagan samþykkt með 25 atkvæðum.

9. Stjórnarkjör.

Tillögur um formann: Fram kom tillaga um Jón Þórodd, TF3JA.

Tveir stjórnarmenn til tveggja ára: Stungið upp á Svani TF3FIN og Einari TF3EK.

Tveir varamenn til eins árs: Guðmundur TF3SG, Sigurður Hrafnkell TF8KY.

Úr stjórn ganga Kristinn TF3KX og Þór TF3GW.

10. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara.

Skoðunarmenn reikninga og einum til vara TF3HK og TF3Y og TF3VS til vara.

Engar aðrar tillögur bárust og því sjálfkjörið í öll embætti.

11. Ákvörðun árgjalds.

Tillaga um að verði óbreytt. Var sú tillaga samþykkt.

12. Önnur mál.

a) Þarf að kjósa þriggja manna lagabreytinganefnd skv. dagskrártillögu:

Tillögur um TF3VS, TF3GL, TF3UA, TF3HM. Gengið til kosninga. Niðurstaðan sú að TF3VS,
TF3UA og TF3HM kosnir í nefndina.

b) TF3GL kom í púlt og gerði að umtalsefni að á fundinum NRAU í ágúst sl. hafi fulltrúi ÍRA farið
með niðrandi orð um einstaka amatöra í þeim tilgangi að sverta þá. Málið varði smávægilegar
innanhús rökræður. TF3GL lagði fram skriflega ályktunartillögu sem fylgir með fundargerð.

TF3KB tók til máls. Sagðist hafa skrifað glærurnar. Þar væri frásögn um það hvað væri efst á
baugi. TF3KB sagði þetta ekki vera niðrandi orð heldur lýsing á ástandi. Líflegar umræður
urðu um málið.

Ályktunin borin undir atkvæði: Tillagan felld með 19 atkvæðum gegn 5.

c) TF8HP tók til máls um íslenskt kennsluefni: Leggur til að ný stjórn geri gangskör að því að
koma gerð íslensks kennsluefnis á koppinn. Væri flott ef við gætum á afmælisári, 16/8 2016
tilkynnt að við værum búnir að gefa út nýtt kennsluefni á íslensku. Skoraði á stjórnina að taka
þetta upp.

Rök: Það er því miður þannig að það eru nokkuð margir sem ekki eru læsir á enskt tækniefni.

Vísaði TF8HP m.a. til nýs kennsluefnis norska amatörfélagsins.

c) TF3AO hafði fregnir af því að fáni félagsins hafi skemmst í vatnstjóni. Lagði til að gerður yrði
nýr fáni og lagði til að kannað yrði hvort tryggingar dekkuðu tjónið.
TF3KB tók til máls og benti á að tæknilega væri mögulegt að vefa merkið þannig í fána að það
yrði pósitívt örðu megin og negatívt hinu megin eða vera með tvo fána.

d) TF3JA tók til máls og þakkaði fyrir traustið sem fælist í því að kjósa hann sem formann.

e) TF3HM harmaði að ógæfumaður hefði orðið til að TF8HP drægi sig til baka í félagsstörfum.

Fundarstjóri lýsti því yfir að dagskrá fundarins væri tæmd og sleit fundi.

13. Fylgiskjöl

Ársreikningur: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/11062015-Ársreikningur-ÍRA-2014-2015.pdf

Breytingartillaga: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/11062015-Breytingatillaga-TF3DC.docx

Breytingartillaga: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/11062015-Breytingatillaga-TF3KB.docx

Breytingartillaga: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/11062015-Breytingatillaga-TF3JA.docx

Breytingartillaga: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/11062015-Breytingatillaga-TF3GL.pdf

Andsvar á breytingartillögu: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/11062015-Andsvar-TF3DX.pdf

Fjaraðgangsmál: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/11062015-Fjaraðgangsmál-TF3DX-TF3KB-TF3Y.pdf

Skýrsla prófnefndar: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2017/07/11062015-Skýrsla-Prófnefndar-TF3DX.pdf

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 15. maí 2015.

Fundur hófst kl. 20:00 og var slitið kl. 21:00.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3FIN, ritari TF3GB, gjaldkeri TF3DC, meðstjórnandi TF3EK, varamaður TF3SG og varamaður TF8KY.

Mættir: TF3JA, TF3EO, TF3EK, TF3WZ og TF3DC.

Fundarritari: TF3GB

Dagskrá

1. Aðalfundur

Nú er aðalfundur félagsins 2015 að baki. Fundarsókn var betri en síðast, en 28 manns mættu á fundinn, þrátt fyrir að hann væri haldinn á óvanalegum tíma miðað við venju. TF3VS var kosinn fundarstjóri og TF3Y ritaði fundargerð. 5 voru með gild umboð til að fara með atkvæði annarra á fundinum. Dagskrá var samkvæmt 18. grein félagslaga. Fyrir fundinn höfðu borist breytingatillögur við lög félagsins frá 4 aðilum og ein var lögð fram á fundinum. Stefndi í miklar umræður um tillögurnar. TF3GB lagði þá fram dagskrártillögu um að aðalfundurinn kysi 3ja manna nefnd til að fara yfir lög félagsins og skila niðurstöðunni fyrir 15. apríl 2016. Þetta var samþykkt. Í nefndina voru kosnir TF3UA, TF3VS og TF3HM. Aðalfundurinn kaus félaginu nýja stjórn.

2. Ný stjórn

Nýkjörin stjórn hélt strax fund og skipti með sér verkum. Stjórn félagsins er þannig skipuð: TF3JA formaður, TF3FIN varaformaður, TF3DC gjaldkeri, TF3GB ritari, TF3EK meðstjórnandi, TF3SG varamaður og TF8KY varamaður. Úr stjórn gengu TF8HP formaður, TF3GW varaformaður, TF3KX meðstjórnandi og TF3TNT varamaður. Þeim eru þökkuð vel unnin störf.

3. Fundargerð

Fundargerð aðalfundarins verður birt á heimasíðu félagsins fljótlega.