Alþjóðadagur radíóamatöra er 18. apríl. Þann dag árið 1925 voru alþjóðasamtök landsfélaga radíóamatöra – International Amateur Radio Union, IARU – stofnuð, fyrir 97 árum. Aðildarfélög voru í upphafi 25, en eru í dag 174 talsins í jafn mörgum þjóðlöndum heims með nær 5 milljónir leyfishafa.

Sérstakt kallmerki ÍRA, TF3WARD, verður virkjað á alþjóðadaginn. Viðskeytið stendur fyrir „World Amateur Radio Day“.

Hamingjuóskir til íslenskra radíóamatöra!

Stjórn ÍRA.

.

KiwiSDR viðtækið á Raufarhöfn komst í lag í gær (16. apríl) og vinnur nú eðlilega. Bestu þakkir til Rögnvalds Helgasonar, TF3-055 sem vann verkið í samráði við Georg Kulp, TF3GZ. Hin viðtækin þrjú yfir netið eru einnig í góðu lagi.

Bjargtangar (10 kHz-30 MHz): http://bjarg.utvarp.com/
Galtastaðir í Flóa (10 kHz-30 MHz): http://floi.utvarp.com/
Perlan í Reykjavík (24 MHz til 1800 MHz): http://perlan.utvarp.com
Raufarhöfn (10 kHz-30 MHz): http://raufarhofn.utvarp.com/

Það er  vaskur hópur manna sem leggja metnað í að halda viðtækjum yfir netið í gangi (svo ekki sé talað um tíma og fjármuni). Þetta eru þeir Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Georg Kulp TF3GZ, Karl Georg Karlsson TF3CZ, Árni Helgason TF4AH (Patreksfirði) og Rögnvaldur Helgason TF3-Ø55 (Raufarhöfn).

Félagið metur þetta framlag mikils og þakkar þessum félagsmönnum fyrir dugnað og elju við að sinna verkefninu. Tilkoma þessara tækja er mikilvæg fyrir radíóamatöra sem gera tilraunir í þessum tíðnisviðum, auk hlustara og allra sem hafa áhuga á útbreiðslu radíóbylgna.

Stjórn ÍRA.

Myndin er af stöðvarhúsinu á Raufarhöfn sem hýsir KiwiSDR viðtækið. Ljósmynd: Rögnvaldur Helgason TF3-Ø55.

Páskaleikarnir hófust í gær, 15. apríl kl. 18 og standa yfir þar til á morgun sunnudag, kl. 18:00.

Félagsstöðin TF3IRA var QRV laugardaginn 16. apríl frá kl. 10 f.h. til kl. 16 síðdegis. Á þessum tíma voru höfð alls 41 samband á 144 MHz (FM og SSB), 433 MHz (FM og SSB) 50 MHz (SSB), 70 MHz (SSB) og 3.6 MHz (SSB og CW).

Opið hús var á sama tíma í Skeljanesi og mættu 12 félagar og 2 gestir í hús og þáðu kaffi og veitingar. Margir voru áhugasamir um að skoða nýju ICOM IC-9700 „All Mode“ stöðina sem félagið hafði að láni. En stöðin er 100/75/10W á 2M/70CM/23CM.

Alls voru 18 TF kallmerki skráð í Páskaleikana síðdegis í dag, laugardag – en í boði er vandaður „on-line“ leikjavefur TF8KY og er hægt að skrá sig inn þangað til leikurinn endar. Slóð: http://leikar.ira.is/paskar2022

Stjórn ÍRA.

Icom IC-7300 100/100/50W HF/50/70 MHz stöð félagsins var notuð á 50 og 70 MHz SSB og Icom IC-9700 100/75/10W VHF/UHF lánsstöð var notuð á 144 og 433 MHz á FM og SSB.
Icom IC-7610 100/100W HF/50 MHz stöð félagsins var notuð á SSB og CW á 80 metrum. Myndir: TF3JB.

Stjórn ÍRA  óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar páskahátíðar.

Athygli er vakin á páskaleikum félagsins sem hefjast á morgun, föstudag kl. 18 og lýkur á sama tíma á sunnudag. 

Hægt er að skrá sig allan tímann sem leikarnir standa yfir. Vefslóð:  http://leikar.ira.is/paskar2022/

Stjórn ÍRA.

Páskaleikarnir hefjast á föstudag kl. 18:00 og lýkur á sunnudag kl. 18:00. Félagsstöðin TF3IRA verður virkjuð frá Skeljanesi.

Hér með er óskað eftir aðstoð félagsmanna við að virkja stöðina laugardaginn 16. apríl frá kl. 10-16 þegar félagsaðstaðan í Seljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti.

Félagar sem hafa áhuga á að virkja stöðina að föstudeginum (eftir kl. 18) og á sunnudeginum (til kl. 18) sendi tölvupóst á ira@ira.is

TF8KY hefur opnað fyrir skráningu á leikjavefinn og voru 14 TF kallmerki þegar skráð síðdegis í dag (13. apríl). Þetta er „on-line“ leikjavefur og er hægt að skrá sig inn þangað til leikurinn endar. Slóð:  http://leikar.ira.is/paskar2022

Stjórn ÍRA.

Félagið fær glænýja ICOM IC-9700 100/75/10W 2M/70CM/23CM SSB/CW/SSB stöð að láni til notkunar í páskaleikunum í ár.

Páskaleikar ÍRA 2022 verða haldnir helgina 15.-17. apríl n.k.

Leikarnir hefjast föstudaginn 15. apríl kl. 18:00 og lýkur eftir tvo sólarhringa, sunnudaginn 17. apríl kl. 18:00.

TF8KY hefur opnað fyrir skráningu og voru 11 TF kallmerki þegar skráð á hádegi í dag (11. apríl). Þetta er „on-line“ leikjavefur og er hægt að skrá sig inn þangað til leikurinn endar. Slóð:  http://leikar.ira.is/paskar2022 

Stjórn ÍRA.

Glæsileg verðlaun verða í boði fyrir fyrstu þrjú sætin í leikunum 2022. Myndin er af verðlaunagripum í fyrra (2021). Ljósmynd: TF3JB.

KiwiSDR viðtækið á Bjargtöngum varð QRV í dag, 9. apríl kl. 14. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er enn vetrarríki þar um slóðir. Hin viðtækin þrjú eru öll QRV, en truflanir hjá viðtækið á Raufarhöfn.

Bjargtangar (10 kHz-30 MHz): http://bjarg.utvarp.com/
Galtastaðir í Flóa (10 kHz-30 MHz): http://floi.utvarp.com/
Perlan í Reykjavík (24 MHz til 1800 MHz): http://perlan.utvarp.com
Raufarhöfn (10 kHz-30 MHz): http://raufarhofn.utvarp.com/

Þakkir til Árna Helgasonar, TF4AH fyrir að koma Bjargtöngum í gagnið á ný.

Stjórn ÍRA.

Bjargtangar 9. apríl. Ljósmynd: Árni Helgason TF4AH.

Kæru félagar!

Nú er komið að því sem allir hafa verið að bíða eftir. Það eru að koma Páskar. Það þíðir bara eitt…PÁSKALEIKAR. Greinilegur spennutitringur á tíðnunum. Allir upp með græjurnar, upp á heiðar, fjöll og út í eyjar. Eða bara láta fara vel um sig heima í sjakknum.

Frábært tækifæri til að prófa nýja dótið, eða gamla dótið. Það besta er, það þarf ekki að vera með rándýrar græjur. Einföld handstöð frá Kína er allt sem þarf til að vera með. Oft koma bestu sögurnar frá afrekum með litlum búnaði. Ertu upptekin(n) þessa helgi? Það þarf ekkert endilega að vera „all-in“ alla helgina.

Endilega hoppa inn á tíðnirnar þegar tími gefst. Þetta verður B A R A gaman. Endurvarpar halda áfam að vera með. Endurvarpar koma sem sér band í leikinn. Þetta kryddar leikinn, eykur möguleika handstöðva, örvar notkun endurvarpa og við lærum betur á útbreiðslu þeirra. Gerum þetta með stæl, sýnum hér á facebook hvað við erum virkir amatörar. Allir grobbpóstar úr leiknum kærkomnir. Pósta, pósta og pósta meira.

Eins og venjulega verður “online” leikjavefur þar sem þáttakendur skrá sig til leiks. Hægt verður að skrá sig inn í leikinn allan tímann þangað til leikurinn endar. Slóðin á leikjavefinn er: http://leikar.ira.is/paskar2022

Endilega kíkið á vefinn, lesið leiðbeiningar og skráið ykkur til leiks. Þetta er ekkert mál. Svo eru allir til í að hjálpa. Óðinn, TF2MSN hefur verið duglegur að hjálpa. Blásið verður til leiks kl. 18 föstudaginn 15. apríl og leikurinn stendur til kl. 18 sunnudaginn 17. apríl.

Hittumst í loftinu…23cm, 70cm, 2m, 4m, 6m, 80m og síðast en ekki síst, endurvarpar!

TF8KY.

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 7. apríl.

Góð mæting. Hress mannskapur. Mikið rætt um áhugamálið á báðum hæðum. Vel fór út af radíódóti. Margir ætla að taka þátt í Páskaleikunum um næstu helgi.

Vel heppnað fimmtudagskvöld í svölu vorveðri í vesturbænum í Reykjavík og alls 24 félagar í húsi.

Stjórn ÍRA.

Guðmundur Birgir Pálsson TF3AK, Jón E. Guðmundsson TF8KW, Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN, Hrafnkell Sigurðsson TF8KY, Sigmundur Karlsson TF3VE, Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID (bak í myndavél) og Mathías Hagvaag TF3MH (bak í myndavél).
Jón Gunnar Harðarson TF3PPN, Guðmundur Ingi Hjálmtýsson TF3IG, Sigurður Smári Hreinsson TF8SM og Benedikt Sveinsson TF3T.
Kristján Benediktsson TF3KB, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID og Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB.
Hluti af radíódótinu sem var í boði fyrir félagsmenn að taka með sér heim. Ljósmyndir: TF3JB.

TF1RPB, VHF FM endurvarpinn í Bláfjöllum var tengdur á ný í dag, miðvikudaginn 6. apríl kl. 13:30.

(Tækniupplýsingar: 145.650 MHz / -0,6 MHz / Tónstýring: 88,5 Hz).

Bestu þakkir til allra sem komu að verkefninu.

Stjórn ÍRA.

TF1RPB VHF FM endurvarpinn í Bláfjöllum. Ljósmynd: Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A.